Erlent

Tók sjálfu yfir njósna­belgnum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sjálfa flugmannsins með njósnabelginn í bakgrunni hefur vakið mikla kátínu innan veggja Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna.
Sjálfa flugmannsins með njósnabelginn í bakgrunni hefur vakið mikla kátínu innan veggja Pentagon, varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna

Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert opinbera svokallaða „sjálfu“ (e. selfie) flugmanns sem tekin var fyrir ofan kínverska njósnabelginn sem var skotinn niður á dögunum.

Myndin, sem er hér efst í fréttinni, var tekin úr stjórnklefa U-2 flugvélar bandaríska hersins, sem var notuð til að fylgjast með ferðum belgsins. Bandaríkjamenn telja um njósnatæki að ræða en kínversk stjórnvöld segja belginn hafa verið notaðan til veðurmælinga. Hann hafi farið af leið og þess vegna svifið yfir Bandaríkjunum.

Belgurinn var skotinn niður 4. febrúar yfir Suður-Karólínu en hann kom fyrst inn í bandaríska lofthelgi 28. janúar, þá yfir Alaska.

Myndin sem um ræðir var tekin daginn áður en belgurinn var skotinn niður og er hún samkvæmt frétt BBC í miklu uppáhaldi hjá þeim sem starfa í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Biden segir lík­lega um að ræða belgi frá einka­aðilum

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur loksins tjáð sig um óþekktu loftförin sem voru skotin niður í Bandaríkjunum og Kanada á dögunum. Segir hann líklega um að ræða loftför á vegum rannsóknarstofnana eða einkaaðila, sem ekki tengjast njósnaáætlun Kínverja.

Ýmsir kostir við njósna­belgi en vont að vera nappaður

Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×