Langflestir strokulaxanna kynþroska: „Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. september 2023 12:45 Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri hjá Hafrannsóknunarstofnun. Vísir/Arnar/Elías Pétur Langflestir eldislaxanna sem norsku rekkafarnir hafa veitt á Vesturlandi voru kynþroska. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun telur að rúmlega þúsund kynþroska laxar leiti nú upp í ár á Vesturlandi og víðar. Erfðablöndun við villta íslenska laxinn sé það nákvæmlega sem menn hafa óttast. Norskir rekkafarar hafa farið í ár á Vestfjörðum síðustu daga og freistað þess að veiða eldislax sem slapp úr sjókvíum Artic Sea Farm á Patreksfirði í sumar. RÚV greinir frá því að markmið aðgerðanna sé að koma í veg fyrir innblöndun norska erfðalaxins við villta íslenska laxins. Kynþroskinn keyri eldislaxinn áfram Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknunarstofnun segir í samtali við fréttastofu að fjörutíu af fjörutíu og tveimur löxum sem sendir hafa verið til greiningar hjá stofnuninni hafi verið kynþroska. „Það er það sem við erum búin að fá í hús og fara í gegnum. Það eru reyndar fleiri fiskar sem komu frosnir sem á eftir að fara í gegnum og rannsaka en þetta eru um það bil hlutföllin. Og það er náttúrulega ástæðan fyrir því að þau eru greyin að leita upp í árnar. Þetta er kynþroskinn sem dregur þá þangað,“ segir Guðni. Er þetta ekki það sem menn óttuðust? „Jú, það er það sem að í rauninni allar aðgerðir hafa miðað við. Í fyrsta lagi að halda fiskum inni í sínum kvíum og síðan að vera með mótvægisaðgerðir þannig að forðast að þeir verði kynþroska. Það er reyndar búið að kynbæta þá fyrir síðkynþroska og vexti. En eitt af því sem menn hafa verið að beita er að hafa ljósastýringar líka í kvíunum þannig að fiskar verði ekki varir við breytinguna í daglengd. Það er breytingin í daglengd sem ræður því hvenær þeir fara í kynþroska. Þeir skynja það á breytingunni að nú sé komið haust og þá sé tími til að koma sínum genum áfram.“ Hann segir að verið sé að leita frekari aðferða til að bæla kynþroska eldislaxa en aðferðirnar hafi ekki náð viðunandi árangri. Í Noregi hafi þeir til dæmis hætt að nota slíkar aðferðir vegna dýraverndunarsjónarmiða. Rúmlega þúsund fiskar kynþroska Guðni segir að slysið sé það afdrifaríkasta sinnar tegundar hér á landi. Hafrannsóknarstofnun hafi ekki áður orðið vör við þetta háa hlutfall kynþroska eldislaxa eftir slysasleppingu. „Það var náttúrulega búið að slátra upp úr þessari kví sem götin komu á. En það var gerð mæling á kynþroskastigi í annarri kví á sama stað og þar voru 35 prósent í úrtakinu sem voru kynþroska sem að bendir kannski til þess að þriðjungur af þessum 3.500, ef að sú tala er rétt – hún er svona með öryggismörkum, það er það sem að við eigum von á að leiti upp í ár. Fiskar sem sleppa ókynþroska, það er náttúrulega hærri dánartala á þeim heldur en þessum sem eru orðnir stórir og leita beint inn í ár til hrygningar.“ Hann segir norska eldislaxinn ansi frábrugðinn íslenska laxinum. Hér á landi, og víðar í Evrópu, hafi villti laxinn aðlagast umhverfi sínum í þúsundir ára; þeir hæfustu lifi enda af. Norska kynbótalaxinn sé hins vegar búið að rækta fyrir vaxtahraða, holdgæði og aðra eftirsótta eiginleika eldisfiska. „Hætta á að stofnarnir minnki“ „Ef að [eldislaxinn] fer að blandast okkar stofnum þá bæði hefur það áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og hættan er sú að smám saman minnki þróttur okkar laxastofna þannig að það komi niður á stofnstærðum þegar að fram líða stundir [...] Og svo fyrir utan að laxastofnar í Atlantshafi eiga undir högg að sækja af umhverfislegum ástæðum og ef það eru aðrir þættir sem að leggjast ofan á þá er hætta á því að stofnarnir minnki og þar með bæði náttúruverðmæti þeirra og síðan nýtingarverðmæti, sem er mjög mikið.“ Guðni segir of snemmt að segja til um hvort að slysið hafi valdið óafturkræfum skaða á umhverfi. Það þurfi að koma í ljós hve margir eldisfiskar taki þátt í hrygningu svo og hve mörgum hægt verði að ná áður en til þess kemur. „Menn sjá umfangið náttúrulega ekki nærri, nærri strax. Það þarf að mæla það yfir lengri tíma. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast og vilja forðast í lengstu lög af því að ef að innblöndunin verður að þá eru miklar líkur til þess að hún sé óafturkræf,“ segir Guðni Guðbergsson sviðsstjóri á ferskvatns- og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar. Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Norskir rekkafarar hafa farið í ár á Vestfjörðum síðustu daga og freistað þess að veiða eldislax sem slapp úr sjókvíum Artic Sea Farm á Patreksfirði í sumar. RÚV greinir frá því að markmið aðgerðanna sé að koma í veg fyrir innblöndun norska erfðalaxins við villta íslenska laxins. Kynþroskinn keyri eldislaxinn áfram Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknunarstofnun segir í samtali við fréttastofu að fjörutíu af fjörutíu og tveimur löxum sem sendir hafa verið til greiningar hjá stofnuninni hafi verið kynþroska. „Það er það sem við erum búin að fá í hús og fara í gegnum. Það eru reyndar fleiri fiskar sem komu frosnir sem á eftir að fara í gegnum og rannsaka en þetta eru um það bil hlutföllin. Og það er náttúrulega ástæðan fyrir því að þau eru greyin að leita upp í árnar. Þetta er kynþroskinn sem dregur þá þangað,“ segir Guðni. Er þetta ekki það sem menn óttuðust? „Jú, það er það sem að í rauninni allar aðgerðir hafa miðað við. Í fyrsta lagi að halda fiskum inni í sínum kvíum og síðan að vera með mótvægisaðgerðir þannig að forðast að þeir verði kynþroska. Það er reyndar búið að kynbæta þá fyrir síðkynþroska og vexti. En eitt af því sem menn hafa verið að beita er að hafa ljósastýringar líka í kvíunum þannig að fiskar verði ekki varir við breytinguna í daglengd. Það er breytingin í daglengd sem ræður því hvenær þeir fara í kynþroska. Þeir skynja það á breytingunni að nú sé komið haust og þá sé tími til að koma sínum genum áfram.“ Hann segir að verið sé að leita frekari aðferða til að bæla kynþroska eldislaxa en aðferðirnar hafi ekki náð viðunandi árangri. Í Noregi hafi þeir til dæmis hætt að nota slíkar aðferðir vegna dýraverndunarsjónarmiða. Rúmlega þúsund fiskar kynþroska Guðni segir að slysið sé það afdrifaríkasta sinnar tegundar hér á landi. Hafrannsóknarstofnun hafi ekki áður orðið vör við þetta háa hlutfall kynþroska eldislaxa eftir slysasleppingu. „Það var náttúrulega búið að slátra upp úr þessari kví sem götin komu á. En það var gerð mæling á kynþroskastigi í annarri kví á sama stað og þar voru 35 prósent í úrtakinu sem voru kynþroska sem að bendir kannski til þess að þriðjungur af þessum 3.500, ef að sú tala er rétt – hún er svona með öryggismörkum, það er það sem að við eigum von á að leiti upp í ár. Fiskar sem sleppa ókynþroska, það er náttúrulega hærri dánartala á þeim heldur en þessum sem eru orðnir stórir og leita beint inn í ár til hrygningar.“ Hann segir norska eldislaxinn ansi frábrugðinn íslenska laxinum. Hér á landi, og víðar í Evrópu, hafi villti laxinn aðlagast umhverfi sínum í þúsundir ára; þeir hæfustu lifi enda af. Norska kynbótalaxinn sé hins vegar búið að rækta fyrir vaxtahraða, holdgæði og aðra eftirsótta eiginleika eldisfiska. „Hætta á að stofnarnir minnki“ „Ef að [eldislaxinn] fer að blandast okkar stofnum þá bæði hefur það áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika og hættan er sú að smám saman minnki þróttur okkar laxastofna þannig að það komi niður á stofnstærðum þegar að fram líða stundir [...] Og svo fyrir utan að laxastofnar í Atlantshafi eiga undir högg að sækja af umhverfislegum ástæðum og ef það eru aðrir þættir sem að leggjast ofan á þá er hætta á því að stofnarnir minnki og þar með bæði náttúruverðmæti þeirra og síðan nýtingarverðmæti, sem er mjög mikið.“ Guðni segir of snemmt að segja til um hvort að slysið hafi valdið óafturkræfum skaða á umhverfi. Það þurfi að koma í ljós hve margir eldisfiskar taki þátt í hrygningu svo og hve mörgum hægt verði að ná áður en til þess kemur. „Menn sjá umfangið náttúrulega ekki nærri, nærri strax. Það þarf að mæla það yfir lengri tíma. Þetta er nákvæmlega það sem menn hafa óttast og vilja forðast í lengstu lög af því að ef að innblöndunin verður að þá eru miklar líkur til þess að hún sé óafturkræf,“ segir Guðni Guðbergsson sviðsstjóri á ferskvatns- og eldissviði Hafrannsóknarstofnunar.
Sjókvíaeldi Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir „Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04 Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21 MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
„Sjókvíaeldisskrímslin“ hafa yfirtekið Fífudalsá Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur segist orðinn þreyttur á undanbrögðum yfirvalda. Niðurstöður ferðar hans í Arnarfjörð séu sláandi. 21. september 2023 16:04
Erlendir blaðamenn mitt í sjókvíaeldishamförum á Íslandi Í kvöld fer fram bókakynning á Nordica þar sem vakin er athygli á útgáfu bókarinnar The New Fish eftir Norðmennina Simen Saetre og Kjetil Ostli. Hópur erlendra blaðamanna lenti óvænt í miðju sjókvíaeldishamfara – mestu krísu sem fiskeldisfyrirtækin og reyndar íslenski laxinn hafa staðið frammi fyrir. 19. september 2023 15:21
MAST fer fram á opinbera rannsókn vegna strokulaxa Matvælastofnun hefur óskað eftir því að opinber rannsókn fari fram vegna brota Artic Sea Farm ehf á lögum um fiskeldi. 19. september 2023 13:55