Pamela Anderson segir Tim Allen hafa flassað sig Bjarki Sigurðsson skrifar 23. janúar 2023 09:16 Pamela Anderson hefur sakað leikarann Tim Allen um kynferðislega áreitni. Getty/Fotonoticias Í nýrri bók Pamela Anderson, Love, Pamela, sakar hún leikarann Tim Allen um að hafa berað sig fyrir framan sig á tökustað þáttanna Home Improvement. Allen hefur neitað ásökunum Anderson. Ævisaga Pamela Anderson kemur í verslanir þann 31. janúar næstkomandi. Þó hafa nokkur atriði úr bókinni lekið í fjölmiðla, meðal annars það að Anderson segir leikarann Tim Allen hafa berað sig fyrir framan hana árið 1991 þegar þau voru á tökustað grínþáttanna Home Improvement. Bókin Love, Pamela kemur í verslanir undir lok þessa mánaðar. Anderson var 23 ára gömul á þessum tíma en hún vill meina að atvikið hafi átt sér stað á fyrsta tökudegi þáttanna. Allen fór með aðalhlutverk þáttanna og lék handlagna heimilisföðurinn Timothy Taylor. Anderson fór með hlutverk Lisu sem starfaði við gerð þátta Taylor, Tool Time. „Ég labbaði út úr búningsherberginu mínu og Tim var á ganginum í slopp. Hann losaði um sloppinn og beraði sig snögglega, hann var alveg nakinn. Hann sagði að það væri sanngjarnt því hann hafði séð mig nakta,“ segir í bók Anderson. Allen var 37 ára á þessum tíma og var líklegast að vitna til þess að Anderson hafði setið fyrir hjá Playboy-tímaritinu. Í stuttri yfirlýsingu sem leikarinn sendi Variety segir hann atvikið ekki hafa átt sér stað. Hann sagðist aldrei myndu gera slíkan hlut. Tim Allen neitar ásökunum Anderson.Getty/Momodu Mansaray Anderson yfirgaf þættina eftir tvær þáttaraðir til að leika í Baywatch en sneri aftur í sjöttu þáttaröð. Alls voru gerðar átta þáttaraðir og lék Allen í þeim öllum. Allen er einnig þekktur fyrir hlutverk í þáttunum Last Man Standing og kvikmyndirnar The Santa Clause eitt og tvö. Þá ljáði hann Bósa Ljósár rödd sína í Toy Story-kvikmyndunum. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Ævisaga Pamela Anderson kemur í verslanir þann 31. janúar næstkomandi. Þó hafa nokkur atriði úr bókinni lekið í fjölmiðla, meðal annars það að Anderson segir leikarann Tim Allen hafa berað sig fyrir framan hana árið 1991 þegar þau voru á tökustað grínþáttanna Home Improvement. Bókin Love, Pamela kemur í verslanir undir lok þessa mánaðar. Anderson var 23 ára gömul á þessum tíma en hún vill meina að atvikið hafi átt sér stað á fyrsta tökudegi þáttanna. Allen fór með aðalhlutverk þáttanna og lék handlagna heimilisföðurinn Timothy Taylor. Anderson fór með hlutverk Lisu sem starfaði við gerð þátta Taylor, Tool Time. „Ég labbaði út úr búningsherberginu mínu og Tim var á ganginum í slopp. Hann losaði um sloppinn og beraði sig snögglega, hann var alveg nakinn. Hann sagði að það væri sanngjarnt því hann hafði séð mig nakta,“ segir í bók Anderson. Allen var 37 ára á þessum tíma og var líklegast að vitna til þess að Anderson hafði setið fyrir hjá Playboy-tímaritinu. Í stuttri yfirlýsingu sem leikarinn sendi Variety segir hann atvikið ekki hafa átt sér stað. Hann sagðist aldrei myndu gera slíkan hlut. Tim Allen neitar ásökunum Anderson.Getty/Momodu Mansaray Anderson yfirgaf þættina eftir tvær þáttaraðir til að leika í Baywatch en sneri aftur í sjöttu þáttaröð. Alls voru gerðar átta þáttaraðir og lék Allen í þeim öllum. Allen er einnig þekktur fyrir hlutverk í þáttunum Last Man Standing og kvikmyndirnar The Santa Clause eitt og tvö. Þá ljáði hann Bósa Ljósár rödd sína í Toy Story-kvikmyndunum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira