Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmála Gísli Rafn Ólafsson skrifar 8. nóvember 2023 10:00 Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi. Allt eru þetta myndir sem vekja upp tilfinningar hjá öllum þeim sem þær sjá. Tilfinningar eins og reiði, sorg, vonleysi og samkennd. Já, það er okkur manneskjum eðlislægt að finna til þegar brotið er á öðrum manneskjum. Við finnum til samkenndar. Samkenndin er tilfinning ólík mörgum öðrum, því að hún er afleiðing þess að við setjum okkur í spor annarra, þeirra sem við sjáum mynd af eða heyrum frásögn frá. Við finnum því næst sömu tilfinningar og ef þetta væri okkar barn eða okkar fjölskylda sem lægi þarna undir húsarústunum. Læknum, hjúkrunarfólki og öðrum sem horfa upp á erfiða hluti er oft sagt að það megi ekki tengjast skjólstæðingum of persónulegum böndum, því að það geti verið þeim of flókið að starfa í þeim erfiðu aðstæðum sem framundan geta verið. Á sama hátt er okkur stjórnmálamönnum sagt að hugsa ekki um einstaka mál heldur hag heildarinnar. Þetta er hins vegar kolröng nálgun. Það er akkúrat með því að tengjast einstaklingunum og virkja þar með samkenndina sem við fáum drifkraftinn og skilninginn á því hvað þarf að gera, hvað þarf að bæta og hvað þurfi að setja fókusinn á. Ef samkennd væri drifkraftur stjórnmálanna, þá væru engin stríð, þá væri engin fátækt, því þá værum við löngu búin að nota þær sterku tilfinningar sem samkenndin vekur innanbrjósts hjá okkur til þess að bæta þann heim sem við lifum í. Höfundur er þingmaður Pírata.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar