Veiðiréttareigendur borgi ekki einu sinni virðisaukaskatt Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. september 2023 15:14 Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga, er til vinstri og Kjartan Ólafsson, einn stofnenda fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax, til hægri. Vísir/Bylgjan/Aðsend Stofnandi fiskeldisfyrirtækisins Arnarlax sér tækifæri til að bæta framkvæmdina sem er á sjókvíeldi í dag en mikill styr hefur undanfarið staðið um greinina. Framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga líkir mistökum Artic Fish við slysið í Tsjernobyl og segir að íslenska laxastofninum verði útrýmt í boði stjórnvalda verði ekkert gert. „Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43. Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
„Erfðablöndun mun á endanum, það er bara staðreynd, útrýma þessum stofni. Þó það muni einhverjir fiskar ganga upp í árnar okkar eftir tíu, fimmtán, tuttugu ár þá verður það ekki villti íslenski laxastofninn. Og við sem samfélag eigum að vera komin lengra í dag en það í dag að samþykkja þetta,“ segir Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landsambands veiðifélaga. Hann telur einu raunhæfu niðurstöðuna að hætta sjókvíeldi. Margt hægt að bæta Kjartan Ólafsson, einn stofnenda Arnarlax, segir af og frá að hætta sjókvíeldi og sér tækifæri til að bæta þá framkvæmd sem er á sjóvkíeldi í dag, enda sé tækifæri til að framleiða meira prótein í hafi. „Ég efast ekki um að báðir þessir hópar geti horft á fjölmargt, ef hagsmunir snúa að því að vernda villta laxinn þá er fjölmargt sem hægt er að gera á báðum hliðum til að bæta þá framkvæmd sem er í dag. Og veiðiréttareigendur, þetta er ekkert fólkið í landinu. Þetta er gríðarlega öflugur hagsmunahópur. Lög um utanvegaakstur eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Lög um dýravernd eiga ekki við um veiðiréttareigendur. Þeir borga ekki einu sinni virðisaukaskatt,“ segir Kjartan. Peningurinn ekki inn á norska bankareikninga Gunnar Örn segir umræðuna ekki snúast um stangveiðimenn heldur um fólkið í landinu. 2.200 lögbýli hafi tekjur af stangveiði sem skili fimmtán milljörðum á hverju ári. Þá haldist peningurinn hérlendis, en fari ekki inn á norska eða svissneska bankareikninga. Hann líkir mistökum Artic Fish við Tsjernobyl kjarnorkuslysið. „Ef maður horfir á þessi slys sem eru að eiga sér stað, eins og hjá Arnarlaxi 2021 þar sem verið er að skipta um nótapoka. Að þessu sé leyft að viðgangast, svona vinnubrögðum í sjónum, þar sem við erum að sýsla með þetta. Ljósastýring sé ekki viðhöfð hjá Artic Fish núna, fóðurvélin sé inni í kvínni og geri gat á hana. Það er eins og menn átti sig ekki á hvað þeir eru að sýsla með. Fyrir íslenska villta laxastofninn þá er þetta eins og kjarnorkuúrgangur. Það sem er að gerast núna í ánum í Húnavatnssýslu og í Dölunum, það er bara eitt risastórt Tsjernobyl fyrir íslenska laxastofninn. Þannig er staðan. Honum verður bara útrýmt,“ segir Gunnar Örn. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á fjörugar rökræður Gunnars og Kjartans í heild sinni hér að neðan. Viðtalið hefst á mínútu 44:43.
Umhverfismál Sjókvíaeldi Vesturbyggð Fiskeldi Skattar og tollar Tengdar fréttir Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45 „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. 23. september 2023 12:45
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21