Bandaríkin

Fréttamynd

Einn Bítla ISIS dæmdur í lífs­tíðar­fangelsi

El Shafee Elsheikh var í dag dæmdur í lífstíðarfangelsi í Bandaríkjunum fyrir að hafa komið að dauða fjögurra bandarískra gísla. Hann var hluti alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gekk undir nafninu Bítlarnir.

Erlent
Fréttamynd

Særðu sjö þegar þeir skutu á mann með hendur á lofti

Saksóknarar í Denver í Bandaríkjunum hafa stofnað til rannsóknar á atviki frá því í júlí þar sem þrír lögregluþjónar særðu sex óbreytta borgara í skothríð fyrir utan skemmtistað. Skothríðin hófst þegar maðurinn kastaði frá sér skammbyssu og rétti upp hendurnar.

Erlent
Fréttamynd

Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara

Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020.

Erlent
Fréttamynd

Fjármálastjóri Trumps játar skattsvik

Allen Weisselberg, fjármálastjóri fyrirtækis Donalds Trump til áratuga, hefur játað að hafa svikið undan skatti. Það gerði hann vegna samkomulags við saksóknara í New York en samkomulagið felur meðal annars í sér að hann mun mögulega bera vitni í máli saksóknaranna gegn fyrirtækinu, sem heitir Trump Organization.

Erlent
Fréttamynd

Lyfjaverslanirnar dæmdar fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum

Alríkisdómstóll hefur úrskurðað að þrjár stærstu lyfjaverslanakeðjur Bandaríkjanna þurfi að greiða 650 milljónir dala í sekt fyrir sinn þátt í ópíóðafaraldrinum í tveimur sýslum í Ohio. Umræddar keðjur eru Wallgreens Boots, CVS og lyfjaverslanir Walmart.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar sér að stöðva Trump hvað sem það kostar

Fulltrúadeildarþingmaðurinn Liz Cheney hefur heitið því að nýta næstu tvö ár í að gera allt sem í hennar valdi stendur til að koma í veg fyrir að Donald Trump snúi aftur í Hvíta húsið. Hún útilokar ekki forsetaframboð í forsetakosningunum eftir tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Komin á skotpall fyrir fyrstu tunglferðina

Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) luku í dag við að flytja fyrstu eldflaug Artemis-áætlunarinnar á skotpall í Flórída. Var það gert fyrir fyrstu tunglferð áætlunarinnar en til stendur að skjóta eldflauginni á loft eftir tæpar tvær vikur.

Erlent
Fréttamynd

Gefur út skólínu á lokametrum meðgöngunnar

Fyrirsætan og tískubloggarinn Andrea Röfn Jónasdóttir er að gefa út nýja samstarslínu með danska skómerkinu JoDis en samstarf þeirra hefur vakið mikla lukku fram að þessu. Vísir náði tali af Andreu þar sem hún var stödd á fæðingardeildinni í Boston í gangsetningu.

Lífið
Fréttamynd

Liz Chen­ey hafnað af Repúbli­könum í Wyoming

Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins.

Erlent
Fréttamynd

„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu.

Lífið
Fréttamynd

Veðja á hljóðfráar farþegaþotur að nýju

Bandaríska flugfélagið American Airlines hefur lagt inn pöntun fyrir allt að tuttugu hljóðfráun farþegaþotum frá flugvélaframleiðendanum Boom Supersonic. Hljóðfráar farþegaþotur hafa ekki verið í notkun frá því að hætt var að fljúga Concorde vélum snemma á þessari öld.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Leikstjórinn Wolfgang Petersen allur

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen er látinn, 81 árs að aldri. Hann var best þekktur fyrir kvikmyndir á borð við Das Boot, Air Force One og The Perfect Storm.

Erlent
Fréttamynd

Hægri­sinnaðir fá sitt eigið stefnu­móta­for­rit

Hægrisinnaðir Bandaríkjamenn geta í september skráð sig á stefnumótaforrit sem er einungis fyrir hægrisinnaða einstaklinga en forritið heitir, „The Right Stuff.“ Hægrisinnaði milljarðamæringurinn Peter Thiel fjárfesti í forritinu fyrir eina og hálfa milljón dollara en Thiel er sjálfur samkynhneigður.

Erlent
Fréttamynd

Giuliani með stöðu grunaðs manns

Rudolph W. Giuliani, fyrrverandi lögmaður Donalds Trump og fyrrverandi borgarstjóri New York, hefur verið tilkynnt að hann hafi stöðu grunaðs manns í rannsókn yfirvalda í Georgíu á afskiptum Trumps og bandamanna hans af forsetakosningunum árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Jill Biden með Covid

Jill Biden, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur greinst smituð af Covid-19. Hún er bólusett og hefur einungis sýnt væg einkenni, samkvæmt tilkynningu frá Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

A$AP Rocky ákærður fyrir að skjóta á mann

Rapparinn A$AP Rocky var í gær ákærður fyrir að miða byssu að fyrrverandi vini sínum í Hollywood í fyrra og hleypa af tveimur skotum. Raunverulegt nafn rapparans er Rakim Athelaston Mayers og er hann 33 ára gamall.

Erlent
Fréttamynd

Eldri kona drepin af krókódíl

Lík 88 ára gamallar konu fannst í tjörn í Suður-Karólínu í gær en talið er að hún hafi verið drepin af krókódíl (flatmunna) er hún var í garði sínum. Konan er sögð hafa búið í íbúðakjarna fyrir eldra fólk í Hilton Head Island.

Erlent