Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Þúsundir mann fylgdust með ræðu Joe Biden í Varsjá í dag þar sem hann sagði grimmd einræðisins aldrei geta sigrað þá sem elskuðu frelsið. AP/Michal Dyjuk Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. Vladimir Putin forseti Rússlands var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu til beggja deilda rússneska þingsins og hersins í dag. Rússar ættu ekki í baráttu við almenning í Úkraínu sem óskaði þess að vera frelsað af Rússum frá árásarstríði Vesturlanda gegn Rússlandi. Þingmenn og yfirmenn hersins hlustuðu á tæplega tveggja tíma ræðu Rússlandsforseta um illsku Vesturlanda og sakleysi Rússa og ást þeirra á almenningi í Úkraínu.AP/Sergei Savostyanov „Almenningur í Úkraínu er í gíslingu stjórnarinnar í Kænugarði og vestrænna meistara hennar, sem hafa í raun hertekið landið pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega,“ sagði Putin í ávarpi sínu. Þessum öflum væri sama um fólkið í Úkraínu og hefði búið það til slátrunar. „Þetta er sorglegt og maður hræðist að tala um það. En þetta er staðreynd,“ sagði Rússlandsforseti og uppskar mikið klapp. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa fallið í innrás hans í Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni standa að baki Úkraínu allt til sigurs.AP/Evan Vucci Það kvað við allt annan tón í ávarpi Joe Biden Bandaríkjaforseta í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. „Fyrir einu ári óttaðist heimurinn að Kænugarður myndi falla. Ég er nýkominn úr heimsókn til Kænugarðs og ég get sagt ykkur að borgin stendur sterk. Kænugarður stendur með stolti og það sem mestu máli skiptir borgin er frjáls,“ sagði Biden. Putin segir Vesturlönd hins vegar hafa byrjað stríðið og þau ætli sér að gereyða Rússlandi. Breyta staðbundnum átökum í alheimsátök. Biden segir Rússlandsforseta hins vegar hafa misreiknað sig. „Hann hélt að NATO myndi koðna niður og sundrast. Þess í stað er NATO sameinaðra og þar er meiri samstaða en nokkru sinni áður. Hann hélt að hann gæti beitt orkunni sem vopni, og beygt Evrópu. Þess í stað vinnum við saman að því að gera Evrópu óháða jarðefnaeldsneyti frá Rússum,“ sagði Biden. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd ekki hafa upp á annað að bjóða en úrkynjun. Þau hafi gert árás á Rússland og beri ábyrgð á stríðinu. AP/(Mikhail Metzel Putin segir Vesturlönd hins vegar gera sér grein fyrir að þau geti ekki sigrað Rússland á vígvellinum. Þau beittu því upplýsingaóreiðu og sögulegum lygum. Svo læddi hann að sannleikskorni um Vesturlönd, eða hvað? „Sjáið hvað Vesturlönd gera sínu eigin fólki. Niðurrif fjölskyldunnar, menningarlegra og þjóðlegra gilda, öfuguggaháttinn, misnotkun á börnum vegna barnagirndar sem lýst er sem eðlilegum hluta af lífi þeirra,“ sagði Putin um hin siðspilltu Vesturlönd. „Einræðisherra sem ætlar að byggja heimsveldi getur aldrei dregið úr ást fólksins á frelsinu. Grimmd mun aldrei mylja mátt hinn frjálsu og Rússar munu aldrei hafa sigur í Úkraínu,“ sagði Joe Biden við mikinn fögnuðalmennings og forystufólks frá Póllandi og víðar sem var á staðnum til að hlusta á ávarp hans. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Pólland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Vladimir Putin forseti Rússlands var á kunnuglegum slóðum í ávarpi sínu til beggja deilda rússneska þingsins og hersins í dag. Rússar ættu ekki í baráttu við almenning í Úkraínu sem óskaði þess að vera frelsað af Rússum frá árásarstríði Vesturlanda gegn Rússlandi. Þingmenn og yfirmenn hersins hlustuðu á tæplega tveggja tíma ræðu Rússlandsforseta um illsku Vesturlanda og sakleysi Rússa og ást þeirra á almenningi í Úkraínu.AP/Sergei Savostyanov „Almenningur í Úkraínu er í gíslingu stjórnarinnar í Kænugarði og vestrænna meistara hennar, sem hafa í raun hertekið landið pólitískt, hernaðarlega og efnahagslega,“ sagði Putin í ávarpi sínu. Þessum öflum væri sama um fólkið í Úkraínu og hefði búið það til slátrunar. „Þetta er sorglegt og maður hræðist að tala um það. En þetta er staðreynd,“ sagði Rússlandsforseti og uppskar mikið klapp. Hann minntist hins vegar ekki einu orði á tugi þúsunda rússneskra hermanna sem hafa fallið í innrás hans í Úkraínu. Joe Biden forseti Bandaríkjanna segir að Vesturlönd muni standa að baki Úkraínu allt til sigurs.AP/Evan Vucci Það kvað við allt annan tón í ávarpi Joe Biden Bandaríkjaforseta í Varsjá höfuðborg Póllands í dag. „Fyrir einu ári óttaðist heimurinn að Kænugarður myndi falla. Ég er nýkominn úr heimsókn til Kænugarðs og ég get sagt ykkur að borgin stendur sterk. Kænugarður stendur með stolti og það sem mestu máli skiptir borgin er frjáls,“ sagði Biden. Putin segir Vesturlönd hins vegar hafa byrjað stríðið og þau ætli sér að gereyða Rússlandi. Breyta staðbundnum átökum í alheimsátök. Biden segir Rússlandsforseta hins vegar hafa misreiknað sig. „Hann hélt að NATO myndi koðna niður og sundrast. Þess í stað er NATO sameinaðra og þar er meiri samstaða en nokkru sinni áður. Hann hélt að hann gæti beitt orkunni sem vopni, og beygt Evrópu. Þess í stað vinnum við saman að því að gera Evrópu óháða jarðefnaeldsneyti frá Rússum,“ sagði Biden. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Vesturlönd ekki hafa upp á annað að bjóða en úrkynjun. Þau hafi gert árás á Rússland og beri ábyrgð á stríðinu. AP/(Mikhail Metzel Putin segir Vesturlönd hins vegar gera sér grein fyrir að þau geti ekki sigrað Rússland á vígvellinum. Þau beittu því upplýsingaóreiðu og sögulegum lygum. Svo læddi hann að sannleikskorni um Vesturlönd, eða hvað? „Sjáið hvað Vesturlönd gera sínu eigin fólki. Niðurrif fjölskyldunnar, menningarlegra og þjóðlegra gilda, öfuguggaháttinn, misnotkun á börnum vegna barnagirndar sem lýst er sem eðlilegum hluta af lífi þeirra,“ sagði Putin um hin siðspilltu Vesturlönd. „Einræðisherra sem ætlar að byggja heimsveldi getur aldrei dregið úr ást fólksins á frelsinu. Grimmd mun aldrei mylja mátt hinn frjálsu og Rússar munu aldrei hafa sigur í Úkraínu,“ sagði Joe Biden við mikinn fögnuðalmennings og forystufólks frá Póllandi og víðar sem var á staðnum til að hlusta á ávarp hans.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Pólland Vladimír Pútín Tengdar fréttir „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02 Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44 Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Kokkur Pútíns sakar yfirmenn hersins um landráð Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin, sem gjarnan er kallaður „kokkur Pútíns“, sakaði Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov, formann herforingjaráðs Rússlands og yfirherforingja innrásarinnar í Úkraínu, um að reyna að gera út af málaliðahópinn Wagner Group. Prigozhin sagði Shoigu og Gerasimov vera seka um landráð. 21. febrúar 2023 13:02
Segir Rússa reiðubúna til að semja Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir Rússa reiðubúna til að semja um endalok innrásar þeirra í Úkraínu. Hann segir Úkraínumenn og vesturlönd ekki vilja ganga að samningaborðinu. 25. desember 2022 13:44
Rússar safna í nýjan herafla á Krímskaga Rússar gerðu stórfelldar loftárásir á borgir og raforkuinnviði í Úkraínu í morgun. Þeir segja ákvörðun Vesturlanda um að senda skriðdreka til landsins marka beina þátttöku vestrænna ríkja í vörnum Úkraínu og ögrun við öryggi Rússlands. 26. janúar 2023 19:21