Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. janúar 2023 08:10 Santos ásamt öðrum umdeildum þingmanni Repúblikanaflokksins, Marjorie Taylor Greene. epa/Shawn Thew Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. Demókratarnir, Joe Morelle og Gregory Meeks, segir þjóðaröryggi Bandaríkjanna mögulega í húfi. Santos hefur, eins og þekkt er orðið, gerst uppvís að því að skálda ferilskrá sína og lífshlaup en hefur engu að síður tekið sæti á þinginu og meira að segja verið skipaður í þingnefndir. Morelle og Meeks segja í áskorun sinni til McCarthy að Santos hafi brugðist trausti almennings við mörg tilefni og að aðgengi hans að ríkisleyndarmálum feli í sér töluverða áhættu með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þingmennirnir vilja ekki bara takmarka aðgengi Santos að gögnum heldur einnig að fundum þar sem öryggismál eru til umræðu. McCarthy hefur þegar sagt að hann hyggist ekki grípa til aðgerða gegn Santos, enn sem komið er. Þess ber að geta að til þess að ná loks meirihluta í 15. umferð atkvæðagreiðslunnar um þingforseta, samþykkti McCarthy þá reglubreytingu sem nú hefur gengið í gegn að það þarf aðeins einn þingmann til að kalla eftir atkvæðagreiðslu um afsögn þingforseta. McCarthy á þannig mikið undir því að halda flokkssystkinum sínum ánægðum. Komið hefur í ljós að Santos, 34 ára, sætir rannsóknum á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins og í Brasilíu, þar sem hann liggur undir grun um að hafa notað stolna tékka. Þá var hann þekktur sem Anthony Devolder um tíma og hefur orðið uppvís að furðulegum lygum, til dæmis að hafa átt að birtast í Vogue. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Demókratarnir, Joe Morelle og Gregory Meeks, segir þjóðaröryggi Bandaríkjanna mögulega í húfi. Santos hefur, eins og þekkt er orðið, gerst uppvís að því að skálda ferilskrá sína og lífshlaup en hefur engu að síður tekið sæti á þinginu og meira að segja verið skipaður í þingnefndir. Morelle og Meeks segja í áskorun sinni til McCarthy að Santos hafi brugðist trausti almennings við mörg tilefni og að aðgengi hans að ríkisleyndarmálum feli í sér töluverða áhættu með tilliti til þjóðaröryggishagsmuna. Þingmennirnir vilja ekki bara takmarka aðgengi Santos að gögnum heldur einnig að fundum þar sem öryggismál eru til umræðu. McCarthy hefur þegar sagt að hann hyggist ekki grípa til aðgerða gegn Santos, enn sem komið er. Þess ber að geta að til þess að ná loks meirihluta í 15. umferð atkvæðagreiðslunnar um þingforseta, samþykkti McCarthy þá reglubreytingu sem nú hefur gengið í gegn að það þarf aðeins einn þingmann til að kalla eftir atkvæðagreiðslu um afsögn þingforseta. McCarthy á þannig mikið undir því að halda flokkssystkinum sínum ánægðum. Komið hefur í ljós að Santos, 34 ára, sætir rannsóknum á öllum stigum bandaríska stjórnkerfisins og í Brasilíu, þar sem hann liggur undir grun um að hafa notað stolna tékka. Þá var hann þekktur sem Anthony Devolder um tíma og hefur orðið uppvís að furðulegum lygum, til dæmis að hafa átt að birtast í Vogue.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira