Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Pallborð: Átök Ísraelsmanna og Hamas

Umfangsmiklar loftárásir Ísraelsmanna á Gaza standa nú yfir og teikn á lofti um innrás. Aðgerðirnar eru svar stjórnvalda við árásum Hamas-liða á laugardag, þar sem almennir borgarar voru pyntaðir og drepnir.

Innlent
Fréttamynd

Kom á­rás Hamas á ó­vart?

Síðastliðnu sólarhringa hafa borist fréttir af auknum átökum í Ísrael og Palestínu. Fréttamiðlar færa fregnir af fordæmalausri árás þar sem Hamas samtökin hafa náð að valda miklum skaða og mannfalli á meðal Ísraela. Ísrael var ekki undirbúið að Palestínumenn myndu snúa vörn í sókn.

Skoðun
Fréttamynd

„Ekki spurning. Jesús minn, já“

Það urðu fagnaðarfundir í Leifsstöð í morgun þegar hópur Íslendinga lenti sem var staddur í Ísrael þegar Hamas-liðar gerðu árásir sínar á laugardag. Hópurinn ferðaðist til Amman í Jórdaníu og þaðan heim, með millilendingu í Róm.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrir neðan allar hellur að tala um að fagna fjölda­morði“

Til snarpra orðaskipta kom milli viðmælenda í Kastljósi í kvöld, þegar einn viðmælenda sagðist fagna því að einhver talaði máli Palestínumanna, og vísaði þar til árása Hamas-liða á óbreytta borgara í Ísrael um helgina. Formaður utanríkismálanefndar sagði sér brugðið vegna málflutningsins. 

Innlent
Fréttamynd

Vaktin: Sagði Biden að innrás væri óhjákvæmileg

Umfangsmiklar árásir á báða bóga standa nú yfir á Gasaströndinni og í Ísrael. Hundruð eru fallin á báða bóga og þúsundir eru særðar. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur fyrirskipað algjört umsátur um Gasa og er búið eða stendur til að skera á flæði nauðsynja eins og vatns og matvæla á svæðið .

Erlent
Fréttamynd

„Staðan er í einu orði sagt hrylli­leg“

Utanríkisráðherra segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig fyrir hryðjuverkaárásum Hamas-liða, og raunar bera skyldu til að verja borgara sína. Hún segir þó mikilvægt að ríkið haldi sig innan alþjóðalaga í átökunum. Hundruð hafa látist í átökum eftir árásir Hamas á Ísrael um helgina.

Erlent
Fréttamynd

Þotan lögð af stað að sækja Íslendingana

Flugvél Icelandair, sem utanríkisráðuneytið leigði til að sækja Íslendinga í Ísrael, er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli. Farkosturinn er Boeing 757-þotan TF-FIU, sem ber nafnið Hekla Aurora, en hún er máluð í litum norðurljósanna.

Innlent
Fréttamynd

Ísrael þarf að láta hart mæta hörðu

Morguninn 7. október ruddist fjöldi liðsmanna Hamassamtakanna inn í Ísrael. Samkvæmt nýjustu fréttum myrtu þeir yfir 700 Ísraela og særðu yfir 2000. Þeir tóku auk þess yfir 130 gísla. Innrásin kom öllum í Ísrael að óvörum og einn helgasti hátíðisdagur Gyðinga breyttist skyndilega í martröð. Hryðjuverkamönnunum tókst að rjúfa varnarvegg Ísraels að Gazasvæðinu áður en þeir dreifðu sér um nærliggjandi byggðir.

Skoðun
Fréttamynd

Menn uppskera eins og þeir sá

Fjöldi Ísraela og Palestínumanna liggur í valnum í átökum sem nú geysa í Ísrael og Palestínu og mun tala fallinna enn hækka á næstu dögum. Öll fórnarlömb átakanna eru fórnarlömb síonismans - jafnt Ísraelar sem Palestínumenn.

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta verður langvinnt, erfitt og blóðugt“

Veruleg hætta er á því að átökin sem nú standa yfir í Ísrael og á Gaza-svæðinu muni dreifa sér víðar. Þetta segir Arnór Sigurjónsson sérfræðingur í varnarmálum. Innrás Ísrael á Gaza-svæðið sé óhjákvæmileg enda hafi yfirvöld þar heitið því að uppræta Hamas-samtökin.

Erlent
Fréttamynd

„Þetta er ekki venju­legt stríð, það eru engar reglur“

Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Mörg þúsund til viðbótar hafa særst. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. 

Erlent
Fréttamynd

Ógnvekjandi sögur berast frá Ísrael: „Ég sá fólk deyja allt um kring“

Ísraelsk kona sem var gestur á tónlistarhátíð skammt frá Gasaströndin þegar hryðjuverkasamtökin Hamas gerðu árás faldi sig undir tré í þrjár klukkustundir meðan skotregn dundi úr öllum áttum. Fjölskyldur ungs fólks sem var á næturklúbbi nærri Kibbutz Re'im á sama tíma segja enga hjálp frá yfirvöldum að fá, en margra gesta klúbbsins er enn saknað. 

Erlent
Fréttamynd

Níu hundruð fallnir: „Hryllingur að horfa upp á þetta“

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels telur að stríðið þar í landi muni vara í langan tíma. Minnst sex hundruð Ísraelsmenn, þar af 44 hermenn eru sagðir látnir. Þrjú hundruð Palestínumenn eru jafnframt sagðir hafa fallið frá því að stríð hófst í gærmorgun. 

Erlent
Fréttamynd

Vinna að því að koma Íslendingunum heim

Sigurður K. Kolbeinsson, fararstjóri níutíu manna hóps Íslendinga sem er staddur í Jerúsalem í Ísrael, segir unnið að því að koma hópnum heim. Það er til að mynda gert í samvinnu við neyðarteymi Icelandair.

Innlent
Fréttamynd

Harðir bardagar standa enn yfir

Þrjú hundruð Ísraelsmenn, hið minnsta, eru látnir eftir árásir Hamas-samtakanna sem hófst í gærmorgun, samkvæmt sendiráði Ísraels í Tyrklandi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast að á­tökin verði lang­vinn

Fyrrverandi formaður Félagsins Ísland-Palestína óttast að yfirstandandi átök Ísraelshers og hernaðararms Hamas-samtakanna komi til með að verða langvinn. Samkomulag sem feli í sér skipti á pólitískum föngum og stríðsföngum þurfi líklega til að lægja öldurnar.

Erlent