Bandaríkin

Fréttamynd

Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni

Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin

Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið.

Erlent
Fréttamynd

Brad Pitt uppfyllti ósk hins bandaríska Þórólfs í SNL

Yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, Dr. Anthony Fauci, sem gegnir sambærilegu hlutverki í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir gerir hér á landi, er orðin að óvæntri stjörnu í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Telur best ef fjölmiðlar hættu að fjalla um umdeild ummæli Trumps

Deborah Birx, læknirinn sem fer fyrir kórónuveiruviðbragðsteymi Hvíta hússins, reyndi í dag að gera lítið úr ummælum Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þar sem hann lagði til að rannsakað yrði hvort hægt yrði að meðhöndla fólk sem sýkst hefur af Covid-19 með því að dæla sótthreinsiefnum í líkama þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump

Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

Fimmtungur íbúa New York gæti hafa smitast af Covid-19

Mögulegt er að fimmtungur íbúa í New York borg hafi smitast af, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Þetta sagði Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, að nýleg rannsókn Þar sem sýni voru tekin úr þrjú þúsund manns hafi leitt í ljós.

Erlent
Fréttamynd

Atvinnuleysi ekki meira síðan í kreppunni miklu

Atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur aukist til muna vegna faraldurs kórónuveirunnar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst jafn mikið í landinu frá kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. AP greinir frá því að nú sé einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum án atvinnu.

Erlent
Fréttamynd

Saka íslenskan karlmann um morð á Flórída

Íslenskur karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og sakaður um morð í Pensacola á Flórída í Bandaríkjunum á mánudag. Maðurinn er sagður hafa skotið gest á heimili hans til bana.

Innlent
Fréttamynd

Telur seinni bylgju faraldursins geta orðið enn skæðari

Seinni bylgja kórónuveirufaraldursins gæti orðið enn skæðari en sú sem heimsbyggðin glímir nú við vegna þess að hún gæti komið upp við upphaf flensutímabilsins, að sögn yfirmanns Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Það myndi setja „óhugsandi“álag á heilbrigðiskerfið.

Erlent
Fréttamynd

Missouri höfðar mál gegn Kína

Stjórnvöld í Missouri í Bandaríkjunum hafa ákveðið að höfða mál gegn Kína þar sem yfirvöld þar í landi eru sökuð um að hafa ekki gert nægilega mikið til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar.

Erlent