Líður að verri loftgæðum? Hólmfríður Sigþórsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifa 5. október 2023 10:32 Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Umhverfismál Loftslagsmál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Einn í viku deyr úr loftmengun Íslenskur vetur væntanlegur með öllum sem honum fylgir, vetrarstillum og verri veðrum. Sannarlega er sjaldan skortur á roki og rigningu, sanngjarnt væri að allt óheppilegt fyki í buffer himinhvolfanna. Því trúa mörg og því haldið á lofti að hér séu loftgæði góð. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (World Health Organization, WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans og rekur árlega um 7 milljónir dauðsfalla til loftmengunar, hver flest orsakist af fínu svifryki.Loftmengun er efst á lista yfir umhverfisþætti sem hafa áhrif á lífeðlisfræðilega og ósmitandi sjúkdóma (Noncommunicable diseases, NCD). Meðal þessara sjúkdóma eru krabbamein, sykursýki, hjartasjúkdómar og langvarandi öndunarfærasjúkdómar. Fjölmörgum finnast þessar tölur tilheyra öðrum löndum en samkvæmt loftgæðaskýrslu Umhverfisstofnunar Evrópu má árlega rekja 60 ótímabær dauðsföll til útsetningar svifryks á Íslandi eins má rekja 204 töpuð æviár vegna loftmengunar á hverja 100.000 íbúa. Þrátt fyrir þessa ógn er loftmengun ekki partur af Íslenskum lýðheilsuvísunum. Þetta sýnir hversu lítið vægi loftmengun fær, gefum henni gaum! Það hefur ekki tekist að tryggja loftgæði í þéttbýli eins og reglugerðir kveða á um. Sveitarstjórnir og stofnanir ríkisins ættu að vinna markvisst að því að tryggja loftgæði með virkum aðgerðum. Í þéttbýli er helsta uppspretta loftmengunar af mannavöldum samgöngur, annars vegar fíngerðar sótagnir sem myndast við bruna jarðefnaeldsneytis og hins vegar grófari agnir sem myndast við slit gatna (ráðandi þáttur er slit nagladekkja á slitlagi). Á vef Stjórnarráðsins segir að „loftgæði á Íslandi séu almennt talin góð þrátt fyrir að sum loftmengunarefni eigi það til að fara yfir skilgreind viðmiðunarmörk nokkrum sinnum á ári.“ Nokkrum sinnum er mörgum númerum og oft. Leyfilegt er að fara 35 sinnum yfir sólarhringsmörk svifryks ár hvert. Á Akureyri fór styrkur svifryks að meðaltali 26 sinnum yfir leyfileg sólarhrings heilsuverndarmörk (50 µg/m3 ) á árunum 2017 til 2019. Núgildandi reglugerðir um viðmiðunar- og heilsuverndarmörk eiga að stuðla að góðum loftgæðum fyrir almenning. Yfirvöld þurfa að geta brugðist hratt og örugglega við svo tryggja megi bestu loftgæði á hverjum tíma þannig að nánast aldrei sé farið yfir viðmiðunarmörk og allt gert til að koma í veg fyrir loftmengun af mannavöldum. Loftmengun dregur úr lífsgæðum og lífslíkum fólks. Nægar heimildir ættu að vera í lögum og reglum svo ávallt megi tryggja loftgæði í þéttbýli eins og viðmið kveða á um. Virðum Parma-yfirlýsingin þar sem áhersla er lögð á að vernda heilsu barna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Tryggjum loftgæði og leyfum leikskólabörnum í þéttbýli að komast út að leika í allan vetur. Hólmfríður Sigþórsdóttir, líffræðikennari, umhverfis- og auðlindafræðingur & flokkráðsfulltrúi VGÁlfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðsJana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og bæjarfulltrúi á Akureyri
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun