Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2023 10:50 Þýskir hermenn á Leopard 2 A6 skriðdreka. Útlit er fyrir að Úkraínumenn muni fá tugi Leopard 2 skriðdreka á næstu vikum og mánuðum. EPA/SASCHA STEINBACH Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. Þjóðverjar tilkynntu í morgun að þeir ætli að senda fjórtán skriðdreka til Úkraínu. Það er nóg til að mynda eitt undirfylki (e. company). Úkraínskir hermenn verða þjálfaðir á skriðdrekana í Þýskalandi. Ríkjum sem ætla að senda Úkraínumönnum skriðdreka hefur fjölgað á undanförnum dögum. Im Kabinett hat der @Bundeskanzler heute weitere Unterstützung an die #Ukraine mit der Lieferung von #Leopard 2 Panzern angekündigt. Auch Partnerländern wird eine entsprechende Genehmigung erteilt. Das ist eng mit den internationalen Partnern abgestimmt. https://t.co/e31Kf3V1oi— Steffen Hebestreit (@RegSprecher) January 25, 2023 Fyrir gærdaginn höfðu ráðamenn í Póllandi, Finnlandi, Tékklandi og Slóvakíu sagst tilbúnir til að senda Úkraínumönnum hlébarða. Bretar höfðu þar að auki tilkynnt að þeir ætli að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Hollendingar segjast tilbúnir til að kaupa Leopard 2 skriðdreka og gefa Úkraínumönnum. Nú í morgun bættust Spánverjar svo við hóp þeirra ríkja sem vilja senda eigin hlébarða, samkvæmt spænskum miðlum, og hafa sambærilega fréttir borist frá Portúgal. Þjóðverjar hafa verið undir nokkrum þrýstingi til að heimila skriðdrekasendingar til Úkraínu en þeir hafa krafist þess að aðrir bakhjarlar Úkraínu geri það sama. Sjá einnig: Hleypa hlébörðunum á vígvöllinn Í heildina er talið að um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar séu í notkun víða í Evrópu. Leopard 2A4.Western nations have pledged ever-more sophisticated military hardware in recent weeks to help Ukraine repel Russia's invasion, with all eyes in Kyiv on the German-made Leopard battle tanks#AFPGraphics pic.twitter.com/YlGoP1bbxs— AFP News Agency (@AFP) January 25, 2023 Þá sagði varnarmálaráðherra Svíþjóðar í morgun að Svíar gætu mögulega sent Úkraínumönnum skriðdreka seinna meir. Svíar eiga 122 skriðdreka sem byggja á Leopard 2 hönnuninni, samkvæmt Expressen. Þeir kallast Stridsvagn 122. Ríkisstjórn Frakklands er einni sögð vera að skoða það að senda Leclerc skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Danmörku segjast einnig opnir fyrir því að senda Leopard 2 A7, nýjustu tegund skriðdrekanna, til Úkraínu. Þá segir Aftenposten að Norðmenn séu að skoða hvort þeir hafi tök á að senda einnig skriðdreka. Bandaríkjamenn eru einnig sagðir ætla að tilkynna á næstu dögum að þeir ætli sér að senda fleiri en þrjátíu M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu en ólíklegt er að þeir muni skila sér á víglínurnar á næstu mánuðum. Langt í bandaríska skriðdreka Þeir skriðdrekar þykja óhentugri fyrir Úkraínumenn til skamms tíma, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Abrams skriðdrekar ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. New York Times hefur eftir herforingjanum Robert B. Abrams, syni mannsins sem skriðdrekarnir eru nefndir eftir sem hefur áratuga reynslu af notkun þeirra og annarra skriðdreka, að það gæti tekið langan tíma fyrir Úkraínumenn að byrja að nota þá. „Sá tími sem þarf til að komast á þann stað, til að geta byggt upp varahlutasafn, afhenda skriðdrekana, þjálfa áhafnirnar, þjálfa vélvirkja, að safna öllu sem þú þarft, hve langur er hann? Ég veit það ekki en þetta eru ekki einhverjir þrjátíu daga, ég get sagt þér það.“ Hann sagði þó að M1 Abrams skriðdrekarnir, sem eru með 120 millimetra fallbyssu, myndu hafa mikil áhrif þegar þeir verða teknir í notkun og þá sérstaklega gegn verri skriðdrekum Rússa. „Þeir munu tæta þá. Þessir skriðdrekar gera gat á hvað sem er.“ Þurfa vestræna skriðdreka Úkraínumenn hafa fengið mikinn fjölda skriðdreka sem þróaðir voru á tímum Sovétríkjanna frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu, og Rússum. Þeir hafa þó frá upphafi innrásar Rússa beðið um vestræna skriðdreka og önnur vestræn vopn. Á blaði eru þessir skriðdrekar betri en þeir rússnesku. Þar að auki eru aðrar ástæður fyrir því að Úkraínumenn hafa viljað og þurfa vestræna skriðdreka. Það er lítið sem bendir til þess að Rússar muni láta af innrás þeirra á næstunni og eru bæði Rússar og Úkraínumenn að byggja upp nýjar hersveitir og er búist við því að átökin muni harðna þegar vorið nálgast. Þessar hersveitir þurfa skrið- og bryndreka, auk annarra vopna og Úkraínumenn geta ekki notast við gamla sovéska skriðdreka að eilífu. Úkraínskir hermenn á bryndreka frá tímum Sovétríkjanna.AP/Kateryna Klochko Ellefu mánaða átök hafa kostað sitt í mannslífum og hergögnum og skriðdrekar þurfa viðhald, viðgerðir og varahluti, auk skotfæra. Í dag eru það einungis Rússar og aðrir sem eru þeim hliðhollir sem framleiða varahluti og skotfæri fyrir skriðdreka eins og T-72 og nýrri útgáfur í nægjanlegu magni. Það sama á við stórskotaliðsvopn en Úkraínumenn þurfa að snúa sér frekar að vestrænum vopnum svo þeir geti varist innrás Rússa til lengri tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ýjaði að því í ávarpi í gær og sagðist vonast eftir fleiri skriðdrekum frá bakhjörlum Úkraínumanna. „Þetta snýst ekki um fimm, tíu eða fimmtán skriðdreka. Þörfin er meiri en það.“ Erfitt að flytja mikið magn skriðdreka Þegar búið er að taka ákvörðun um að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu þarf að koma þeim þangað, sem gæti reynst flókið. Í frétt New York Times segir að hergagnasendingar vesturlanda til Úkraínu séu eitt best varða leyndarmál stríðsins. Bakhjarlar Úkraínu hafi áhyggjur af því að Rússar muni gera árásir á vegi og lestarteina sem notaður eru til að flytja hergögn á víglínurnar. Enn sem komið er er ekki vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á vopnasendingar til Úkraínu en heimildarmenn NYT hafa lýst ferlinu sem leikur kattar og músa og að Úkraínumenn hafi staðið sig mun betur. Úkraínskir hermenn eru sagðir fara til vopnageymsla Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu og taka við hergögnum þar. Þeir flytja hergögnin svo til Úkraínu og oft í dulbúnum bílalestum að nóttu til. Þegar kemur að skrið- og bryndrekum er þó erfitt að flytja þá öðruvísi en á lestum eða stærðarinnar eftirvögnum sem erfitt er að dulbúa eða flytja í laumi. Til að flytja með lest þyrfti að safna saman mörgum sérhönnuðum lestarvögnum og sérfræðingar segja ólíklegt að slíkt myndi fara fram hjá Rússum. Þá myndi taka mikinn tíma og mikið eldsneyti að flytja öll farartækin með vörubílum. Vesturlönd hafa þó þegar, eins og áður hefur komið fram, sent töluvert magn sovéskra skriðdreka til Úkraínu og ekki er vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á slíkar sendingar. Vestrænir skriðdrekar verða mikilvæg skotmörk í augum Rússa. Takist þeim til dæmis að gera árás á stóra sendingu til Úkraínu, myndi það líklega tefja frekari sendingar á víglínurnar og vera mikill áróðurssigur. Rússneskir T-90 skriðdrekar í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands „Brenna eins og aðrir“ Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fordæmdi það að Bandaríkjamenn ætluðu að senda skriðdreka til Úkraínu. Antonov sagði ljóst að Bandaríkjamenn væru vísvitandi að reyna að koma miklu höggi á Rússland. Ekki væri lengur hægt að tala um að bakhjarlar Úkraínu væru að útvega ríkinu varnarvopn og að um augljósa stigmögnun væri að ræða. Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði fyrr í mánuðinum að skriðdrekasendingar til Úkraínu myndu engin áhrif hafa á stöðu mála á víglínum landsins. Sjá einnig: Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Peskóv sló á svipaða strengi í morgun þegar hann sagði að sendi Vesturlönd vestræna skriðdreka til Úkraínu verði þeim grandað. „Þeir ofmeta hvaða áhrif þetta mun hafa á úkraínska herinn. Þessir skriðdrekar brenna eins og aðrir. Þeir eru bara dýrari.“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Þýskaland Bandaríkin Bretland Frakkland Slóvakía Finnland Tékkland Pólland NATO Svíþjóð Fréttaskýringar Noregur Danmörk Tengdar fréttir Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. 24. janúar 2023 11:01 Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Þjóðverjar tilkynntu í morgun að þeir ætli að senda fjórtán skriðdreka til Úkraínu. Það er nóg til að mynda eitt undirfylki (e. company). Úkraínskir hermenn verða þjálfaðir á skriðdrekana í Þýskalandi. Ríkjum sem ætla að senda Úkraínumönnum skriðdreka hefur fjölgað á undanförnum dögum. Im Kabinett hat der @Bundeskanzler heute weitere Unterstützung an die #Ukraine mit der Lieferung von #Leopard 2 Panzern angekündigt. Auch Partnerländern wird eine entsprechende Genehmigung erteilt. Das ist eng mit den internationalen Partnern abgestimmt. https://t.co/e31Kf3V1oi— Steffen Hebestreit (@RegSprecher) January 25, 2023 Fyrir gærdaginn höfðu ráðamenn í Póllandi, Finnlandi, Tékklandi og Slóvakíu sagst tilbúnir til að senda Úkraínumönnum hlébarða. Bretar höfðu þar að auki tilkynnt að þeir ætli að gefa Úkraínumönnum fjórtán Challenger 2 skriðdreka. Hollendingar segjast tilbúnir til að kaupa Leopard 2 skriðdreka og gefa Úkraínumönnum. Nú í morgun bættust Spánverjar svo við hóp þeirra ríkja sem vilja senda eigin hlébarða, samkvæmt spænskum miðlum, og hafa sambærilega fréttir borist frá Portúgal. Þjóðverjar hafa verið undir nokkrum þrýstingi til að heimila skriðdrekasendingar til Úkraínu en þeir hafa krafist þess að aðrir bakhjarlar Úkraínu geri það sama. Sjá einnig: Hleypa hlébörðunum á vígvöllinn Í heildina er talið að um tvö þúsund Leopard 2 skriðdrekar séu í notkun víða í Evrópu. Leopard 2A4.Western nations have pledged ever-more sophisticated military hardware in recent weeks to help Ukraine repel Russia's invasion, with all eyes in Kyiv on the German-made Leopard battle tanks#AFPGraphics pic.twitter.com/YlGoP1bbxs— AFP News Agency (@AFP) January 25, 2023 Þá sagði varnarmálaráðherra Svíþjóðar í morgun að Svíar gætu mögulega sent Úkraínumönnum skriðdreka seinna meir. Svíar eiga 122 skriðdreka sem byggja á Leopard 2 hönnuninni, samkvæmt Expressen. Þeir kallast Stridsvagn 122. Ríkisstjórn Frakklands er einni sögð vera að skoða það að senda Leclerc skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Danmörku segjast einnig opnir fyrir því að senda Leopard 2 A7, nýjustu tegund skriðdrekanna, til Úkraínu. Þá segir Aftenposten að Norðmenn séu að skoða hvort þeir hafi tök á að senda einnig skriðdreka. Bandaríkjamenn eru einnig sagðir ætla að tilkynna á næstu dögum að þeir ætli sér að senda fleiri en þrjátíu M1 Abrams skriðdreka til Úkraínu en ólíklegt er að þeir muni skila sér á víglínurnar á næstu mánuðum. Langt í bandaríska skriðdreka Þeir skriðdrekar þykja óhentugri fyrir Úkraínumenn til skamms tíma, þar sem rekstur þeirra er töluvert flóknari og umfangsmeiri en rekstur Leopard skriðdreka. Abrams skriðdrekar ganga til að mynda fyrir flugvélaeldsneyti og þurfa umfangsmeiri innviði en Leopard skriðdrekarnir, sem ganga fyrir hefðbundinni dísilolíu. New York Times hefur eftir herforingjanum Robert B. Abrams, syni mannsins sem skriðdrekarnir eru nefndir eftir sem hefur áratuga reynslu af notkun þeirra og annarra skriðdreka, að það gæti tekið langan tíma fyrir Úkraínumenn að byrja að nota þá. „Sá tími sem þarf til að komast á þann stað, til að geta byggt upp varahlutasafn, afhenda skriðdrekana, þjálfa áhafnirnar, þjálfa vélvirkja, að safna öllu sem þú þarft, hve langur er hann? Ég veit það ekki en þetta eru ekki einhverjir þrjátíu daga, ég get sagt þér það.“ Hann sagði þó að M1 Abrams skriðdrekarnir, sem eru með 120 millimetra fallbyssu, myndu hafa mikil áhrif þegar þeir verða teknir í notkun og þá sérstaklega gegn verri skriðdrekum Rússa. „Þeir munu tæta þá. Þessir skriðdrekar gera gat á hvað sem er.“ Þurfa vestræna skriðdreka Úkraínumenn hafa fengið mikinn fjölda skriðdreka sem þróaðir voru á tímum Sovétríkjanna frá öðrum ríkjum Austur-Evrópu, og Rússum. Þeir hafa þó frá upphafi innrásar Rússa beðið um vestræna skriðdreka og önnur vestræn vopn. Á blaði eru þessir skriðdrekar betri en þeir rússnesku. Þar að auki eru aðrar ástæður fyrir því að Úkraínumenn hafa viljað og þurfa vestræna skriðdreka. Það er lítið sem bendir til þess að Rússar muni láta af innrás þeirra á næstunni og eru bæði Rússar og Úkraínumenn að byggja upp nýjar hersveitir og er búist við því að átökin muni harðna þegar vorið nálgast. Þessar hersveitir þurfa skrið- og bryndreka, auk annarra vopna og Úkraínumenn geta ekki notast við gamla sovéska skriðdreka að eilífu. Úkraínskir hermenn á bryndreka frá tímum Sovétríkjanna.AP/Kateryna Klochko Ellefu mánaða átök hafa kostað sitt í mannslífum og hergögnum og skriðdrekar þurfa viðhald, viðgerðir og varahluti, auk skotfæra. Í dag eru það einungis Rússar og aðrir sem eru þeim hliðhollir sem framleiða varahluti og skotfæri fyrir skriðdreka eins og T-72 og nýrri útgáfur í nægjanlegu magni. Það sama á við stórskotaliðsvopn en Úkraínumenn þurfa að snúa sér frekar að vestrænum vopnum svo þeir geti varist innrás Rússa til lengri tíma. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ýjaði að því í ávarpi í gær og sagðist vonast eftir fleiri skriðdrekum frá bakhjörlum Úkraínumanna. „Þetta snýst ekki um fimm, tíu eða fimmtán skriðdreka. Þörfin er meiri en það.“ Erfitt að flytja mikið magn skriðdreka Þegar búið er að taka ákvörðun um að senda vestræna skriðdreka til Úkraínu þarf að koma þeim þangað, sem gæti reynst flókið. Í frétt New York Times segir að hergagnasendingar vesturlanda til Úkraínu séu eitt best varða leyndarmál stríðsins. Bakhjarlar Úkraínu hafi áhyggjur af því að Rússar muni gera árásir á vegi og lestarteina sem notaður eru til að flytja hergögn á víglínurnar. Enn sem komið er er ekki vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á vopnasendingar til Úkraínu en heimildarmenn NYT hafa lýst ferlinu sem leikur kattar og músa og að Úkraínumenn hafi staðið sig mun betur. Úkraínskir hermenn eru sagðir fara til vopnageymsla Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu og taka við hergögnum þar. Þeir flytja hergögnin svo til Úkraínu og oft í dulbúnum bílalestum að nóttu til. Þegar kemur að skrið- og bryndrekum er þó erfitt að flytja þá öðruvísi en á lestum eða stærðarinnar eftirvögnum sem erfitt er að dulbúa eða flytja í laumi. Til að flytja með lest þyrfti að safna saman mörgum sérhönnuðum lestarvögnum og sérfræðingar segja ólíklegt að slíkt myndi fara fram hjá Rússum. Þá myndi taka mikinn tíma og mikið eldsneyti að flytja öll farartækin með vörubílum. Vesturlönd hafa þó þegar, eins og áður hefur komið fram, sent töluvert magn sovéskra skriðdreka til Úkraínu og ekki er vitað til þess að Rússum hafi tekist að gera árás á slíkar sendingar. Vestrænir skriðdrekar verða mikilvæg skotmörk í augum Rússa. Takist þeim til dæmis að gera árás á stóra sendingu til Úkraínu, myndi það líklega tefja frekari sendingar á víglínurnar og vera mikill áróðurssigur. Rússneskir T-90 skriðdrekar í Úkraínu.AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands „Brenna eins og aðrir“ Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem hann fordæmdi það að Bandaríkjamenn ætluðu að senda skriðdreka til Úkraínu. Antonov sagði ljóst að Bandaríkjamenn væru vísvitandi að reyna að koma miklu höggi á Rússland. Ekki væri lengur hægt að tala um að bakhjarlar Úkraínu væru að útvega ríkinu varnarvopn og að um augljósa stigmögnun væri að ræða. Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, sagði fyrr í mánuðinum að skriðdrekasendingar til Úkraínu myndu engin áhrif hafa á stöðu mála á víglínum landsins. Sjá einnig: Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta Peskóv sló á svipaða strengi í morgun þegar hann sagði að sendi Vesturlönd vestræna skriðdreka til Úkraínu verði þeim grandað. „Þeir ofmeta hvaða áhrif þetta mun hafa á úkraínska herinn. Þessir skriðdrekar brenna eins og aðrir. Þeir eru bara dýrari.“
Rýnt í stöðuna í Úkraínu Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Þýskaland Bandaríkin Bretland Frakkland Slóvakía Finnland Tékkland Pólland NATO Svíþjóð Fréttaskýringar Noregur Danmörk Tengdar fréttir Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. 24. janúar 2023 11:01 Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30 Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30 Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07 Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Biðja formlega um leyfi til skriðdrekasendinga Yfirvöld í Póllandi hafa sent formlega beiðni til Þýskalands um leyfi til þess að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Ráðamenn í Póllandi hafa gefið í skyn að verði beiðninni hafnað muni þeir samt senda skriðdrekana en Þjóðverjar hafa verið undir miklum þrýstingi að undanförnu vegna málsins. 24. janúar 2023 11:01
Vopnaframleiðandinn Rheinmetall vill senda skriðdreka til Úkraínu Þýska vopnaframleiðslufyrirtækið Rheinmetall getur séð Úkraínumönnum fyrir 139 Leopard skriðdrekum ef þörf krefur. Frá þessu greindi talsmaður Rheinmetall í samtali við fjölmiðlasamsteypuna RND. 24. janúar 2023 07:30
Telur hæpið að Rússar verði reknir á brott á þessu ári Mark Milley, formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, segist telja óraunhæft að búast við því að Úkraínumenn geti rekið allar rússneskar hersveitir út úr Úkraínu á þessu ári. Hann sagðist ekki telja það ómögulegt en sagðist telja að stríðið í Úkraínu myndi enda við samningaborðið, eins og flest önnur stríð. 21. janúar 2023 22:30
Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. 21. janúar 2023 09:07
Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. 20. janúar 2023 15:56
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54