Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 10:36 Ted Wheeler, borgarstjóri Portland, á mótmælunum í gærkvöldi. Hann og fleiri mótmælendur fengu yfir sig táragas frá alríkislögreglumönnum. AP/Karina Brown Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“. Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. Alríkislögreglumennirnir sprengdu höggsprengjur og skutu ertandi efnum á mótmælendur sem söfnuðust saman við alríkisbyggingar í miðborg Portland, að sögn Washington Post. Donald Trump forseti sendi alríkislögreglumennina í óþökk yfirvalda í Portland og Oregon til að kveða niður mótmæli sem hafa geisað gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju um nokkurra vikna skeið. Ted Wheeler, borgarstjóri, stóð við hlið fyrir utan alríkisdómshúsið þegar lögreglumennirnir skutu táragasi á hann og aðra mótmælendur. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að lögreglumönnunum hafi verið ljóst að borgarstjórinn væri í hópnum eða ekki. „Það er erfitt að anda, það er aðeins erfiðara að anda en ég hélt. Þetta er viðbjóðslegt. Þetta er fyrir neðan virðingu okkar,“ sagði Wheeler á meðan karlmaður blés leifum táragassins í burtu með laufblaðablásara sem sumir mótmælendur hafa haft með sér undanfarið. Borgarstjórinn sagðist hafa mætt á mótmælin til þess að standa með mótmælendunum gegn því sem hann lýsti sem „hernámsliði“ alríkisútsendara. Ekki voru þó allir mótmælendur hrifnir af veru Wheeler þar. Ókvæðiorð voru hrópuð að honum og sumir kröfðust afsagnar hans. Þrátt fyrir að borgarstjórinn hafi tekið undir kröfur mótmælendanna um að alríkislögreglumennirnir hefðu sig á brott hafa þeir sakað hann um að gera ekki nóg til að halda borgarlögreglunni í skefjum áður en alríkislögreglan kom til borgarinnar í upphafi mánaðar. Þungvopnaðir alríkislögregluliðar beittu ertandi efnum, höggsprengjum og gúmmíkúlum gegn mótmælendum við alríkisdómshúsið í Portand í gærkvöldi. Vera lögreglumannanna í borginni er verulega umdeild en hvorki borgar- né ríkisyfirvöld í Oregon kæra sig um þá þar.AP/Noah Berger Senda lögreglulið til fleiri borga Aðfarir alríkislögreglunnar í Portland hafa sætt harðri gagnrýni. Lögreglumennirnir hafa meðal annars farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir engar eða óljósar sakir. Þeir hafa einnig beitt táragasi og kylfum á mótmælendur sem hafa svarað fyrir sig með því að kveikja elda og teygjubyssum. Alríkislögreglan heldur því fram að mótmælendur hafi ítrekað reynt að brjótast inn í alríkisdómshúsið. Lögreglumennirnir eru ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem er stundum send til að aðstoða löggæslulið í einstökum borgum eða ríkjum heldur eru þeir á vegum heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna sem Trump skipaði nýlega að gæta opinberra minnisvarða og stytta. Dómsmálaráðherra Oregon höfðaði mál til þess að fá lögbann á aðgerðir alríkislögreglunnar auk þess sem Wheeler og Kate Brown ríkisstjóri hafa krafist þess að Trump dragi lögregluliðið til baka. Á það hefur Trump ekki fallist og tilkynnti hann í gær að hann ætlaði að senda alríkislögregluliða til Chicago og Albuquerque Nýju-Mexíkó þar sem byssuofbeldisalda gengur yfir. Trump, sem á verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningarnar í haust, hefur hótað því að senda alríkislögreglulið til nokkurra borga sem demókratar stýra og sakað ráðamenn þar um að neita að tryggja öryggi borgaranna og alríkisbygginga. Forsetinn hefur meðal annars lýst ástandinu í Portland sem „verri en Afganistan“.
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Fleiri fréttir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Sjá meira
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38