Kosningar 2006

Fréttamynd

Vinstri grænir aflýsa kjördæmisþingi vegna veðurs

Vinstri grænir ætluðu sér að halda kjördæmisþing í Norðvesturkjördæmi í Dalabúð í Búðardal í dag. Þar átti að taka ákvörðun um hvernig staðið yrði að uppröðun á framboðslista í Vinstri grænna í kjördæminu. Aðeins félagar svæðisfélaganna hafa þar atkvæðisrétt.

Innlent
Fréttamynd

Veðrið setti strik í reikning Samfylkingarinnar

Talning á atkvæðum úr prófkjöri Samfylkingar í Suðurkjördæmi hefst klukkan tvö á morgun þar sem öll kjörgögn skiluðu sér ekki í hús í kvöld vegna veðurs. Kjörgögnin sem um ræðir eru atkvæði úr prófkjöri flokksins í Vestmannaeyjum.

Innlent
Fréttamynd

Steinunni Valdísi hryllir við skoðunum þingmanns Frjálslynda flokksins

Steinunn Valdís Óskarsdóttir einn frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar segir Magnús Þór Hafsteinsson þingmann Frjálslynda, kynda undir ótta fólks við útlendinga. Skoðanir þingmannsins séu hrollvekjandi. Hún spyr sig hvort Frjálslyndi flokkurinn ætli að taka upp ískalda þjóðernishyggju til að freista þess að auka fylgi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar leiðir á ný

Nú rétt í þessu bárust tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Gunnar Svavarsson hefur hlotið 1245 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 2061 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 2155 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Svavarsson leiðir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi eftir 2. talningu

Nýjar tölur um dreifingu atkvæða í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi voru að berast frá formanni kjörstjórnar Halldóri S. Guðmundssyni. Hafa atkvæði fallið þannig að Gunnar Svavarsson hefur hlotið 683 atkvæði í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir 1.137 atkvæði í 1.-2. sæti og Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur hlotið 1.258 atkvæði í 1.-3. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Úrslit væntanleg úr fjórum prófkjörum um helgina

Prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi eru haldin í dag og úrslit í póstkosningu í Norðausturkjördæmi verða tilkynnt. Auka kjördæmisþing framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi verður einnig haldið í dag.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar áfram við völd

Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabilið 2006-2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, umhverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, atvinnumál, ábyrga fjármálastjórn, ferða- og samgöngumál.

Innlent
Fréttamynd

Meirihluti myndaður í Skagfirði

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Skagafirði hafa samið um myndum meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði. Oddviti Samfylkingarinnar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verður forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks Gunnar Bragi Sveinsson verður formaður byggðarráðs.

Innlent
Fréttamynd

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins fallið

Eitt höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni féll í gærkvöldi þegar K-listi og A-listi í Bolungarvík mynduðu meirihluta án aðildar Sjálfstæðisflokksins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem sjálfstæðismenn eru ekki ýmist með hreinan meirihluta, eða eiga aðild að meirihluta, í rúmlega sextíu ára kaupstaðarsögu Bolungarvíkur.

Innlent
Fréttamynd

117 höfnuðu tillögum

Alls 117, eða þriðjungur kosningabærra, höfnuðu öllum þremur tillögum að nöfnum á nýsameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps á Ströndum.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Steinsson efstur

Í Hörgárbyggð var óbundin kosning. Íbúar á kjörskrá voru 287 og þar af greiddi 181 atkvæði. Kosningu hlutu Helgi B. Steinsson, Birna Jóhannesdóttir, Árni Arnsteinsson, Jóhanna María Oddsdóttir og Guðný Fjóla Árnmarsdóttir.

Innlent