Bandaríkin

Fréttamynd

Bannon dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi

Bandarískur alríkisdómstóll dæmdi Steve Bannon, fyrrverandi skrifstofustjóra Hvíta húss Donalds Trump, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að hunsa stefnu nefndar Bandaríkjaþings í dag. Nefnd sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið stefndi Bannon til að bera vitni en hann óhlýðnaðist henni.

Erlent
Fréttamynd

Spacey sýknaður af því að hafa misnotað leikara

Kviðdómur í New York sýknaði Kevin Spacey af ásökunum um að hann hefði reynt að nauðga leikaranum Anthony Rapp þegar sá síðarnefndi var táningur á tíunda áratug síðustu aldar. Lögmaður Rapp sakaði Spacey um að ljúga fyrir dómi.

Erlent
Fréttamynd

Ætluðu að nota Tiktok til að njósna um á­kveðna ein­stak­linga

Móðurfélag kínverska samfélagsmiðilsins Tiktok er sagt hafa ætlað sér að nota miðilinn til þess að fylgjast með staðsetningu ákveðinna bandarískra notenda án vitundar þeirra eða samþykkis. Bandaríkjastjórn hefur rannsakað hvort kínversk stjórnvöld gætu komist yfir persónuupplýsingar Bandaríkjamanna í gegnum miðilinn.

Erlent
Fréttamynd

Diplómatafrú viðurkenndi að hafa ekið á breskan pilt

Eiginkona bandarísks diplómata viðurkenndi að hún hefði orðið táningspilt að bana með því að aka bíl sínum ógætilega fyrir breskum dómstól í gær. Málið olli milliríkjadeilu á milli bandarískra og breskra stjórnvalda.

Erlent
Fréttamynd

Niemann stefnir Carl­sen og krefst 15 milljarða króna

Skákmaðurinn umtalaði, Hans Niemann hefur birt lögsókn sína gegn öflum innan skákheimsins vegna skemmda sem aðilarnir eru sagðir hafa unnið á orðspori Niemann. Meðal þeirra aðila sem lögsóttir eru eru skákmaðurinn Magnus Carlsen og skákvefurinn Chess.com.

Sport
Fréttamynd

Trump bar vitni í nauðgunarmáli í dag

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, bar í dag vitni vegna málaferla rithöfundarins E. Jean Carroll, sem hefur sakað hann um nauðgun. Þetta var í fyrsta sinn sem lögmenn hennar gátu spurt forsetann fyrrverandi spurninga þar sem hann er eiðsvarinn.

Erlent
Fréttamynd

Upp­­skeru­brestur í Flórída ýtir verði á appel­sínu­safa í met­hæðir

Verð á appelsínusafa í Bandaríkjunum hefur aldrei verið hærra vegna þess uppskerubrests sem er nú í kortunum. Fellibylurinn Ian sem gekk yfir Flórída í Bandaríkjunum fyrir tæpum mánuði síðan er helsta ástæðan, að því er fjölmiðlar vestra greina frá. Nánast öll appelsínuframleiðsla Bandaríkjanna á uppruna sinn í sólskinsríkinu Flórída.

Innherji
Fréttamynd

Banda­rískir upp­gjafar­her­foringjar flykkjast í þjónustu krón­prinsins

Tugir uppgjafarherforingja og flotaforingja eru á meðal hundruð bandarískra hermanna sem drýgja eftirlaun sín með því að vinna fyrir erlendar ríkisstjórnir, aðallega í löndum þar sem mannréttindabrot og kúgun er daglegt brauð. Fjöldi þeirra er í þjónustu krónprins Sádi-Arabíu og fjölgaði þeim eftir hrottalegt morð á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Erlent
Fréttamynd

Einangraður og umdeildur eftir röð hatursfullra ummæla

Rapparinn Kanye West á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en ummæli hans og hegðun síðastliðnar vikur hafa vakið talsverða athygli. Samfélagsmiðlar hafa lokað á aðgang hans og fyrirtæki slitið öll tengsl við hann. Ekkert lát virðist vera á hatursfullum ummælum hans en af ýmsu er að taka.

Lífið
Fréttamynd

Cor­d­en aftur vel­kominn eftir skít og skammir gær­dagsins

Þáttastjórnandinn og grínistinn James Corden er aftur velkominn á veitingastaðinn Balthazar eftir að hafa beðist afsökunar. Eigandi staðarins setti Corden í straff í gær og lýsti honum sem versta og dónalegasta kúnnanum í 25 ára sögu staðarins. Bannið varði aðeins í nokkrar klukkustundir og grínaðist eigandinn með að aflétta banninu fengi hann að taka við þætti Cordens í níu mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

Reynir ekki að gera öllum til geðs

Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson er að gefa út nýja bók sem ber heitið Tíu skilaboð. „Ég leyfi mér að segja þann sannleika sem ég trúi að sé réttur í staðinn fyrir að reyna gera öllum til geðs,“ segir hann um bókina.

Lífið
Fréttamynd

Fordæma drónaárásir Rússa á óbreytta borgara

Hvíta húsið fordæmdi í dag sjálfsprengidrónaárásir Rússa á borgaraleg skotmörk í borgum og bæjum Úkraínu. Talskona Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, sagði á blaðamannafundi að Bandaríkjamenn myndu standa áfram við bakið á Úkraínumönnum og að Rússar myndu gjalda fyrir stríðsglæpi þeirra í Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Sagður hafa okrað á ríkinu fyrir lífvörslu

Fyrirtæki Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, rukkaði lífverði forsetans meira fyrir herbergi í eignum fyrirtækisins en opinberum starfsmönnum er heimilt að greiða. Þetta gerðist minnst fjörutíu sinnum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar, en tvisvar sinnum voru lífverðirnir rukkaðir fyrir meira en ellefu hundruð dali fyrir nóttina.

Erlent
Fréttamynd

Ye kaupir eigin samfélagsmiðil

Listamaðurinn Ye, eða Kanye West, ætlar að kaupa Parler, sem er umdeildur og áhrifalítill samfélagsmiðill, skömmu eftir að hann var bannaður á Twitter og Instagram vegna færslna sem innihalda gyðingahatur. Ye segir samfélagsmiðla ekki halda uppi málfrelsi og því hafi hann keypt eigin miðil.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Maxwell segist víst hafa verið góð vinkona Andrésar prins

Ghislaine Maxwell, sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm fyrir að hafa aðstoðað barnaníðinginn Jeffrey Epstein við að finna og tæla unglingsstúlkur, segist kenna í brjósti um Andrés, bróður Karls III Bretakonungs. Hún segir jafnframt að þau hafi verið góðir vinir, þvert á það sem Andrés heldur fram.

Erlent
Fréttamynd

„Við verðum að klára athöfnina, annars vinna þau“

Á meðan Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, fylgdist með árásinni á þinghúsið í Washington DC þann 6. janúar í fyrra, í sjónvarpinu og neitaði að gefa út yfirlýsingu um að stuðningsmenn hans ættu að láta af árásinni, voru leiðtogar þingsins að vinna að því að reyna að stöðva árásina.

Erlent
Fréttamynd

Cuba Gooding Jr. sleppur við fangelsi

Leikarinn Cuba Gooding Jr. slapp við fangelsisrefsingu þegar dómur yfir honum var kveðinn upp í dag í New York ríki. Hann játaði að hafa kynferðislega áreitt þrjár konur árin 2018 og 2019. Með því skilyrði að halda áfengismeðferð sinni áfram hlaut hann sex mánaða skilorðsbundinn dóm. 

Erlent
Fréttamynd

Stefna Trump til að mæta fyrir þingnefndina

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra samþykkti einróma á opnum fundi nefndarinnar að stefna Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, til að mæta fyrir þingnefndina.

Erlent
Fréttamynd

Ekki á þeim buxunum að greiða milljarðinn sem hann skuldar

Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones virtist gefa það til kynna að enginn möguleiki væri á því að hann myndi greiðar gríðarlega háar skaðabætur sem hann var dæmdur til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook.

Erlent
Fréttamynd

Bein útsending: Segja Trump enn ógna lýðræðinu í Bandaríkjunum

Þingnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árásina á þinghúsið þann 6. janúar í fyrra heldur opin fund í kvöld þar sem til stendur að skoða hugarástand Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, þegar árásin átti sér stað. Einnig ætla meðlimir nefndarinnar að ítreka það að lýðræði Bandaríkjanna stafi enn ógn af Trump og fylgjendum hans.

Erlent
Fréttamynd

Ekki dæmdur til dauða fyrir árásina í Parkland

Kviðdómendur hafa komist að þeirri niðurstöðu að Nikolas Cruz, sem myrti sautján manns í skóla í Parkland í Flórída árið 2018, eigi ekki að vera tekinn af lífi. Þetta var gert opinbert rétt í þessu en saksóknarar höfðu farið fram á dauðadóm eftir að Cruz, sem er fæddur árið 1998, játaði ódæðið í Marjory Stoneman Douglas-skólanum.

Erlent
Fréttamynd

Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt

Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin.

Erlent