Innlent

117 höfnuðu tillögum

Gamli bærinn á Hólmavík. Fjöldi Hólmvíkinga vildi ekki nöfnin Strandabyggð, Sveitarfélagið Strandir eða Strandahreppur.
Gamli bærinn á Hólmavík. Fjöldi Hólmvíkinga vildi ekki nöfnin Strandabyggð, Sveitarfélagið Strandir eða Strandahreppur. MYND//Jón Jónsson

Alls 117, eða þriðjungur kosningabærra, höfnuðu öllum þremur tillögum að nöfnum á nýsameinuðu sveitarfélagi Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps á Ströndum.

Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri á Hólmavík, segir það hlutverk fulltrúa nýrrar sveitarstjórnar að taka ákvörðun um hvað þeir geri. "Yfirstrikanirnar náðu ekki fimmtíu prósentum. Ákvörðunin er blátt áfram að staðfesta nafngiftina eða ekki," segir Ásdís og bætir við að gamla nafngiftin, Hólmavíkurhreppur, verði áfram nafn sveitarfélagsins staðfesti nýja stjórnin ekki nafnið Strandabyggð.

Valdemar Guðmundsson, fulltrúi meirihlutans, segir enga ákvörðun tekna fyrr en sveitarstjórnin kemur saman, fimmtán dögum eftir kosningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×