Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar

Fréttamynd

Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Öflugur Kvik­mynda­sjóður er for­senda kvikmyndastefnunnar

Höfuðmarkmið Kvikmyndastefnu Íslands til ársins 2030 sem leit dagsins ljós haustið 2020 er „að íslensk kvikmyndagerð megi blómstra og dafna á komandi áratug. Henni er ætlað að styrkja íslenska menningu og tungu og sjálfsmynd þjóðarinnar, efla atvinnulífið og stuðla að sterku orðspori Íslands.“ (Kvikmyndastefnan bls 7.)

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn skuldi kjós­endum skýringar

Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur.

Innlent
Fréttamynd

Vilja skýrari svör um af­greiðslu fjár­laga og þing­slit

Formaður Viðreisnar segir að starfsstjórnin verði að leggja fram skýrari svör um afgreiðslu fjárlaga og þingslit en þau sem komu fram á fundi formanna flokkanna á Alþingi í dag. Ríkur vilji sé hjá flokkunum að klára þau mál sem eðlilegt sé að klára.

Innlent
Fréttamynd

Flutningurinn góður fyrir Fram­sókn en slæmur fyrir Sjálf­stæðis­flokk

Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðaherra og varaformaður Framsóknarflokksins segir það afar stór tíðindi á hægri væng stjórnmála að Sigríður Andersen fyrrverandi ráðherra sé gengið til liðs við Miðflokkinn. Þó svo að Sigríður segist ekki vera að flýja Sjálfstæðisflokkinn þá sé hún að gera það.

Innlent
Fréttamynd

Úti­loka ekki sam­starf en segja mál­efnin skipta mestu máli

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson útiloka ekki að starfa saman í tveggja flokka stjórn. Þau segja samt málefnin alltaf skipta mestu máli. Kristrún segir mögulega styttra á milli Miðflokks og Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og annarra flokka. Kristrún og Sigmundur fóru yfir stöðuna á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Spáir því að Bjarni gangi til liðs við Mið­flokkinn

Össur Skarphéðinsson fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar spáir því að Bjarni Jónsson fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna muni ganga til liðs við Miðflokkinn. Það sagði Össur á Sprengisandi í Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir stöðuna í stjórnmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Vara ráð­herra við hörmungum ef lykil­hring­rás í hafinu stöðvast

Sumir fremstu loftslagsvísindamanna heims eru á meðal þeirra sem vara norræna ráðherra við alvarlegri ógn við mikilvæga hringrás í Norður-Atlantshafi sem gæti haft hörmungar í för með sér fyrir Norðurlöndin. Fjórir íslenskir fræðimenn eru á meðal þeirra sem skrifa undir opið bréf þess efnis.

Innlent
Fréttamynd

Sölunni slegið á frest

Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Átti líka morgunspjall við ríkis­lög­reglu­stjóra vegna Yazans

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var annar tveggja fyrrverandi dómsmálaráðherra úr röðum Sjálfstæðisflokksins sem höfðu samband við ríkislögreglustjóra morguninn sem embættið stóð í brottvísun tólf ára drengs frá Palestínu, Yazan Tamimi. Auk þess hafði Jón Gunnarsson samband auk félags- og vinnumarkaðsráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Ein­okun á um­ræðunni

Hiti er kominn í kjaraviðræður en kennarastéttin ákvað að sármóðgast á dögunum þegar Einar Þorsteinsson borgarstjóri benti á þá einföldu staðreynd að kennarar krefjast sífellt hærri launa fyrir sífellt minni kennslu. Sögðu kennarar fullyrðinguna lýsa algjöru skilningsleysi á kennarastarfinu og að um væri að ræða svívirðilega móðgun við stéttina.

Innherji
Fréttamynd

Skrifar sundur­lyndið ekki bara á Vinstri græn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Ingi mætir í Sam­talið á ólgutímum

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra mætir í Samtalið með Heimi Má í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14:00. Seinna í dag liggur leið hans á Bessastaði til að taka einnig við innviðaráðuneytinu í minnihluta starfsstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Starfsstjórn með minni­hluta á Al­þingi tekur við síð­degis

Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem mynduð var í apríl verður formlega leyst frá völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag, tveimur dögum eftir að forseti Íslands samþykkti lausn hans og annarra ráðherra þeirrar ríkisstjórnar úr embætti og skipaði alla ráðherrana í starfsstjórn. Ný minnihluta-starfsstjórn tekur við völdum á Bessastöðum síðdegis.

Innlent
Fréttamynd

„Loksins er lokið lengsta dauða­stríði nokkurrar ríkis­stjórnar“

Forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og kosningar á þingi í dag. Formaður Miðflokksins sagði dauðastríði ríkisstjórnarinnar loks lokið og formenn annarra stjórnarandstöðuflokka sögðu kosningarnar tækifæri til breytinga. Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði erindi ríkisstjórnarinnar lokið og formaður Vinstri grænna sagði hann óhæfan til að leiða ríkisstjórn. 

Innlent
Fréttamynd

Þing­rof og kosningar á dag­skrá þingsins

Þingfundur hefst klukkan 10.30 í dag. Á dagskrá fundarins er tilkynning forsætisráðherra um þingrof og alþingiskosningar þann 30. nóvember. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Minni­hluta­stjórn tekur væntan­lega við völdum á morgun

Allt útlit er fyrir að tveggja flokka minnihluta starfsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taki við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum á morgun. Þar með lýkur stjórnartíð ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar sem skipuð var í apríl, og eftir atvikum tveggja daga stjórn starfsstjórnar undir hans forsæti.

Innlent
Fréttamynd

Stemningin „eftir at­vikum á­gæt“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hyggst leggja skiptingu ráðuneyta Vinstri grænna fyrir forseta á ríkisráðsfundi á morgun, sem haldinn verður á Bessastöðum klukkan 18. Hann segir ráðherra VG samt sem áður verða áfram ráðherrar. 

Innlent