Lögreglumaðurinn þarf að reiða fram meira en 165 milljónir til að losna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. júní 2020 07:33 Réttarteikning af Chauvin þar sem hann situr handjárnaður á fjarfundi með dómaranum sem ákvað gjaldið. Cedric Hohnstadt/AP Dómari í Minnesota hefur ákveðið að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis á dögunum og olli í kjölfarið einhverjum mestu mótmælum í Bandaríkjunum í áratugi, geti losnað úr varðhaldi, reiði hann fram 1,25 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir rúmlega 165,5 milljónum íslenskra króna. Chauvin kom fyrir dómara með rafrænum hætti í gær þar sem þetta var ákveðið. Chauvin er þó enn í haldi, enn sem komið er í það minnsta. Saksóknarinn fór fram á svo hátt tryggingargjald, enda taldi hann líklegt að Chauvin myndi reyna að flýja land í ljósi þess hversu mjög almenningsálitið er andsnúið honum. Chauvin er ákærður fyrir morð af annarri gráðu og manndráp af annarri gráðu. Áður hafði morðkæran á hendur honum verið af fyrir morð af þriðju gráðu, en hún var síðan hert. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. Þrír aðrir lögreglumenn sem voru á vettvangi hafa verið handteknir fyrir aðild að morðinu. Gjaldið lækkað gegn ákveðnum skilyrðum Chauvin, sem starfaði sem lögregluþjónn í 19 ár, kaus að tjá sig ekki þegar hann kom fyrir dómarann sem tók tryggingargjaldið til meðferðar. Lögmaður hans gerði ekki athugasemd við upphæð gjaldsins. Jeannice M. Reding, dómarinn sem ákvarðaði upphæð gjaldsins, setti engin skilyrði við upphæð gjaldsins. Hún var þó tilbúin að lækka það niður í eina milljón dollara, eða um 132 milljónir króna, gegn því að Chauvin myndi ekki hafa samband við fjölskyldu Floyd. Eins gerði hún að skilyrði að hann myndi láta af hendi öll skotvopn sín og að hann ynni ekki við löggæslu eða öryggismál á meðan hann biði réttarhaldanna yfir sér. Að þessum skilyrðum uppfylltum var Reding tilbúin að lækka gjaldið um 250 þúsund dollara. Chauvin situr sem stendur í ríkisfangelsinu í Oak Park Heights í Minnesota, en hann kemur næst fyrir dómara þann 29. júní. Mynd af Chauvin, tekin nýlega eftir að hann var handtekinn. RCSO/AP Útför George Floyd fer fram í dag Útför Floyd, sem lést eftir þegar Chauvin kraup á hálsi hans í tæpar níu mínútur eftir að hafa handtekið hann, fer fram í borginni Houston í Texas í dag. Talið er að meðlimur úr fjölskyldu hans hafi fylgt líki hans með flugi frá Minneapolis til Houston á laugardag. Sex tíma líkvaka, þar sem líkkista Floyd stóð opin, fór fram í Fountain of Praise-kirkjunni í Houston í gær. Þar gafst almenningi tækifæri til þess að votta Floyd virðingu sína, en útförin í dag verður einungis fyrir fjölskyldu Floyd og vini. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata fyrir komandi forsetakosningar, átti einkafund með fjölskyldu Floyd í gær, þar sem hann vottaði samúð sína. „Hann hlustaði, gerði sér grein fyrir sársauka þeirra og tók þátt í sorgarferlinu. Þessi samhugur var syrgjandi fjölskyldu mikils virði,“ segir í tísti frá Benjamin Crump, talsmanni fjölskyldu Floyd. Pictured after meeting with #GeorgeFloyd’s family: VP @JoeBiden, @TheRevAl, @AttorneyCrump, Rep. @CedricRichmond, and Roger Floyd (George Floyd’s uncle) pic.twitter.com/KJvsrTEORt— Ben Crump (@AttorneyCrump) June 8, 2020 Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Dómari í Minnesota hefur ákveðið að Derek Chauvin, lögreglumaðurinn sem varð valdur að dauða George Floyd í Minneapolis á dögunum og olli í kjölfarið einhverjum mestu mótmælum í Bandaríkjunum í áratugi, geti losnað úr varðhaldi, reiði hann fram 1,25 milljónir Bandaríkjadala. Það jafngildir rúmlega 165,5 milljónum íslenskra króna. Chauvin kom fyrir dómara með rafrænum hætti í gær þar sem þetta var ákveðið. Chauvin er þó enn í haldi, enn sem komið er í það minnsta. Saksóknarinn fór fram á svo hátt tryggingargjald, enda taldi hann líklegt að Chauvin myndi reyna að flýja land í ljósi þess hversu mjög almenningsálitið er andsnúið honum. Chauvin er ákærður fyrir morð af annarri gráðu og manndráp af annarri gráðu. Áður hafði morðkæran á hendur honum verið af fyrir morð af þriðju gráðu, en hún var síðan hert. Stigsmunur er á ákærunum, morð af þriðju gráðu felur í sér að sakborningurinn hafi ekki endilega ætlað sér drepa heldur hafi viðkomandi hagað sér á hættulegan hátt án þess að skeyta um líf annarra. Til þess að sakfella Chauvin fyrir morð af annarri gráðu þurfa saksóknarar að sýna fram á að hann hafi ætlað sér að drepa Floyd. Þrír aðrir lögreglumenn sem voru á vettvangi hafa verið handteknir fyrir aðild að morðinu. Gjaldið lækkað gegn ákveðnum skilyrðum Chauvin, sem starfaði sem lögregluþjónn í 19 ár, kaus að tjá sig ekki þegar hann kom fyrir dómarann sem tók tryggingargjaldið til meðferðar. Lögmaður hans gerði ekki athugasemd við upphæð gjaldsins. Jeannice M. Reding, dómarinn sem ákvarðaði upphæð gjaldsins, setti engin skilyrði við upphæð gjaldsins. Hún var þó tilbúin að lækka það niður í eina milljón dollara, eða um 132 milljónir króna, gegn því að Chauvin myndi ekki hafa samband við fjölskyldu Floyd. Eins gerði hún að skilyrði að hann myndi láta af hendi öll skotvopn sín og að hann ynni ekki við löggæslu eða öryggismál á meðan hann biði réttarhaldanna yfir sér. Að þessum skilyrðum uppfylltum var Reding tilbúin að lækka gjaldið um 250 þúsund dollara. Chauvin situr sem stendur í ríkisfangelsinu í Oak Park Heights í Minnesota, en hann kemur næst fyrir dómara þann 29. júní. Mynd af Chauvin, tekin nýlega eftir að hann var handtekinn. RCSO/AP Útför George Floyd fer fram í dag Útför Floyd, sem lést eftir þegar Chauvin kraup á hálsi hans í tæpar níu mínútur eftir að hafa handtekið hann, fer fram í borginni Houston í Texas í dag. Talið er að meðlimur úr fjölskyldu hans hafi fylgt líki hans með flugi frá Minneapolis til Houston á laugardag. Sex tíma líkvaka, þar sem líkkista Floyd stóð opin, fór fram í Fountain of Praise-kirkjunni í Houston í gær. Þar gafst almenningi tækifæri til þess að votta Floyd virðingu sína, en útförin í dag verður einungis fyrir fjölskyldu Floyd og vini. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata fyrir komandi forsetakosningar, átti einkafund með fjölskyldu Floyd í gær, þar sem hann vottaði samúð sína. „Hann hlustaði, gerði sér grein fyrir sársauka þeirra og tók þátt í sorgarferlinu. Þessi samhugur var syrgjandi fjölskyldu mikils virði,“ segir í tísti frá Benjamin Crump, talsmanni fjölskyldu Floyd. Pictured after meeting with #GeorgeFloyd’s family: VP @JoeBiden, @TheRevAl, @AttorneyCrump, Rep. @CedricRichmond, and Roger Floyd (George Floyd’s uncle) pic.twitter.com/KJvsrTEORt— Ben Crump (@AttorneyCrump) June 8, 2020
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50 Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30 „I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þúsundir minnast George Floyd Búist er við að þúsundir sæki minningarathöfn um George Floyd, Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í Minneapolis í síðasta mánuði. Lögregluþjónninn mætti fyrir dóm í dag. 8. júní 2020 20:50
Mitt Romney á meðal mótmælenda í Washington Mitt Romney, öldungardeildarþingmaður og fyrrverandi forsetaframbjóðandi Repúblikana, var einn af um þúsund mótmælendum sem marseruðu í átt að Hvíta húsinu í morgunsárið í Washington í Bandaríkjunum. 7. júní 2020 23:30
„I can't breathe“ Mótmælin sem nú standa yfir í Bandaríkjunum eiga sér langan aðdraganda og eru nýjasti þátturinn í langri sögu réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna. 7. júní 2020 19:00