Bandaríkin

Fréttamynd

Will Smith skeit á skó Chris Rock

Leikarinn Kevin Hart gaf uppistandaranum Chris Rock geitina Will Smith að gjöf þegar þeir héldu uppistand saman nýverið. Á sviðinu tók geitin upp á því að gera nýjum eiganda sínum grikk og skíta á hvíta skó hans.

Lífið
Fréttamynd

„Nóg af grúvi og góðu skapi“

Sara Mjöll Magnúsdóttir er jazz tónlistarkona, píanó- og hammond-orgel leikari sem stendur fyrir tónleikum á morgun, 28. júlí, á Skuggabaldri. Sara Mjöll stundar nám við William Paterson University og er búin að búa í New Jersey í Bandaríkjunum í nokkur ár. 

Tónlist
Fréttamynd

Paul Sor­vino er látinn

Leikarinn Paul Sorvino lést í gær, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas.

Lífið
Fréttamynd

Seglfiskur stakk konu í Flórída

Kona var stungin af kyrrahafsseglfisk við strendur Flórída-ríkis í Bandaríkjunum í síðustu viku. Konan var stunginn í nárann er hún stóð við hliðina á veiðimanni sem var með fiskinn á línunni. Líðan konunnar er stöðug.

Erlent
Fréttamynd

Musk þvertekur fyrir ásakanirnar

Elon Musk, forstjóri og stofnandi Tesla, neitar því að hafa nokkurn tímann átt í kynferðislegu sambandi með Nicole Shanahan, eiginkonu stofnanda Google, Sergey Brin.

Lífið
Fréttamynd

Átti eitt besta hlaup sögunnar og gekk frá heimsmetinu

Óhætt er að segja að hin bandaríska Sydney McLaughlin hafi stolið senunni á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Oregon í nótt. Hún lék sér að því að slá eigið heimsmet í 400 metra grindahlaupi.

Sport
Fréttamynd

Segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu

Toria Nuland, starfsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, segir Rússa ræna börnum frá Úkraínu og láti rússneskar fjölskyldur ættleiða þau. Hún segir Rússa hafa alls rænt allt að þúsund börnum.

Erlent
Fréttamynd

Vitnis­burður stað­festi að­gerðar­leysi Trump

Seinustu réttarhöld vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna í Washington D.C. þangað til í september voru haldin í gær. Þingnefndin nýtti réttarhöldin til þess að sýna fram á aðgerðarleysi Trump þegar það kom að árás stuðningsfólks hans á þinghúsið. Einblínt var á þær 187 mínútur sem liðu milli þess að Trump hvatti stuðningsfólk sitt til að ráðast að þinghúsinu og þegar hann sagði þeim að fara heim.

Erlent
Fréttamynd

Britney ber á Instagram

Poppstjarnan Britney Spears hefur á síðustu misserum birt myndir af sér í litlum klæðum á Instagram síðu sinni. Fyrr í dag fengu aðdáendur hennar að sjá nýja myndasyrpu frá Britney sem segist vera í Lundúnum.

Lífið