„Ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus“ Máni Snær Þorláksson skrifar 24. febrúar 2023 11:38 Skjáskot úr tónlistarmyndbandinu. Síðastliðinn miðvikudag gaf tónlistarkonan Nanna Bryndís Hilmarsdóttir út sitt annað sólólag. Laginu fylgir tónlistarmyndband sem leikstýrt er af Þóru Hilmarsdóttur. Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu. Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Nanna Bryndís er hvað þekktust fyrir að vera söngkona hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem óhætt er að segja að hafi farið sigurför um heiminn. Núna er væntanleg sóló plata frá Nönnu en hún kemur út þann 5. maí næstkomandi. Á meðal laganna sem verða á plötunni er Crybaby sem kom út á miðvikudaginn. Lagið er samið í húsi Nönnu í sveitinni. Það ferðaðist síðan yfir hafið til New York, þar tók Nanna lagið upp í Long Pond hljóðverinu hjá Aaron Dessner. Nanna tók lagið svo aftur til Íslands þar sem hún lagði lokahönd á það. „Ég samdi lagið upp í sveit. Ég fór þangað til þess að vera ein og ég man að ég lá á gólfinu, spilandi á gítarinn í einhverjum mínus yfir allskonar. Mér fannst það pínu dramatískt og fyndið svo ég kallaði lagið Crybaby til að hlæja smá af þessu öllu saman,“ er haft eftir Nönnu í tilkynningu. „Þetta setti tóninn fyrir mikið af plötunni, þetta með að reyna að taka sjálfa sig ekki of alvarlega þótt þér líði þannig.“ Sem fyrr segir er myndbandinu við lagið leikstýrt af Þóru Hilmarsdóttur. Í því má sjá Nönnu dansa eina undir diskókúlu í fámennri samkomu. „Hún virðist vera í sínum eigin heimi á meðan hún reynir að ná athygli og tengjast gestunum,“ segir í tilkynningunni. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Nanna - Crybaby Greint var frá því í vikunni að Nanna kæmi fram á Iceland Airwaves hátíðinni í nóvember. Það verða þó ekki einu tónliekarnir hennar í ár því hún ætlar í tónleikaferðalag í Bandaríkjunum í sumar. Ástralska tónlistarkonan Indigo Sparke mun hita upp fyrir Nönnu á tónleikunum úti. Nánari upplýsingar má finna um tónleikana á vefsíðu Nönnu.
Tónlist Of Monsters and Men Bandaríkin Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira