Innlent

1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

1087 hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Prófkjörið fer fram á morgun laugardag og er kosið í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7, Laugardal (norðan Laugardalshallar).

Þar eru næg bílastæði og geta kjósendur valið um að kjósa rafrænt eða á pappír. Kjördeild verður opin frá kl. 10 til 18 og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir kl. 18.00.

Fimmtán frambjóðendur taka þátt í prófkjörinu en kosið er um 8 efstu sætin.

Rétt til þátttöku í prófkjörinu hafa allir félagsmenn í Samfylkingunni sem eiga lögheimili í Reykjavík og jafnframt þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu við flokkinn og eiga lögheimili í Reykjavík.

Félagsmönnum í Reykjavík sem hafa skráðan gsm síma í símaskrá stendur til boða að kjósa á netinu og stendur sú kosning yfir til kl. 22.00 á föstudagskvöld og frá kl. 10 til 18 á morgun laugardag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×