Lögðu mat á stefnu flokkanna í málefnum hálendisins Atli Ísleifsson skrifar 11. september 2021 08:31 Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, lögðu mat á stefnu flokkanna. Stefna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins þegar kemur að stofnun Hálendisþjóðgarðs hlýtur ekki náð fyrir augum fulltrúa náttúruverndarsamtaka, á meðan stefnur Vinstri grænna, Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Sósíalistaflokksins fá grænt ljós. Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Ungir umhverfissinnar tóku sig saman og lögðu þrjár spurningar um umhverfisstefnu fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði til Alþingiskosninganna í þessum mánuði. Svör flokkanna við þriðju spurningunni, sem snýr að stofnun Hálendisþjóðgarðs og verndun á hálendi landsins, hafa nú verið birt, en sem fyrr leggja Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, mat á svörin og hvort að flokkarnir standist eða falli á prófi þeirra. Önnur spurningin var: Einn megintilgangur með þjóðgarði á hálendi Íslands er að vernda náttúru- og menningarminjar fyrir uppbyggingu virkjana, óhóflegum ágangi ferðamanna og mannvirkjum þeim tengdum og fyrir ofbeit. Styður þinn flokkur stofnun þjóðgarðs á hálendinu? Ef ekki, hvaða aðferðum vill hann beita til að vernda hálendi Íslands? Að neðan má sjá svör fulltrúa flokkanna. Klippa: Afruglarinn #3 - munnlegt umhverfispróf fyrir stjórnmálaflokka Bryndís Haraldsdóttir.Aðsend Sjálfstæðisflokkur, Bryndís Haraldsdóttir svarar: „Uppbygging þjóðgarða á miðhálendi Íslands verður að vera gerð í sátt við sveitarfélög, landeigendur og aðra nýtingarréttarhafa. Sé rétt staðið að skipulagi og allri umgerð þjóðgarða geta þeir ekki aðeins verið hluti af markvissum aðgerðum á sviði náttúruverndar heldur einnig skapað ný tækifæri í atvinnumálum um allt land. Tryggja verður öruggan raforkuflutning um allt land ásamt sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Þá þarf að tryggja ferðafrelsi um hálendi Íslands, burtséð frá ferðamáta hvers og eins. Eigi að auka umsvif þjóðgarða á hálendi Íslands þarf ávinningurinn að vera ljós fyrir þá sem nýta og njóta hálendisins. “ Au ður: „Þau taka ekki af skarið með hvort það á að vera þjóðgarður á Hálendinu, þau tala ekki um hvernig á að vernda Hálendið ef að það verður ekki þjóðgarður og í svarinu er allt of mikið rætt um nýtingu Hálendisins, það er að segja hefðbundna nýtingu, ekki nýtingu sem felst í vernd Hálendisins. Þannig að þetta er fall.“ ❌Finnur: „Þetta svar kemur inn á ýmsa þætti hvað varðar stofnun Hálendisþjóðgarðs svo sem aukin atvinnutækifæri sem er vissulega rétt, það er stór plús við þjóðgarð. Það mætti vera mun meiri áhersla á náttúruverndarvinkilinn sem er náttúrulega miðjan í því hvers vegna er verið að stofna svona þjóðgarð. Það er náttúran fyrst og fremst og það er langtímahugsunun fyrst og fremst sem vantar í þetta svar. Þannig að þetta svar stenst ekki alveg fyrir mig.“ ❌ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkur, Sigurður Ingi Jóhannesson svarar: „Þessi meginmarkmið sem þú taldir upp eru nú kannski ekki þau meginmarkmið sem ríkisstjórnin var að vinna með á kjörtímabilinu, heldur kannski markmið Landverndar. Ég vil segja að við höfum þá sýn að við viljum vernda hálendið. Við höfum þá sýn að skipulagsvaldið eigi að vera áfram hjá sveitarfélögunum, sveitarfélögin mega gjarnan eflast. Þau geta líka beitt fyrir sig svæðisskipulagi. Við viljum sjá frjálsa för fólks, gangandi, ríðandi hjólandi og akandi um hálendið en auðvitað á skipulögðum vegum sem jafnvel þá þarf að byggja upp til þess að hinir nýju rafmagnsbílar og minni farartæki komist um. Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að tryggja bæði nytjaréttarhöfum sambærilegan rétt og verið hefur þannig að komi til þjóðgarða sem við útilokum alls þá þurfi hann að gerast með sama hætti og (þegar) Vatnajökulsþjóðgarður stækkaði – hægt og rólega. Það má skoða þjóðgarða í kringum jökla og það má skoða að hlutirnir gerist í takt við vilja heimamanna og sátt landsmanna allra. “ Finnur: „Þetta svar er góð byrjun, það sýnir að flokkurinn hefur sýn um að náttúruvernd sé það sem liggur að grundvelli í því að stofna þennan þjóðgarð. En hins vegar stangast það aðeins á við að vilja byggja upp vegi sem myndi þá auka flæði fólks og auka álag á þessi viðkvæmu svæði sem væri þá verið að reyna að vernda með þjóðgarðinum. Þannig að það vantar aðeins upp á aðgerðir til þess að vernda Hálendið þó að það sé sýnin. Þannig að þetta svar stenst ekki alveg.“ ❌Auður: „Það er mjög jákvætt að Framsóknarflokkurinn kemur inn á það í svarinu hverskonar aðra vernd Hálendið gæti hlotið annað en þjóðgarð ef flokkurinn er á móti því, sem kemur kannski ekki alveg afgerandi fram. Það er smá misskilningur – en sjálfbær landnýting og frjáls för fólks er hluti af þjóðgarði, það er það sem þjóðgarður felur í sér, þannig að það er ekki andstætt þjóðgarðahugsuninni. Því miður mun bútasaumsvernd Hálendisins, það að stofna marga litla þjóðgarða um þá hluti þar sem er mest sátt um, það mun ekki tryggja vernd viðkvæmustu svæðanna sem eru í hvað mestri hættu þannig að þetta svar stenst ekki.“ ❌ Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín gesti á fundinum.Vísir/Vilhelm Viðreisn, Hanna Katrín Friðriksson svarar: „Viðreisn styður öflugt þjóðgarðafyrirkomulag, ekki bara vegna náttúruverndar, heldur vegna þess að þjóðgarðar geta verið grundvöllur verðmætasköpunar og atvinnusköpunar ef við höldum rétt á málunum. Grundvöllur framfara. En það er óskynsamlegt að reka nokkrar mismunandi stofnanir utanum þjóðgarða landsins. Það þarf skýra sýn og miðlægan grunn sem stýrir þessum mikilvægu verkefnum. Þess vegna leggur Viðreisn til að þjóðgörðum landsins verði komið undir sömu rekstrareininguna til að við getum nýtt okkur reynslu allra aðila. Það er ómögulegt að ræða fyrirkomulag hálendisþjóðgarðs án þess að ræða helstu áhrifaþætti garðsins. Án markvissrar beitarstýringar værum við til dæmis að vernda auðnir - og það gengur ekki. Við þurfum að endurheimta vistkerfin á hálendinu sem annars staðar. Þjóðgarður þarf líka að stuðla að góðri stýringu ferðamanna og vera fjármagnaður til þess að geta sinnt því hlutverki. Það er vont ef það eru staðir á korti fyrir ferðamenn en enginn sér um að halda utanum stýringu, utan um upplifun eða vernd fyrir ágangi. Og síðan er það kannski flóknasta spurningin fyrir okkur: Hvar liggja mörkin milli framtíðar-orkuöflunar og hálendisþjóðgarðs? Ef á að styðjast við verndarflokka sem heimila orkuöflun innan þjóðgarðsins þá er morgunljóst að það þarf að gera ríkari kröfur fyrir slíka uppbyggingu. Þetta er hluti þess sem við í Viðreisn viljum sjá unnið með í tengslum við hálendisþjóðgarðinn, enda krefst svona verkefni þess að við leggjum öll spilin á borðið. Það þarf að rýna í kjölinn á því hvers konar verndarflokkar verða lagðir til, hvaða reynslu við höfum öðlast af rekstri annarra þjóðgarða og kannski ekki síst hvaða reynsla hefur skapast erlendis. Ég trúi því að við finnum réttu leiðina og að hálendisþjóðgarður verð að veruleika.“ Au ður: „Það er mjög jákvætt að það kemur fram í svarinu að það er mikil þörf á einni stofnun sem sér um náttúruverndarmál á Íslandi og að þjóðgarðar eru grundvöllur framfara. Þetta er mjög heilbrigt og jákvætt viðhorf. Það er aðeins of mikið daðrað við virkjunarsinna í þessu svari og ekki kemur alveg nógu skýrt fram hvort það er Hanna Katrín eða Viðreisn sem vill fá Hálendisþjóðgarð en ég gef þeim benefit of the doubt og segi mjög naumlega staðið.“ ✅Finnur: „Já, þetta svar sýnir það að Viðreisn virðist vilja Hálendisþjóðgarð sem er mjög jákvætt og þau virðast líka hafa rýnt í það hvernig skipulagi þjóðgarðs eigi að vera háttað. Þannig að það er annar jákvæður punktur að þau virðast hafa pælt í þessu. Það er vissulega óvissa í svarinu hvað varðar orkunýtingu og það er það sem mér fannst erfitt að taka ákvörðun um – það hvort svarið stendur eða fellur en ég held að þetta naumlega standi.“ ✅ Miðflokkurinn, Karl Gauti Hjaltason svarar: „Það eru allir sammála um að vernda hálendið. Menn greinir hins vegar á um leiðir og hvort þjóðgarður sé rétta leiðin til þess. Miðflokkurinn hefur gagnrýnt þá aðferðafræði sem birtist í frumvarpi umhverfisráðherra, sem síðan reyndist ekki njóta stuðnings meirihluta á Alþingi. Þá sýna kannanir að mikill meirihluti landsmanna hefur efasemdir um ágæti frumvarpsins. Sveitarstjórnir og frjáls samtök um allt land, sem vinna að verndun og varðveislu hálendisins nú þegar, hafa mótmælt þeirri ólýðræðislegu stofnanahugsun sem birtist í þessu frumvarpi. Miðflokkurinn vill halda áfram að styðja og efla heimamenn til að halda utanum varðveislu og nýtingu hálendisins. Hálendisþjóðgarður myndi ógna enn meira þeim óspilltu og dýrmætu víðernum hálendisins með því að stimpla þau sem þjóðgarð. Sá stimpill myndi margfalda þann fjölda ferðamanna sem annars myndi sækja það heim. Verndun hálendisins fæst ekki með markaðssetningu þess á alþjóðavísu, í þeim vafasama tilgangi að fjölga ferðamönnum á svæðinu. Viðhald núverandi vegaslóða er hins vegar góð og nauðsynleg leið til að tryggja ferðafrelsi ólíkra hópa, sporna gegn utanvegaakstri og auka atvinnutækifæri þeirra sem best þekkja til á hálendinu. Tryggja þarf aukið samstarf milli ólíkra hagsmunaaðila sem þó eiga það eitt sameiginlegt að vilja vernda og njóta óspilltrar náttúru á hálendi Íslands. Miðflokkurinn telur nauðsynlegt að efla eftirlitsgæslu á hálendinu. Slíku mætti ná fram með öðrum leiðum en stofnanavæðingu þess. Hér eins og endranær er mest um vert að ná sátt um umhverfisvænustu lausnirnar. “ Finnur: „Mér finnst ekki rétt að fyrirkomulagið eins og það var lagt fyrir þingið hafi verið ólýðræðislegt, mér finnst að frumvarpið hafi lagt upp með það að lýðræðislega umboðið sem ráðherra hefur, það er sá lýðræðislegi vinkill sem er verið að taka og mér finnst það alveg réttlætanlegt. Stimpillinn sem er talað um að þjóðgarður myndi setja á þetta svæði væri frekar til þess að það væri hægt að stýra og beina umferð ferðafólks á hálendinu betur, til að setja svona ramma utan um hvernig er hægt að vernda svæðin betur fyrir ferðafólki frekar en að auka álag. Þetta svar stenst ekki.“ ❌Auður: „Það er ekki rétt að vernd valdi auknu álagi, heldur eru þjóðgarðar einmitt leiðin til þess að stýra nýtingu í gegnum ferðaþjónustu samfara vernd þannig að ferðaþjónustan gangi ekki á auðlindir sem hér er óspillt íslensk náttúra. Að auki var ekki spurt um frumvarp umhverfisráðherra í spurningunni, þannig að þetta er fall.“ ❌ Vísir/Vilhelm Píratar, Andrés Ingi Jónsson svarar: „Píratar hafa lengi stutt hugmyndir um þjóðgarð á hálendinu eins og reyndar stór hluti þjóðarinnar. Það er þess vegna sorglegt að fráfarandi ríkisstjórn náði einhvern veginn að koma hálendisþjóðgarðinum í mikinn rembihnút á kjörtímabilinu. Inni á þingi gagnrýndum við sérstaklega þá óskiljanlegu eftirgjöf sem ríkisstjórnin gaf af kjarnagildum náttúruverndar þannig að það var enn opið fyrir allt of mikla ósjálfbæra nýtingu hálendisins. Við hljótum að geta sammælst um að það sem eftir er af víðernum hálendisins eigi einfaldlega að verja fyrir virkjanaframkvæmdum. Allt tal um annað er bara vandræðalegt bergmál úr fortíðinni og endurómur úr úreltri stóriðjustefnu. Og augljóslega hefði þurft að vinna miklu meira í samráði við almenning og náttúruverndarsamtök, frekar en að setja meginþungann á pólitíska málamiðlun milli stjórnarflokkanna, sem hélt síðan ekki einu sinni þegar á reyndi. En eins og ég segi þá eru Píratar hjartanlega sammála því markmiði að vernda eigi hálendi Íslands. Það þarf einfaldlega að vinda ofanaf klúðri þessa kjörtímabils og setja vinnuna í píratalegra ferli í lýðræðislegt samtal þar sem verður í alvöru hlustað á sjónarmið þeirra sem standa með náttúruvernd.“ Au ður: „Píratar virðast styðja þjóðgarð á Hálendinu samkvæmt svarinu og þau telja greinilega að vernd svæðisins sé gríðarlega mikilvæg sem er mjög gott, þetta er staðið.“ ✅Finnur: „Já, ég tek undir það að Píratar virðast vilja Hálendisþjóðgarð sem er jákvætt og þau virðast vera með á hreinu hverju þau myndu vilja breyta til þess að bæta frumvarpið, til dæmis til þess að koma í veg fyrir að meiri orkunýting verði inni í þjóðgarðinum og svo virðast þau vilja koma þessu á dagskrá og það á gagnsæjan hátt. Þetta er fullnægjandi svar.“ ✅ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Samfylkingin, Rósa Björk Brynjólfsdóttir svarar: „Samfylkingin hefur alltaf stutt miðhálendisþjóðgarð enda eru víðerni og óbyggðir Íslands ómetanleg auðlind og lagði til að mynda formaður flokksins fram þingsályktunartillögu árið 2015 um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þjóðgarðar hafa líka sýnt sig að vera mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og stuðla að velsæld sveitarfélaganna sem liggja að þjóðgörðum, og eru mikilvægt púsl í því að fræða almenning um náttúruvernd og ábyrga hegðun og umgengni við ómetanleg landssvæði. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs væri því veigamikið skref í átt til verndunar íslenskrar náttúru þar sem aðgangur almennings að svæðinu yrði jafnframt tryggður. Stuðningur Samfylkingarinnar við miðhálendisþjóðgarð helst líka í hendur við ábyrga landnotkun og heftingu jarð- og sandfoks mestu eyðimerkur Evrópu, sem eru sandar íslenska hálendisins. Þjóðgarðurinn yrði sá langstærsti í Evrópu og unnt að kynna á alþjóðavettvangi og markaðssetja sem óraskað víðerni og dýrmætt náttúrusvæði á heimsvísu.“ Finnur: „Þetta svar gefur það til kynna að Samfylkingin hefur góða heildarsýn hvað varðar Hálendisþjóðgarð og virðist vilja þetta. Þau vilja setja áherslurnar á náttúruvernd, upplifun fólks og fræðslu sem er mjög jákvætt; þetta eru svona aðaláherslur þjóðgarðs sem að ég myndi vilja sjá líka. Þau draga það einnig fram að stór þjóðgarður gæti verið góð fyrirmynd fyrir önnur lönd í heiminum til þess að gera hið sama. Þannig að þetta er fullnægjandi svar.“✅Auður: „Já, ég er bara mjög sammála Finni hérna, þetta var bara skýrt og vel ígrundað og staðið.“✅ Guðmundur Ingi Guðbrandsson.Vísir/Vilhelm Vinstri græn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson svarar: „Við vinstri græn styðjum svo sannarlega við stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Ég lagði frumvarp þess efnis fram á þingi núna á kjörtímabilinu og við munum ekki láta okkar eftir liggja að afla hálendisþjóðgarði stuðnings og reyna að ná sem víðtækastri sátt um það mikilvæga verkefni. En við getum líka spurt okkur af hverju er það mikilvægt? Í mínum huga og okkar huga er þetta mikilvægt vegna þess að með þessu getum við tryggt vernd einna stærstu ósnortnu víðerna í Evrópu. Fyrir mér höfum við ákveðna siðferðilega skyldu til þess að gera það í alþjóðlegu samhengi fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Þjóðgarður er líka tæki til þess að koma í veg fyrir frekari virkjanir uppi á hálendinu sem myndu annars skemma óbyggðirnar okkar og eyðileggja víðernin, og það viljum við í VG ekki. Þetta er líka tækifæri til þess að ráðast í enn frekari verkefni með bændum og öðrum til þess að endurheimta gróður og jarðveg sem þar hefur tapast. Og svo er þetta að sjálfsögðu mikið tækifæri þegar kemur að því að stýra ferðamönnum þannig að álag af þeirra völdum bitni ekki á náttúrunni og upplifun þeirra geti verið jákvæðari. Og að lokum má kannski segja að rúsínan í pylsuendanum er sú – eins og rannsóknir hér á Íslandi hafa sýnt – að þjóðgarðar eru að skila fjárhagslegum verðmætum heim í hérað og á landsvísu.“ Au ður: „Þetta svar var skýrt og það er stutt af vinnu flokksins við að koma á Hálendisþjóðgarði. Þrátt fyrir að það sé mjög margt í frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð sem ég myndi vilja breyta þá er þetta sá flokkur sem hefur lagt mest á sig fyrir Hálendisþjóðgarð þannig að þetta er staðið.“✅Finnur: „Mér finnst mjög jákvætt í þessu svari að það skín í gegn að VG vilji koma þessu á dagskrá aftur og vilji raunverulega klára þessa hugmynd með sem mestri sátt. Þau eru með góða heildarsýn hvað varðar mikilvægi þjóðgarðsins og þær siðferðislegu skyldur sem við berum gagnvart náttúrunni og komandi kynslóðum – og já, þetta er fullnægjandi svar.“✅ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/vilhelm Flokkur fólksins, Inga Sæland svarar: „Spurningin er að vísu virkilega gildishlaðin. En svar Flokks fólksins er einfaldlega það að við styðjum ekki takmarkanir á ferðafrelsi almennings innanlands til að njóta eigin náttúru. Hálendið er unaðsreitur sem má ekki stofnanavæða í formi þjóðgarðs með tilheyrandi ráðherraræði á kostnað almannaréttar. Flokkur fólksins treystir heimamönnum í nærliggjandi sveitarfélögum vel til að halda utanum hálendismálin. Það hafa ekki allir efni á utanlandsferðum og því er gríðarlega mikilvægt að almenningur og sérstaklega efnaminna fólk hafi greiðan aðgang að þessari endurnærandi paradís sem hálendið okkar er. Og það án gjaldtöku. Íslendingar hafa notið hennar lengi, til dæmis innan vébanda útivistarfélaga – og almennt gengið vel um. Við treystum þessu fólki til að njóta hálendisins, virða það áfram og vernda í senn. Hins vegar á að setja mjög strangar kröfur gagnvart þeim sem fara til dæmis með stóra hópa erlendra ferðamanna um hálendið, fólks sem þekkir ekki hina viðkvæmu náttúru og ofurviðkvæman gróðurinn. Flokkur fólksins vill auðvitað setja hömlur á beit á mjög viðkvæmum svæðum á hálendinu, en það kemur alls ekki skýrt fram í einmitt hálendisfrumvarpi Vinstri grænna.“ Finnur: „Út frá þessu svari finnst mér Flokkur fólksins aðeins hafa misskilið tillöguna sem hafi komið fram hvað varðar Hálendisþjóðgarð. Aðalmarkmið þjóðgarðs væri að veita betri stuðning og fræðslu til fólks sem myndi njóta þessara svæða. Hálendisþjóðgarður myndi ekki takmarka ferðafrelsi almennings heldur tryggja áfram það frelsi sem við höfum til þess að njóta þeirra óspilltu víðerna sem við höfum ennþá, hann mynd vernda þann rétt sem við höfum til að njóta þeirra áfram. Þannig að þetta svar er ekki fullnægjandi.“ ❌Auður: „Ég tek undir það, það virðist gæta einhvers misskilnings í því hvað þjóðgarður er. Markmið þjóðgarðs er einmitt að finna þennan góða jafnvægispunkt þar sem hámarksvernd og hámarksaðgengi fara saman. Þannig að þetta svar stenst því miður ekki.“❌ Katrín Baldursdóttir.Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn, Katrín Baldursdóttir svarar: „Já, við styðjum það svo sannarlega. Við þurfum að átta okkur á því að víðernin, óbyggðirnar, rokið og vindurinn – það eru gimsteinar framtíðarinnar. Og að sjálfsögðu eigum við að varðveita það eins og við getum. Við eigum alls ekki að virkja á þessum stöðum. Og í rauninni erum við búin að virkja nóg. Og þetta verðum við að varðveita og við megum ekki leyfa einhverjum valdablokkum – hvort sem þær eru útlendar eða innlendar – að ná einhverjum ítökum í þessum verðmætum, þessum gimsteinum okkar – gimsteinum framtíðarinnar. Alls ekki! Þannig að þetta þurfum við að vernda, þetta er framtíðarauðlindin okkar og við megum alls ekki hleypa stórkapítalistum inn í auðlindirnar. Við verðum að fá allar auðlindir til almennings, hvort sem það er á landi eða sjó, eða í lofti. Þetta er okkar stefna: Við viljum lifa í algjörri sjálfbærni – og það er sósíalmismi.“ Au ður: „Í svarinu kemur fram að Sósíalistar vilja vernda Hálendið og virðast hafa góðan skilning á verðmæti þess, hún talar af mikill ástríðu um Hálendið og þau vija gera það með þjóðgarði þannig að þetta er staðið.“✅Finnur: „Mér finnst Sósíalistar skilja mikilvægi þess að stofna Hálendisþjóðgarð í heildarmyndinni og til lengri tíma heldur en bara hvað varðar okkar kynslóð. Þau benda líka á að við erum búin að virkja nóg og að það sé til nóg raforka nú þegar. Þau eru að hugsa lengra en næstu 50 árin og þau eru að hugsa lengra en gróðinn sem virðist oft sitja í fyrsta sæti hérna þannig að þetta svar stenst.“✅ Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. 10. september 2021 16:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands, Landvernd og Ungir umhverfissinnar tóku sig saman og lögðu þrjár spurningar um umhverfisstefnu fyrir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem eru í framboði til Alþingiskosninganna í þessum mánuði. Svör flokkanna við þriðju spurningunni, sem snýr að stofnun Hálendisþjóðgarðs og verndun á hálendi landsins, hafa nú verið birt, en sem fyrr leggja Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, og Finnur Ricart Andrason, loftslagsfulltrúi Ungra umhverfissinna, mat á svörin og hvort að flokkarnir standist eða falli á prófi þeirra. Önnur spurningin var: Einn megintilgangur með þjóðgarði á hálendi Íslands er að vernda náttúru- og menningarminjar fyrir uppbyggingu virkjana, óhóflegum ágangi ferðamanna og mannvirkjum þeim tengdum og fyrir ofbeit. Styður þinn flokkur stofnun þjóðgarðs á hálendinu? Ef ekki, hvaða aðferðum vill hann beita til að vernda hálendi Íslands? Að neðan má sjá svör fulltrúa flokkanna. Klippa: Afruglarinn #3 - munnlegt umhverfispróf fyrir stjórnmálaflokka Bryndís Haraldsdóttir.Aðsend Sjálfstæðisflokkur, Bryndís Haraldsdóttir svarar: „Uppbygging þjóðgarða á miðhálendi Íslands verður að vera gerð í sátt við sveitarfélög, landeigendur og aðra nýtingarréttarhafa. Sé rétt staðið að skipulagi og allri umgerð þjóðgarða geta þeir ekki aðeins verið hluti af markvissum aðgerðum á sviði náttúruverndar heldur einnig skapað ný tækifæri í atvinnumálum um allt land. Tryggja verður öruggan raforkuflutning um allt land ásamt sjálfbærri nýtingu orkuauðlinda. Þá þarf að tryggja ferðafrelsi um hálendi Íslands, burtséð frá ferðamáta hvers og eins. Eigi að auka umsvif þjóðgarða á hálendi Íslands þarf ávinningurinn að vera ljós fyrir þá sem nýta og njóta hálendisins. “ Au ður: „Þau taka ekki af skarið með hvort það á að vera þjóðgarður á Hálendinu, þau tala ekki um hvernig á að vernda Hálendið ef að það verður ekki þjóðgarður og í svarinu er allt of mikið rætt um nýtingu Hálendisins, það er að segja hefðbundna nýtingu, ekki nýtingu sem felst í vernd Hálendisins. Þannig að þetta er fall.“ ❌Finnur: „Þetta svar kemur inn á ýmsa þætti hvað varðar stofnun Hálendisþjóðgarðs svo sem aukin atvinnutækifæri sem er vissulega rétt, það er stór plús við þjóðgarð. Það mætti vera mun meiri áhersla á náttúruverndarvinkilinn sem er náttúrulega miðjan í því hvers vegna er verið að stofna svona þjóðgarð. Það er náttúran fyrst og fremst og það er langtímahugsunun fyrst og fremst sem vantar í þetta svar. Þannig að þetta svar stenst ekki alveg fyrir mig.“ ❌ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Vísir/Vilhelm Framsóknarflokkur, Sigurður Ingi Jóhannesson svarar: „Þessi meginmarkmið sem þú taldir upp eru nú kannski ekki þau meginmarkmið sem ríkisstjórnin var að vinna með á kjörtímabilinu, heldur kannski markmið Landverndar. Ég vil segja að við höfum þá sýn að við viljum vernda hálendið. Við höfum þá sýn að skipulagsvaldið eigi að vera áfram hjá sveitarfélögunum, sveitarfélögin mega gjarnan eflast. Þau geta líka beitt fyrir sig svæðisskipulagi. Við viljum sjá frjálsa för fólks, gangandi, ríðandi hjólandi og akandi um hálendið en auðvitað á skipulögðum vegum sem jafnvel þá þarf að byggja upp til þess að hinir nýju rafmagnsbílar og minni farartæki komist um. Við sjáum fyrir okkur að það þurfi að tryggja bæði nytjaréttarhöfum sambærilegan rétt og verið hefur þannig að komi til þjóðgarða sem við útilokum alls þá þurfi hann að gerast með sama hætti og (þegar) Vatnajökulsþjóðgarður stækkaði – hægt og rólega. Það má skoða þjóðgarða í kringum jökla og það má skoða að hlutirnir gerist í takt við vilja heimamanna og sátt landsmanna allra. “ Finnur: „Þetta svar er góð byrjun, það sýnir að flokkurinn hefur sýn um að náttúruvernd sé það sem liggur að grundvelli í því að stofna þennan þjóðgarð. En hins vegar stangast það aðeins á við að vilja byggja upp vegi sem myndi þá auka flæði fólks og auka álag á þessi viðkvæmu svæði sem væri þá verið að reyna að vernda með þjóðgarðinum. Þannig að það vantar aðeins upp á aðgerðir til þess að vernda Hálendið þó að það sé sýnin. Þannig að þetta svar stenst ekki alveg.“ ❌Auður: „Það er mjög jákvætt að Framsóknarflokkurinn kemur inn á það í svarinu hverskonar aðra vernd Hálendið gæti hlotið annað en þjóðgarð ef flokkurinn er á móti því, sem kemur kannski ekki alveg afgerandi fram. Það er smá misskilningur – en sjálfbær landnýting og frjáls för fólks er hluti af þjóðgarði, það er það sem þjóðgarður felur í sér, þannig að það er ekki andstætt þjóðgarðahugsuninni. Því miður mun bútasaumsvernd Hálendisins, það að stofna marga litla þjóðgarða um þá hluti þar sem er mest sátt um, það mun ekki tryggja vernd viðkvæmustu svæðanna sem eru í hvað mestri hættu þannig að þetta svar stenst ekki.“ ❌ Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, fær til sín gesti á fundinum.Vísir/Vilhelm Viðreisn, Hanna Katrín Friðriksson svarar: „Viðreisn styður öflugt þjóðgarðafyrirkomulag, ekki bara vegna náttúruverndar, heldur vegna þess að þjóðgarðar geta verið grundvöllur verðmætasköpunar og atvinnusköpunar ef við höldum rétt á málunum. Grundvöllur framfara. En það er óskynsamlegt að reka nokkrar mismunandi stofnanir utanum þjóðgarða landsins. Það þarf skýra sýn og miðlægan grunn sem stýrir þessum mikilvægu verkefnum. Þess vegna leggur Viðreisn til að þjóðgörðum landsins verði komið undir sömu rekstrareininguna til að við getum nýtt okkur reynslu allra aðila. Það er ómögulegt að ræða fyrirkomulag hálendisþjóðgarðs án þess að ræða helstu áhrifaþætti garðsins. Án markvissrar beitarstýringar værum við til dæmis að vernda auðnir - og það gengur ekki. Við þurfum að endurheimta vistkerfin á hálendinu sem annars staðar. Þjóðgarður þarf líka að stuðla að góðri stýringu ferðamanna og vera fjármagnaður til þess að geta sinnt því hlutverki. Það er vont ef það eru staðir á korti fyrir ferðamenn en enginn sér um að halda utanum stýringu, utan um upplifun eða vernd fyrir ágangi. Og síðan er það kannski flóknasta spurningin fyrir okkur: Hvar liggja mörkin milli framtíðar-orkuöflunar og hálendisþjóðgarðs? Ef á að styðjast við verndarflokka sem heimila orkuöflun innan þjóðgarðsins þá er morgunljóst að það þarf að gera ríkari kröfur fyrir slíka uppbyggingu. Þetta er hluti þess sem við í Viðreisn viljum sjá unnið með í tengslum við hálendisþjóðgarðinn, enda krefst svona verkefni þess að við leggjum öll spilin á borðið. Það þarf að rýna í kjölinn á því hvers konar verndarflokkar verða lagðir til, hvaða reynslu við höfum öðlast af rekstri annarra þjóðgarða og kannski ekki síst hvaða reynsla hefur skapast erlendis. Ég trúi því að við finnum réttu leiðina og að hálendisþjóðgarður verð að veruleika.“ Au ður: „Það er mjög jákvætt að það kemur fram í svarinu að það er mikil þörf á einni stofnun sem sér um náttúruverndarmál á Íslandi og að þjóðgarðar eru grundvöllur framfara. Þetta er mjög heilbrigt og jákvætt viðhorf. Það er aðeins of mikið daðrað við virkjunarsinna í þessu svari og ekki kemur alveg nógu skýrt fram hvort það er Hanna Katrín eða Viðreisn sem vill fá Hálendisþjóðgarð en ég gef þeim benefit of the doubt og segi mjög naumlega staðið.“ ✅Finnur: „Já, þetta svar sýnir það að Viðreisn virðist vilja Hálendisþjóðgarð sem er mjög jákvætt og þau virðast líka hafa rýnt í það hvernig skipulagi þjóðgarðs eigi að vera háttað. Þannig að það er annar jákvæður punktur að þau virðast hafa pælt í þessu. Það er vissulega óvissa í svarinu hvað varðar orkunýtingu og það er það sem mér fannst erfitt að taka ákvörðun um – það hvort svarið stendur eða fellur en ég held að þetta naumlega standi.“ ✅ Miðflokkurinn, Karl Gauti Hjaltason svarar: „Það eru allir sammála um að vernda hálendið. Menn greinir hins vegar á um leiðir og hvort þjóðgarður sé rétta leiðin til þess. Miðflokkurinn hefur gagnrýnt þá aðferðafræði sem birtist í frumvarpi umhverfisráðherra, sem síðan reyndist ekki njóta stuðnings meirihluta á Alþingi. Þá sýna kannanir að mikill meirihluti landsmanna hefur efasemdir um ágæti frumvarpsins. Sveitarstjórnir og frjáls samtök um allt land, sem vinna að verndun og varðveislu hálendisins nú þegar, hafa mótmælt þeirri ólýðræðislegu stofnanahugsun sem birtist í þessu frumvarpi. Miðflokkurinn vill halda áfram að styðja og efla heimamenn til að halda utanum varðveislu og nýtingu hálendisins. Hálendisþjóðgarður myndi ógna enn meira þeim óspilltu og dýrmætu víðernum hálendisins með því að stimpla þau sem þjóðgarð. Sá stimpill myndi margfalda þann fjölda ferðamanna sem annars myndi sækja það heim. Verndun hálendisins fæst ekki með markaðssetningu þess á alþjóðavísu, í þeim vafasama tilgangi að fjölga ferðamönnum á svæðinu. Viðhald núverandi vegaslóða er hins vegar góð og nauðsynleg leið til að tryggja ferðafrelsi ólíkra hópa, sporna gegn utanvegaakstri og auka atvinnutækifæri þeirra sem best þekkja til á hálendinu. Tryggja þarf aukið samstarf milli ólíkra hagsmunaaðila sem þó eiga það eitt sameiginlegt að vilja vernda og njóta óspilltrar náttúru á hálendi Íslands. Miðflokkurinn telur nauðsynlegt að efla eftirlitsgæslu á hálendinu. Slíku mætti ná fram með öðrum leiðum en stofnanavæðingu þess. Hér eins og endranær er mest um vert að ná sátt um umhverfisvænustu lausnirnar. “ Finnur: „Mér finnst ekki rétt að fyrirkomulagið eins og það var lagt fyrir þingið hafi verið ólýðræðislegt, mér finnst að frumvarpið hafi lagt upp með það að lýðræðislega umboðið sem ráðherra hefur, það er sá lýðræðislegi vinkill sem er verið að taka og mér finnst það alveg réttlætanlegt. Stimpillinn sem er talað um að þjóðgarður myndi setja á þetta svæði væri frekar til þess að það væri hægt að stýra og beina umferð ferðafólks á hálendinu betur, til að setja svona ramma utan um hvernig er hægt að vernda svæðin betur fyrir ferðafólki frekar en að auka álag. Þetta svar stenst ekki.“ ❌Auður: „Það er ekki rétt að vernd valdi auknu álagi, heldur eru þjóðgarðar einmitt leiðin til þess að stýra nýtingu í gegnum ferðaþjónustu samfara vernd þannig að ferðaþjónustan gangi ekki á auðlindir sem hér er óspillt íslensk náttúra. Að auki var ekki spurt um frumvarp umhverfisráðherra í spurningunni, þannig að þetta er fall.“ ❌ Vísir/Vilhelm Píratar, Andrés Ingi Jónsson svarar: „Píratar hafa lengi stutt hugmyndir um þjóðgarð á hálendinu eins og reyndar stór hluti þjóðarinnar. Það er þess vegna sorglegt að fráfarandi ríkisstjórn náði einhvern veginn að koma hálendisþjóðgarðinum í mikinn rembihnút á kjörtímabilinu. Inni á þingi gagnrýndum við sérstaklega þá óskiljanlegu eftirgjöf sem ríkisstjórnin gaf af kjarnagildum náttúruverndar þannig að það var enn opið fyrir allt of mikla ósjálfbæra nýtingu hálendisins. Við hljótum að geta sammælst um að það sem eftir er af víðernum hálendisins eigi einfaldlega að verja fyrir virkjanaframkvæmdum. Allt tal um annað er bara vandræðalegt bergmál úr fortíðinni og endurómur úr úreltri stóriðjustefnu. Og augljóslega hefði þurft að vinna miklu meira í samráði við almenning og náttúruverndarsamtök, frekar en að setja meginþungann á pólitíska málamiðlun milli stjórnarflokkanna, sem hélt síðan ekki einu sinni þegar á reyndi. En eins og ég segi þá eru Píratar hjartanlega sammála því markmiði að vernda eigi hálendi Íslands. Það þarf einfaldlega að vinda ofanaf klúðri þessa kjörtímabils og setja vinnuna í píratalegra ferli í lýðræðislegt samtal þar sem verður í alvöru hlustað á sjónarmið þeirra sem standa með náttúruvernd.“ Au ður: „Píratar virðast styðja þjóðgarð á Hálendinu samkvæmt svarinu og þau telja greinilega að vernd svæðisins sé gríðarlega mikilvæg sem er mjög gott, þetta er staðið.“ ✅Finnur: „Já, ég tek undir það að Píratar virðast vilja Hálendisþjóðgarð sem er jákvætt og þau virðast vera með á hreinu hverju þau myndu vilja breyta til þess að bæta frumvarpið, til dæmis til þess að koma í veg fyrir að meiri orkunýting verði inni í þjóðgarðinum og svo virðast þau vilja koma þessu á dagskrá og það á gagnsæjan hátt. Þetta er fullnægjandi svar.“ ✅ Rósa Björk Brynjólfsdóttir er þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Sigurjón Samfylkingin, Rósa Björk Brynjólfsdóttir svarar: „Samfylkingin hefur alltaf stutt miðhálendisþjóðgarð enda eru víðerni og óbyggðir Íslands ómetanleg auðlind og lagði til að mynda formaður flokksins fram þingsályktunartillögu árið 2015 um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Þjóðgarðar hafa líka sýnt sig að vera mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og stuðla að velsæld sveitarfélaganna sem liggja að þjóðgörðum, og eru mikilvægt púsl í því að fræða almenning um náttúruvernd og ábyrga hegðun og umgengni við ómetanleg landssvæði. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs væri því veigamikið skref í átt til verndunar íslenskrar náttúru þar sem aðgangur almennings að svæðinu yrði jafnframt tryggður. Stuðningur Samfylkingarinnar við miðhálendisþjóðgarð helst líka í hendur við ábyrga landnotkun og heftingu jarð- og sandfoks mestu eyðimerkur Evrópu, sem eru sandar íslenska hálendisins. Þjóðgarðurinn yrði sá langstærsti í Evrópu og unnt að kynna á alþjóðavettvangi og markaðssetja sem óraskað víðerni og dýrmætt náttúrusvæði á heimsvísu.“ Finnur: „Þetta svar gefur það til kynna að Samfylkingin hefur góða heildarsýn hvað varðar Hálendisþjóðgarð og virðist vilja þetta. Þau vilja setja áherslurnar á náttúruvernd, upplifun fólks og fræðslu sem er mjög jákvætt; þetta eru svona aðaláherslur þjóðgarðs sem að ég myndi vilja sjá líka. Þau draga það einnig fram að stór þjóðgarður gæti verið góð fyrirmynd fyrir önnur lönd í heiminum til þess að gera hið sama. Þannig að þetta er fullnægjandi svar.“✅Auður: „Já, ég er bara mjög sammála Finni hérna, þetta var bara skýrt og vel ígrundað og staðið.“✅ Guðmundur Ingi Guðbrandsson.Vísir/Vilhelm Vinstri græn, Guðmundur Ingi Guðbrandsson svarar: „Við vinstri græn styðjum svo sannarlega við stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands. Ég lagði frumvarp þess efnis fram á þingi núna á kjörtímabilinu og við munum ekki láta okkar eftir liggja að afla hálendisþjóðgarði stuðnings og reyna að ná sem víðtækastri sátt um það mikilvæga verkefni. En við getum líka spurt okkur af hverju er það mikilvægt? Í mínum huga og okkar huga er þetta mikilvægt vegna þess að með þessu getum við tryggt vernd einna stærstu ósnortnu víðerna í Evrópu. Fyrir mér höfum við ákveðna siðferðilega skyldu til þess að gera það í alþjóðlegu samhengi fyrir okkur sjálf og komandi kynslóðir. Þjóðgarður er líka tæki til þess að koma í veg fyrir frekari virkjanir uppi á hálendinu sem myndu annars skemma óbyggðirnar okkar og eyðileggja víðernin, og það viljum við í VG ekki. Þetta er líka tækifæri til þess að ráðast í enn frekari verkefni með bændum og öðrum til þess að endurheimta gróður og jarðveg sem þar hefur tapast. Og svo er þetta að sjálfsögðu mikið tækifæri þegar kemur að því að stýra ferðamönnum þannig að álag af þeirra völdum bitni ekki á náttúrunni og upplifun þeirra geti verið jákvæðari. Og að lokum má kannski segja að rúsínan í pylsuendanum er sú – eins og rannsóknir hér á Íslandi hafa sýnt – að þjóðgarðar eru að skila fjárhagslegum verðmætum heim í hérað og á landsvísu.“ Au ður: „Þetta svar var skýrt og það er stutt af vinnu flokksins við að koma á Hálendisþjóðgarði. Þrátt fyrir að það sé mjög margt í frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð sem ég myndi vilja breyta þá er þetta sá flokkur sem hefur lagt mest á sig fyrir Hálendisþjóðgarð þannig að þetta er staðið.“✅Finnur: „Mér finnst mjög jákvætt í þessu svari að það skín í gegn að VG vilji koma þessu á dagskrá aftur og vilji raunverulega klára þessa hugmynd með sem mestri sátt. Þau eru með góða heildarsýn hvað varðar mikilvægi þjóðgarðsins og þær siðferðislegu skyldur sem við berum gagnvart náttúrunni og komandi kynslóðum – og já, þetta er fullnægjandi svar.“✅ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.Vísir/vilhelm Flokkur fólksins, Inga Sæland svarar: „Spurningin er að vísu virkilega gildishlaðin. En svar Flokks fólksins er einfaldlega það að við styðjum ekki takmarkanir á ferðafrelsi almennings innanlands til að njóta eigin náttúru. Hálendið er unaðsreitur sem má ekki stofnanavæða í formi þjóðgarðs með tilheyrandi ráðherraræði á kostnað almannaréttar. Flokkur fólksins treystir heimamönnum í nærliggjandi sveitarfélögum vel til að halda utanum hálendismálin. Það hafa ekki allir efni á utanlandsferðum og því er gríðarlega mikilvægt að almenningur og sérstaklega efnaminna fólk hafi greiðan aðgang að þessari endurnærandi paradís sem hálendið okkar er. Og það án gjaldtöku. Íslendingar hafa notið hennar lengi, til dæmis innan vébanda útivistarfélaga – og almennt gengið vel um. Við treystum þessu fólki til að njóta hálendisins, virða það áfram og vernda í senn. Hins vegar á að setja mjög strangar kröfur gagnvart þeim sem fara til dæmis með stóra hópa erlendra ferðamanna um hálendið, fólks sem þekkir ekki hina viðkvæmu náttúru og ofurviðkvæman gróðurinn. Flokkur fólksins vill auðvitað setja hömlur á beit á mjög viðkvæmum svæðum á hálendinu, en það kemur alls ekki skýrt fram í einmitt hálendisfrumvarpi Vinstri grænna.“ Finnur: „Út frá þessu svari finnst mér Flokkur fólksins aðeins hafa misskilið tillöguna sem hafi komið fram hvað varðar Hálendisþjóðgarð. Aðalmarkmið þjóðgarðs væri að veita betri stuðning og fræðslu til fólks sem myndi njóta þessara svæða. Hálendisþjóðgarður myndi ekki takmarka ferðafrelsi almennings heldur tryggja áfram það frelsi sem við höfum til þess að njóta þeirra óspilltu víðerna sem við höfum ennþá, hann mynd vernda þann rétt sem við höfum til að njóta þeirra áfram. Þannig að þetta svar er ekki fullnægjandi.“ ❌Auður: „Ég tek undir það, það virðist gæta einhvers misskilnings í því hvað þjóðgarður er. Markmið þjóðgarðs er einmitt að finna þennan góða jafnvægispunkt þar sem hámarksvernd og hámarksaðgengi fara saman. Þannig að þetta svar stenst því miður ekki.“❌ Katrín Baldursdóttir.Sósíalistaflokkurinn Sósíalistaflokkurinn, Katrín Baldursdóttir svarar: „Já, við styðjum það svo sannarlega. Við þurfum að átta okkur á því að víðernin, óbyggðirnar, rokið og vindurinn – það eru gimsteinar framtíðarinnar. Og að sjálfsögðu eigum við að varðveita það eins og við getum. Við eigum alls ekki að virkja á þessum stöðum. Og í rauninni erum við búin að virkja nóg. Og þetta verðum við að varðveita og við megum ekki leyfa einhverjum valdablokkum – hvort sem þær eru útlendar eða innlendar – að ná einhverjum ítökum í þessum verðmætum, þessum gimsteinum okkar – gimsteinum framtíðarinnar. Alls ekki! Þannig að þetta þurfum við að vernda, þetta er framtíðarauðlindin okkar og við megum alls ekki hleypa stórkapítalistum inn í auðlindirnar. Við verðum að fá allar auðlindir til almennings, hvort sem það er á landi eða sjó, eða í lofti. Þetta er okkar stefna: Við viljum lifa í algjörri sjálfbærni – og það er sósíalmismi.“ Au ður: „Í svarinu kemur fram að Sósíalistar vilja vernda Hálendið og virðast hafa góðan skilning á verðmæti þess, hún talar af mikill ástríðu um Hálendið og þau vija gera það með þjóðgarði þannig að þetta er staðið.“✅Finnur: „Mér finnst Sósíalistar skilja mikilvægi þess að stofna Hálendisþjóðgarð í heildarmyndinni og til lengri tíma heldur en bara hvað varðar okkar kynslóð. Þau benda líka á að við erum búin að virkja nóg og að það sé til nóg raforka nú þegar. Þau eru að hugsa lengra en næstu 50 árin og þau eru að hugsa lengra en gróðinn sem virðist oft sitja í fyrsta sæti hérna þannig að þetta svar stenst.“✅
Alþingiskosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Umhverfismál Tengdar fréttir Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45 Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. 10. september 2021 16:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Gefa ríkisstjórnarflokkunum falleinkunn í umhverfisvænni landbúnaðarstefnu Þrenn náttúruverndarsamtök gefa ríkisstjórnarflokkunum þremur nær algera falleinkunn hvað varðar umhverfisáherslur þeirra í landbúnaðarmálum. Stefna þriggja stjórnarandstöðuflokka hlaut náð fyrir augum þeirra. 9. september 2021 15:45
Stefna fimm flokka í orkuskiptamálum standast ekki kröfur fulltrúa náttúruverndarsamtaka Þrenn náttúruverndarsamtök gefa fimm þeirra flokka sem bjóða fram til þings falleinkunn hvað varðar stefnu þeirra þegar kemur að orkuskiptum. 10. september 2021 16:00