Bandaríkin

Fréttamynd

Segir milljónir geta dáið verði ekki gripið til aðgerða

Verði ekki gripið til afgerandi aðgerða á heimsvísu gæti Covid-19, sjúkdómurinn sem nýja kórónuveiran veldur, fellt milljónir fólks. Þetta sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, á fjarfundi leiðtoga G20 ríkja í dag.

Erlent
Fréttamynd

Mexíkóskir mótmælendur loka landamærunum við Bandaríkin

Mótmælendur úr röðum íbúa mexíkóska ríkisins Sonora, sem deilir landamærum með Arizona í Bandaríkjunum, segjast ætla að halda áfram að halda landamærastöðvum lokuðum af ótta við að Bandaríkjamenn, sýktir af kórónuveirunni, haldi yfir landamærin.

Erlent
Fréttamynd

Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi

Björgunarpakki fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu vegna kórónuveirufaraldursins sem hljóðar upp á 2,2 biljónir dollara var samþykktur einróma í öldungadeild Bandaríkjaþings í nótt. Búist er við því að fulltrúadeildin afgreiði þennan stærsta björgunarpakka í sögunni á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Íhaldssöm ríki stöðva þungunarrof í faraldrinum

Yfirvöld í Texas og Ohio í Bandaríkjunum hafa ákveðið að þungunarrof sé ónauðsynleg aðgerð sem verði að fresta vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðunin var tekin þrátt fyrir að samtök bandarískra kvensjúkdómalækna hafi kallað eftir því að þungunarrof nyti verndar í faraldrinum.

Erlent
Fréttamynd

Ná sam­komu­lagi um björgunar­pakka

Hvíta húsið í Washington og leiðtogar öldungadeildar Bandaríkjaþings komust í nótt að samkomulagi um björgunarpakka sem ætlað er að styðja við bandarískt efnahagslíf á tímum kórónuveirufaraldursins.

Erlent
Fréttamynd

New York kallar eftir hjálp

Andrew Cuomo, ríkisstjóri, kallaði í kvöld eftir hjálp frá alríkinu og sagði embættismenn hafa vanmetið faraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Tekist á um björgunarpakka á Bandaríkjaþingi

Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi margmilljarða dollara björgunarpakka sem á að hleypa lífi í hagkerfið í skugga kórónuveirufaraldursins í gær. Demókratar gagnrýna að frumvarpið hygli stórfyrirtækjum og komi ekki nægilega til móts við almenna borgara. Bandaríski seðlabankinn aflétti takmörkunum á uppkaupum á ríkisskuldabréfum í dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega.

Erlent