Erlent

Keppast við að finna uppruna olíuleka í Mexíkó-flóa

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Olíulekinn er umtalsverður eins og sjá má í hægra horni myndarinnar.
Olíulekinn er umtalsverður eins og sjá má í hægra horni myndarinnar. AP/Maxar Technologies

Hreinsunarteymi á vegum fyrirtækis sem á og rekur olíuleiðslur keppast nú við að komast að uppruna olíuleka sem sést hefur á gervihnattamyndum af Mexíkó-flóa.

Olíulekans varð fyrst vart á miðvikudaginn í síðustu viku þegar stór olíufláki sást á gervihnattamyndum sem teknar voru undan ströndum Louisiana-ríkis Bandaríkjanna.

Ekki hefur tekist að koma í veg fyrir lekann sem virðist koma neðansjávar en talið er líklegt að leki hafi komið að olíuleiðslu í flóanum, þar sem mikil olíuvinnsla fer fram.

Flákinn er um þrjá kílómetra undan ströndum Louisiana og hefur ekki nálgast strendur ríkisins að ráði. Ekki er vitað hversu mikið magn olíu hafi lekið en myndirnar sýna að flákinn teygir sig tugi kílómetra undan ströndum ríkisins.

Strandgæsla Bandaríkjanna segir að Talos Energy, fyrirtækið sem á og rekur olíuleiðsluna sem talið er að geti verið lek, hafi fengið hreinsunarteymi til liðs við sig auk þess sem að kafarar munu kafa að leiðslunni til að athuga hvort hún sé lek.


Tengdar fréttir

Fólk festist og drukknar í bifreiðum og kjöllurum

Að minnsta kosti 45 hafa látist í úrhellisrigningu og flóðum í Bandaríkjunum. Joe Biden Bandaríkjaforseti segir þörf á sögulega umfangsmiklum fjárfestingum til að takast á við loftslagsvandann sem steðjar að heimsbyggðinni.

Ída olli usla í Lúisíana

Umfangsmikið björgunarstarf stendur nú yfir í Lúisíana í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ída gekk þar yfir í gærkvöldi og í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum og leiddi til mikilla flóða, rafmagnsleysis og annarskonar tjóns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×