Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 23:53 Ekkert bendir til þess að boðaða fánabrennan hafi verið raunveruleg. Gettysburg var vettvangur þýðingarmikillar orrustu í borgarastríðinu og þar kemur fólk meðal annars saman til að leika hana eins og sést á þessari mynd. Vísir/EPA Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. Vinstrisinnaðir andfasistar hafa orðið að grýlu fyrir hægri væng bandarískra stjórnmála undanfarin ár og er Donald Trump forseti á meðal þeirra sem vara við því að þeir ætli sér að „binda enda á Bandaríkin“. Ekki er þó um formleg eða skipulögð samtök að ræða heldur lauslega tengda hópa vinstrisinnaðra aðgerðasinna. Í aðdraganda þjóðhátíðardags Bandaríkjanna í gær birtust færslur á samfélagsmiðlum um að andfasistar ætluðu sér að standa fyrir fánabrennu í Gettysburg í Pennsylvaníu, þar sem ein frægasta orrusta bandaríska borgarastríðsins var háð árið 1863. Þar fengju börn meðal annars litla bandaríska fána til að kasta á bálið. „Hittumst og brennum fána til að mótmæla hrottum og skepnum í bláu,“ sagði í færslu á Facebook og virtist þar vísað til lögreglumanna. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju undanfarnar vikur. Washington Post segir að ekkert bendi þó til þess að þeir sem birtu færslurnar hafi nokkur tengsl við andfasista heldur hafi verið um gabb að ræða. Hundruð hægriöfgamanna sem ætluðu sér að skerast í leikinn fóru í fýluferð því enginn fánabrennandi öfgavinstrimaður var á svæðinu þegar þá bar að garði. „Það skiptir ekki máli hvort þetta var gabb eða ekki. Þau lögðu fram hótun og ef við látum ekki í okkur heyra lætur það virðast að það sé í lagi,“ sagði Christopher Blakeman sem var í hópi um fimmtíu bifhjólamanna sem lögðu leið sína til Gettysburg til þess að bjóða róttæklingunum birginn. Minnisvarðinn sem er grafinn í Stone-fjall er risavaxinn, um 58 metrar að breidd og 27 metra að hæð. Á honum sjást þeir Stonewall Jackson og Robert E. Lee, helstu herforingjar Suðurríkjasambandsins, og Jefferson Davis, forseti þess, á hestbaki.AP/John Bazemore Vopnaðir mótmælendur komu saman við minnisvarða um suðurríkjamenn Styr hefur staðið um minnisvarða og styttur í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Aðgerðasinnar hafa sums staðar rifið niður styttur af leiðtogum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir áframhaldandi þrælahaldi. Fleiri styttur hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendunum, þar á meðal af Kristófer Kólumbus og Ulysses S. Grant, herforingja sambandssinna í borgarastríðinu. Hópur vopnaðra mótmælenda kom saman við stærsta minnisvarðann um Suðurríkjasambandið í Stone Mountain-garðinum í Georgíu í gær. Reuters-fréttastofan segir að flestir mótmælendanna hafi verið svartir en í hópnum hafi verið fólk úr mörgum áttum. Mótmæli þeirra hafi farið friðsamlega fram. „Ég sé enga hvíta þjóðvarðliða hérna. Við erum hér. Hvar eru þið? Við erum heima hjá ykkur. Áfram með smjörið!“ hrópaði einn leiðtoga mótmælendanna yfir hópinn á myndbandi sem Reuters-fréttastofan sá frá mótmælunum. Á fjallið eru grafin líkneski Jefferson Davis, Roberts E. Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, helstu leiðtoga Suðurríkjasambandsins. Minnisvarðinn hefur lengi verið í hávegum hafður hjá hvítum þjóðernissinnum eins og haturssamtakanna alræmdu Kú Klúx Klan sem myrtu blökkumenn í suðurríkjunum. Kú Klúx Klan-liðar halda einn viðburði við minnisvarðann við og við, oft í kringum þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Kröfur hafa verið gerðar um að minnisvarðanum verði kastað á öskuhaug sögunnar í gegnum tíðina á þeim forsendum að hann heiðri rasista sem leiddu uppreisn gegn Bandaríkjunum. Bandaríkin Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. Vinstrisinnaðir andfasistar hafa orðið að grýlu fyrir hægri væng bandarískra stjórnmála undanfarin ár og er Donald Trump forseti á meðal þeirra sem vara við því að þeir ætli sér að „binda enda á Bandaríkin“. Ekki er þó um formleg eða skipulögð samtök að ræða heldur lauslega tengda hópa vinstrisinnaðra aðgerðasinna. Í aðdraganda þjóðhátíðardags Bandaríkjanna í gær birtust færslur á samfélagsmiðlum um að andfasistar ætluðu sér að standa fyrir fánabrennu í Gettysburg í Pennsylvaníu, þar sem ein frægasta orrusta bandaríska borgarastríðsins var háð árið 1863. Þar fengju börn meðal annars litla bandaríska fána til að kasta á bálið. „Hittumst og brennum fána til að mótmæla hrottum og skepnum í bláu,“ sagði í færslu á Facebook og virtist þar vísað til lögreglumanna. Mikil mótmæli hafa geisað í Bandaríkjunum gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju undanfarnar vikur. Washington Post segir að ekkert bendi þó til þess að þeir sem birtu færslurnar hafi nokkur tengsl við andfasista heldur hafi verið um gabb að ræða. Hundruð hægriöfgamanna sem ætluðu sér að skerast í leikinn fóru í fýluferð því enginn fánabrennandi öfgavinstrimaður var á svæðinu þegar þá bar að garði. „Það skiptir ekki máli hvort þetta var gabb eða ekki. Þau lögðu fram hótun og ef við látum ekki í okkur heyra lætur það virðast að það sé í lagi,“ sagði Christopher Blakeman sem var í hópi um fimmtíu bifhjólamanna sem lögðu leið sína til Gettysburg til þess að bjóða róttæklingunum birginn. Minnisvarðinn sem er grafinn í Stone-fjall er risavaxinn, um 58 metrar að breidd og 27 metra að hæð. Á honum sjást þeir Stonewall Jackson og Robert E. Lee, helstu herforingjar Suðurríkjasambandsins, og Jefferson Davis, forseti þess, á hestbaki.AP/John Bazemore Vopnaðir mótmælendur komu saman við minnisvarða um suðurríkjamenn Styr hefur staðið um minnisvarða og styttur í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglunnar í Minneapolis í maí. Aðgerðasinnar hafa sums staðar rifið niður styttur af leiðtogum gamla Suðurríkjasambandsins sem börðust fyrir áframhaldandi þrælahaldi. Fleiri styttur hafa orðið fyrir barðinu á mótmælendunum, þar á meðal af Kristófer Kólumbus og Ulysses S. Grant, herforingja sambandssinna í borgarastríðinu. Hópur vopnaðra mótmælenda kom saman við stærsta minnisvarðann um Suðurríkjasambandið í Stone Mountain-garðinum í Georgíu í gær. Reuters-fréttastofan segir að flestir mótmælendanna hafi verið svartir en í hópnum hafi verið fólk úr mörgum áttum. Mótmæli þeirra hafi farið friðsamlega fram. „Ég sé enga hvíta þjóðvarðliða hérna. Við erum hér. Hvar eru þið? Við erum heima hjá ykkur. Áfram með smjörið!“ hrópaði einn leiðtoga mótmælendanna yfir hópinn á myndbandi sem Reuters-fréttastofan sá frá mótmælunum. Á fjallið eru grafin líkneski Jefferson Davis, Roberts E. Lee og Thomas „Stonewall“ Jackson, helstu leiðtoga Suðurríkjasambandsins. Minnisvarðinn hefur lengi verið í hávegum hafður hjá hvítum þjóðernissinnum eins og haturssamtakanna alræmdu Kú Klúx Klan sem myrtu blökkumenn í suðurríkjunum. Kú Klúx Klan-liðar halda einn viðburði við minnisvarðann við og við, oft í kringum þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Kröfur hafa verið gerðar um að minnisvarðanum verði kastað á öskuhaug sögunnar í gegnum tíðina á þeim forsendum að hann heiðri rasista sem leiddu uppreisn gegn Bandaríkjunum.
Bandaríkin Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29 Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02
Hörð viðurlög við að skemma styttur Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið hafa eftir sér að allir þeir sem gerast sekir um að eyðileggja eða vinna skemmdir á styttum skuli handteknir og eiga yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. 23. júní 2020 12:29
Hryktir í stoðum umdeildra stytta víða um heim Rúmlega 150 árum eftir að borgarastyrjöld Bandaríkjanna lauk með uppgjöf Suðurríkjasambandsins er enn mikil ólga sem tengist þeim í landinu og víða um heim. 12. júní 2020 14:14