Umhverfismál

Fréttamynd

Verndum líf­fræði­lega fjöl­breytni

Fuglar eru um margt táknmynd fyrir líffræðilega fjölbreytni. Til hennar er nú, þegar loftslagsbreytingar valda æ alvarlegri vandamálum, horft með auknum áhuga. Hér á landi verpa að staðaldri 75 tegundir. Í Ekvador við miðbaug jarðar eru tegundirnar 1651.

Skoðun
Fréttamynd

Grænir frasar

Að leita leiða til að gera hlutina örlítið „grænni“ er vinsæl hugsun í dag. Frumkvöðlar, fyrirtæki og stjórnmálaflokkar berjast við það að bjóða fram sínar grænustu hugmyndir.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­verk­fallið krefst að­gerða strax!

Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu.

Skoðun
Fréttamynd

Lofts­lags­ham­farir og land­notkun

Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

Sorp er sexý

Sorpmyndun er óumflýjanlegur raunveruleiki okkar samfélags. Mikið magn sorps fylgir hverri fjölskyldu, en þess má geta að árið 2018 myndaðist um 1.300 þúsund tonn af sorpi.

Skoðun
Fréttamynd

Það þarf hugrekki til að framkvæma

Hvað við getum lært af Janúarráðstefnu Festu?Umhverfismál og sjálfbærni eru ekki ný af nálinni hér á Íslandi - litlu eyju okkar í norðri. Óhætt er að segja að Íslendingar tengjast náttúrunni órjúfanlegum böndum og hún er sterkur hluti af sjálfsmynd okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Stutt svar við grein Þrastar Ólafs­sonar um ofan­í­skurðar­mokstur

Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar.

Skoðun
Fréttamynd

Olíumengun í Elliðaánum

Starfsmenn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fengu í dag tilkynningu um olíumengun í Elliðaánum. Þá barst olía út í árnar úr frárennsli fyrir ofan stíflu Árbæjarmegin í Elliðaárdalnum.

Innlent
Fréttamynd

Stóriðjustefnan = nýju fötin keisarans

Öflugt starf í náttúruvernd eins og stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands er ein sjálfbærasta efnahagsaðgerð sem hægt er að grípa til. Hún þjónar öllum stoðum sjálfbærninnar: efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum. Til langs tíma er verndun náttúrunnar haldbesta lausnin á þeim efnahagsvanda sem við okkur Íslendingum blasir.

Skoðun
Fréttamynd

Frönsk stjórnvöld hljóta dóm fyrir sinnuleysi í loftslagsmálum

Dómstóll í París hefur dæmt frönsk stjórnvöld sek um sinnuleysi og að bregðast skuldbindingum sínum í loftslagsmálum. Dómurinn þykir sögulegur en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frönsk stjórnvöld væru sek um að „virða ekki skuldbindingar sínar“ í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.

Erlent
Fréttamynd

„Umhverfis- og samgöngunefnd að stela málinu mínu“

Mælt var fyrir þingsályktunartillögu um orkuskipti í flugi á Alþingi í dag. Í henni er lagt til að skipaður verði starfshópur sem á að móta stefnu og aðgerðaáætlun um málið. Markmiðið er að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi innan tíu ára.

Innlent
Fréttamynd

„Hvað átti ég að gera sem aðrir höfðu ekki þegar gert?“

„Ætli það hafi ekki verið þegar Berlínarmúrinn féll,“ svarar Sigríður Snævarr þegar hún er spurð um það, hvaða atburður eða minning standi helst uppúr þegar litið er yfir farinn veg. Sigríður hóf störf hjá Utanríkisþjónustunni árið 1978 og í dag eru þrjátíu ár frá því að hún var skipuð sendiherra, fyrst íslenskra kvenna.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hvalir og selir: dýrin sem ríkisstjórnin skilur eftir

Hvalveiðar byggja á rúmlega 70 ára gömlum lögum og lagaramminn utan um seli teygir sig að hluta 700 ár aftur í tímann. Óháð því hvort við viljum leyfa hvalveiðar eða ekki, þá er deginum ljósara að lögin utan um þessar tegundir sjávarspendýra eru löngu úrelt.

Skoðun
Fréttamynd

Orðsporið líklegasti hvatinn til aðgerða

„Mér fannst áhugavert hvaða þættir það eru sem hafa mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við. Niðurstöður sýndu að orðspor fyrirtækisins er sá þáttur sem hefur mest áhrif á að fyrirtæki bregðist við loftslagsbreytingum með aðgerðum en fjárfestar virðast hafa minnstu áhrifin. Þetta gefur vísbendingu um að margir íslenskir fjárfestar geri ekki miklar kröfur til stjórnenda um að bregðast við loftslagsbreytingum með aðgerðum og markmiðum,“ segir Rakel Sævarsdóttir sérfræðingur hjá Deloitte meðal annars um það, hvað henni finnst sérstaklega áhugavert í niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar þar sem staða 300 stærstu fyrirtækja landsins var tekin á því hvar þau eru stödd í grænni vegferð.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Vill fækka nagladekkjum með gjaldtöku

„Mér finnst það ákveðinn veruleikaflótti hjá þeim sem halda að þetta snúist bara um að borgin geti þrifið göturnar betur og að enginn þurfi að breyta sinni hegðun,“ segir Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar og starfandi formaður umhverfis- og samgöngunráðs Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Hug­rekki og fram­tíðar­sýn

Í sameiginlegri áskorun Landverndar, Norges Naturvernforbund, Danmarks Naturfredningsforening, Sveriges Naturskyddsföreningen, Ålands natur og miljø og Natur och miljö, Finland eru stjórnvöld á Norðurlöndum hvött til þess að ákveða formlega þann dag sem notkun á jarðefnaeldsneyti verður hætt.

Skoðun
Fréttamynd

„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin

„Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna?

Ég verð að viðurkenna að mér líst ekki á það hvert Ferðaklúbburinn 4x4 er að stefna og dreg það stórlega í efa að allir félagar hans séu sammála þeirri afstöðu, sem komið hefur fram að undanförnu, að segja sig frá og mæla gegn hugmyndum um náttúruvernd. Hefur einhver könnun verið gerð á því hversu margir félagsmenn eru sammála þessari hörðu afstöðu klúbbsins?

Skoðun
Fréttamynd

Segir leitt að missa 4×4 og hafnar á­sökunum um harð­línu­stefnu

„Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu.

Innlent
Fréttamynd

2020 nálægt því að vera heitasta ár frá upphafi mælinga

Síðasta ár keppir við árið 2016 um að vera heitasta árið frá upphafi mælinga samkvæmt útreikningum vísindamanna hjá nokkrum erlendum stofnunum. Samkvæmt útreikningum einnar stofnunar, bandarísku geimferðarstofnunarinnar NASA, er árið reyndar það heitasta en með naumindum þó.

Erlent