Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 10:36 Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, á mótmælunum í gærkvöldi. Hann og fleiri mótmælendur fengu yfir sig táragas frá alríkislögreglumönnum. AP/Karina Brown Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38