Innlent

Meirihluti myndaður í Skagfirði

Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir MYND/Vísir

 

Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í Skagafirði hafa samið um myndum meirihluta í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Flokkarnir eru sammála um að auka traust samfélagsins á sveitarstjórninni ásamt því að standa vörð um ímynd Skagafjarðar á vettvangi sveitarstjórnar og hafa í heiðri heiðarleg og traust vinnubrögð. Jákvæðni, samstaða og vinnugleði eiga að einkenna störf sveitarstjórnar. Jafnræði þegnanna og opin stjórnsýsla verða í heiðri höfð og leitast verður við að íbúar hafi greiðan aðgang að fulltrúum í stjórnum og nefndum. Einstök málefni sem hér verða talin upp byggja á stefnuskrám flokkanna sem lagðar voru fram fyrir kosningarnar 27.mai 2006.

Oddviti Samfylkingarinnar Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir verður forseti sveitarstjórnar og oddviti Framsóknarflokks Gunnar Bragi Sveinsson verður formaður byggðarráðs. Skipting nefnda verður kynnt síðar. Ákvörðun um sveitarstjóra verður tekin af flokkunum í sameiningu.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flokkunum sem oddvitarnir skrifa undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×