Lífið

Hrak­falla­bálkurinn Jay Leno á bata­vegi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðeins tveir mánuðir eru síðan Jay Leno lenti í slysi þegar hann var að gera við gufuknúinn fornbíl.
Aðeins tveir mánuðir eru síðan Jay Leno lenti í slysi þegar hann var að gera við gufuknúinn fornbíl. Getty/Rodriguez

Þáttastjórnandinn Jay Leno er á batavegi eftir að hafa slasast illa í mótorhjólaslysi í síðustu viku. Það eru aðeins tveir mánuðir síðan Leno brenndist illa í andliti.

Þáttastjórnandinn féll af mótorhjóli sínu 17. janúar síðastliðinn og braut viðbein, tvö rifbein og báðar hnéskeljar. Leno var að prófa rúmlega áttatíu ára gamalt mótorhjól af gerðinni Indian. Hann segist hafa fundið lykt af eldsneyti og ákveðið að beygja inn á bílaplan. Fyrir bílaplaninu var vír, sem Leno sá ekki, og féll hann því af hjólinu þegar hann keyrði á vírinn með fyrrgreindum afleiðingum.

„Ég er í lagi, ég er í lagi. Ég er að fara að vinna þessa helgi,“ sagði hann merkilega brattur við Las Vegas Review.

Jay Leno er mikill bílaáhugamaður og safnari og eins og fyrr segir eru aðeins tveir mánuðir síðan hann brenndist illa þegar hann var að gera við 115 ára gamlan gufuknúinn bíl. Stífla var í eldsneytiskerfi bílsins, sem brast, og sprautaðist þá eldsneyti yfir andlit Leno. Neisti komst í vökvann sem kveikti í honum. Þáttastjórnandinn hlaut þriðja stigs bruna af.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×