Græn umhverfisvæn framtíð í Hafnarfirði Ó. Ingi Tómasson skrifar 10. september 2021 10:01 Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Græn sýn okkar í Hafnarfirði endurspeglast m.a. í aðalskipulagi Hafnarfjarðar, Umhverfis- og auðlindastefnu og heilsustefnu. Græn sýn er grunntónn í heilstæðri stefnumótun Hafnarfjarðarbæjar sem leitast við að vera í fararbroddi í sjálfbærni og umhverfismálum með því m.a. að stuðla að minni losun gróðurhúslofttegunda. Skipulag og stefnur Aðalskipulag Hafnarfjarðar leggur áherlsu á að þróun byggðar taki mið af sérkennum bæjarins, að greiður aðgangur sé að ósnortinni náttúru og náttúrfegurð. Þá er nálægð við náttúruperlur ómetanleg hvort sem er innanbæjar og í upplandinu og mikilvægt er að góð tengsl séu við horfna menningu og sögustaði. Umhverfis- og auðlindastefna sem var samþykkt í bæjarstjórn 2018 hefur það að markmiði að tryggja öllum íbúum Hafnarfjarðar heilnæmt og öruggt umhverfi til lífs, leiks og starfa. Að mengun sé í lágmarki og umhverfisvöktun virk. Að dregið sé verulega úr myndun úrgangs með ábyrgum innkaupum, neyslu og aukinni endurvinnslu. Að almenningssamgöngur séu efldar og hlutur hjólandi og gangandi bættur. Að umhverfisfræðsla verði til fyrirmyndar og aðgengi að upplýsingum handhægt og þær auðnýttar. Að það skuli taka tillit til hennar í allri starfsemi sveitarfélagsins. Trjáræktarstefna Hafnarfjarðar undirstrikar mikilvægi þess að gróður dragi úr svifryki sem bindur kolefni og eykur loftgæði í þéttbýli. Með heilsustefnu ásetur bærinn sér að stuðla að aukinni véllíðan íbúa með heilsueflandi aðgerðum til frambúðar. Vistvæn byggð Í maí 2019 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögur að aðgerðum sem hvetja eiga húsbyggjendur til að setja umhverfið í forgang í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Þar voru samþykktar tillögur að aðgerðum um sjálfbæra þróun, auknar kröfur um minni losun gróðurhúsalofttegunda og aukna umhverfisvitund almennings. Meginmarkmið samþykktarinnar er að stuðla að aukinni sjálfbærni í skipulags- og byggingarmálum í sveitarfélaginu og gera Hafnarfjörð að aðlaðandi stað til að byggja vistvænt. Samþykktin fól m.a. í sér skilyrði um djúpgáma á nýbyggingarsvæðum, kröfu um endurvinnslu úrgangs á framkvæmdastað, að a.m.k. 20% byggingarefna í nýframkvæmdum eiga að hafa umhverfisvottun, að bærinn gerist aðili að Grænni byggð, að bærinn sýni fordæmi og móti stefnu um vottun allra nýbygginga á vegum sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst að gefin verði 20% afsláttur af lóðaverði gegn Svansvottun eða sambærilegu og 20-30% afsláttur af lóðaverði gegn BREEAM vottun í takti við einkunnargjöf. Hafnarfjörður er í farabroddi sveitarfélaga með hvata í formi afslátta á lóðaverði á umhverfisvænum byggingum. Sem dæmi um afslátt vegna vottunar þá lækkar lóðaverð á íbúð í fjölbýli um 800þ – 1,2m. og á einbýli um 2,8m – 4,2m. Nokkur önnur umhverfisvæn verkefni Hafnarfjörður var fyrst sveitarfélaga að semja við Kolvið um kolefnisjöfnuð, við drögum markvist úr matarsóun í skólum og á vinnustöðum bæjarins, verkefni um endurheimt votlendis í Krýsuvík lauk haustið 2019. Svansvottuð ræsting þar sem vax er notað í stað bóns, en hér er um frumkvöðlastarf að ræða. Snyrtileikinn – viðurkenningar til íbúa og fyrirtækja fyrir fegrun bæjarins. Hafnarfjarðarbær setur umhverfismálin í forgang. Höfundur er bæjarfulltrúi (D) og formaður skipulags- og byggingarráðs Hafnarfirði.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun