Umhverfismál

Fréttamynd

Skoða að byggja göngu­brú yfir Hvít­ár­gljúfur við Gull­foss

Landeigendur jarðar austan megin við Gullfoss skoða nú ásamt öðrum að byggja göngubrú yfir Hvítárgljúfur við Gullfoss. Með brúnni væri hægt að koma í veg fyrir að ráðast þurfi í dýrar framkvæmdir við að byggja upp aðstöðu austan megin en ferðamönnum sem kjósa að fara þeim megin fer fjölgandi með hverju ári. 

Innlent
Fréttamynd

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf
Fréttamynd

Hvers vegna er fjöl­breytni náttúrunnar svona verð­mæt?

Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða lífs á jörðinni og verndun hennar er eitt veigamesta verkefni nútímans. Til að efla samstöðu, vitund og skilning á líffræðilegri fjölbreytni meðal almennings og stjórnvalda hérlendis hefur samstarfsvettvangur sem gengur undir nafninu BIODICE (biodiversity in Iceland/ líffræðileg fjölbreytni á Íslandi, biodice.is) verið stofnaður.

Skoðun
Fréttamynd

Hús­karlar fara ham­förum

Þekkt aðferð manna með veikan málstað er að ráðast á þann sem er ósammála þeim í stað þess að rökræða við hann. Stundum er notað íþróttamál og þá er þetta kallað að fara í manninn en ekki boltann, viðkomandi er sem sagt svo slakur á vellinum að hann ræður ekkert við boltann og reynir því í vanmætti sínum að meiða mótherjann í staðinn. Slík hegðun þykir ekki stórmannleg.

Skoðun
Fréttamynd

Upplýsandi rimma lobbíista um sjókvíaeldið

Jón Kaldal talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins og Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri hjá Arctic Fish um fiskeldi tókust harkalega á um hið umdeilda sjókvíaeldi á Sprengisandi á Bylgjunni.

Innlent
Fréttamynd

Óttuðust að mæta á fund með íbúum eftir eiturefnaslys

Forsvarsmenn lestarfyrirtækis sem átti lest sem fór af sporunum í Ohio fyrr í þessum mánuði mættu ekki á opinn fund sem haldinn var um málið í gær. Vísuðu þeir til öryggisástæðna fyrir því að þeir mættu ekki á fundinn. Mikið magn eiturefna sluppu út í andrúmsloftið þegar lestin fór af sporinu.

Erlent
Fréttamynd

Ekki Hvammsvirkjun!

Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan
Fréttamynd

Reginn greiddi út kaupauka fyrir árangur á sviði sjálf­bærni­mála

Fasteignafélagið Reginn greiddi út kaupauka til lykilstjórnenda félagsins fyrir árangur á sviði sjálfbærnimála á árinu 2022. Þetta er í fyrsta sinn sem fasteignafélagið greiðir út sjálfbærnitengda kaupauka en aðeins eitt annað fyrirtæki í Kauphöllinni, Marel, hefur innleitt álíka hvatakerfi fyrir stjórnendur.

Innherji
Fréttamynd

Tekist á um gróður­setningu trjáa: „Þetta er svo mikil svika­mylla“

Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. 

Innlent
Fréttamynd

Íbúar uggandi eftir meiriháttar eiturefnaslys

Ólykt finnst enn í smábæ í Ohio í Bandaríkjunum eftir að ýmir konar eiturefni sluppu út í umhverfið þegar flutningalest fór út af sporinu fyrr í þessum mánuði. Íbúar þar óttast að eiturefnin ógni heilsu þeirra en fjölda spurninga er enn ósvarað um umfang slyssins.

Erlent
Fréttamynd

Virkj­an­ir verð­a dýr­ar­i og ork­u­verð mun hækk­a vegn­a auk­ins kostn­að­ar

Allar nýjar virkjanir hérlendis verða líklega dýrari en þær sem áður hafa verið reistar og orkuverð mun sömuleiðis hækka vegna aukins framleiðslukostnaðar. Auðlindagjald hefur hækkað úr innan við prósenti af tekjum í allt að tíu prósent. Raforkulögum er ætlað að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Ráðast þarf í breytingar til að tryggja betur að markmiðum laganna verði náð.

Innherji
Fréttamynd

Vilja láta banna fisk­eldi í sjó­kvíum

Landvernd vill láta banna frekari vöxt sjókvíaeldis við strendur landsins þar til bætt hefur verið úr regluverki. Áhrif hagsmunaaðila á lagasetningu og umgjörð greinarinnar geti ekki talist eðlileg.

Innlent
Fréttamynd

Orkuveitan nefnir niðurrif Árbæjarstíflu sem valkost

Niðurrif Árbæjarstíflu er meðal valkosta sem Orkuveita Reykjavíkur hefur lagt fyrir borgaryfirvöld með ósk um samstarf um það sem kallað er „niðurlagningaráætlun Elliðaárvirkjunar“. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar hefur fallist á að málið verði unnið áfram.

Innlent
Fréttamynd

Hvalkjöt fyrir 2,8 milljarða króna til kaupenda í Japan

Um 2.600 tonn af íslensku hvalkjöti eru væntanleg með skipi til Japans um miðja þessa viku og er þetta mesta magn hvalaafurða sem flutt hefur verið út frá Íslandi í 35 ár. Útflutningsverðmætið nemur um 2,8 milljörðum króna, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Hjón í nýsköpun: Hugmyndin kom óvart í feðraorlofi í Barcelona

„Fyrstu mánuðina okkar í Barcelona var ég í feðraorlofi og að læra spænsku eftir að hafa flutt fra Danmörku. Ég hafði útbúið gagnagrunn í Excel um fýsileika vindmylluverkefna og velti fyrir mér hvort ég gæti selt þetta sem vöru en áttaði mig þó á því að ég myndi fljótt gera mig atvinnulausan sem ráðgjafi ef ég seldi grunninn frá mér,“ segir Edvald Edvaldsson um aðdragandann að því að nýsköpunarfyrirtækið Youwind Renewables varð til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti

Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma.

Skoðun