Bílastæði

Fréttamynd

Réðst á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan hans

Karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur hlotið dóm fyrir að ráðast á konu sem hafði lagt bíl sínum fyrir aftan bíl mannsins, sem fyrir vikið komst ekki leiðar sinnar. Karlinn hafði lagt í stæði konunnar en merkingar sáust ekki því snjór var yfir öllu.

Innlent
Fréttamynd

Von­svikin með að ríkið vilji ekki byggja bíla­kjallara

Skipulagsráð Akureyrar hafnaði ósk Framkvæmdasýslunnar-Ríkiseigna (FSRE) um að breyting yrði gerð á deiliskipulagi svæðis þar sem fyrirhugað er að reisa nýja heilsugæslu. Samkvæmt gildandi skipulagi er gert ráð fyrir bílakjallara undir nýbyggingunni en FSRE segir ekki gert ráð fyrir slíku í fjárframlögum til framkvæmdarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Rukka inn á bíla­­­stæði í ó­­­þökk sveitar­­fé­lags

Bæjar­stjóri Reykja­nes­bæjar for­dæmir ferða­þjónustu­fyrir­tæki fyrir að rukka gjald inn á bíla­stæði við Reykja­nes­vita. Hann segir fyrir­tækið hafa svikið lof­orð um að koma fyrst upp þjónustu­mið­stöð á svæðinu áður en rukkað yrði inn á það.

Innlent
Fréttamynd

Skilur ekki að borgin ætli að gera veður út af sak­lausum skiltum

Borgin ætlar að fara fram á það við verslunar­eig­endur við Ár­múla að þeir fjar­lægi skilti sem banna öðrum en við­skipta­vinum að leggja fyrir utan verslanir þeirra. Sjálfir eru þeir stein­hissa á málinu, töldu sig eiga stæðin og segja borgina vera að gera veður út af engu.

Innlent
Fréttamynd

Ný bílastæði stytta göngu á útsýnisstaði á eldgosið

Þeir sem vilja ganga að eldstöðinni í Fagradalsfjalli hafa núna möguleika á að stytta gönguna með því að nýta sér ný bílastæði sem tekin hafa verið í notkun. Þá er í bígerð að lagfæra vinsælustu gönguleiðina upp á Langahrygg til að draga úr slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Slökkva á 156 götu­hleðslum í borginni og kenna Ísorku um

Orka náttúrunnar hyggst taka strauminn af þeim 156 götuhleðslum sem fyrirtækið hefur sett upp um víða borg. Félagið sér sig knúið til þess í kjölfar kvörtunar Ísorku yfir að hleðslurnar væru opnar hverjum sem er og það gjaldfrjálst. Slökkt verður á stöðvunum 28. júní.

Neytendur
Fréttamynd

Næsta kynslóð bílastæðakerfa í borginni

Nýjasta kynslóð bílastæðakerfa er á leið í öll sjö bílastæðahús Reykjavíkurborgar. Bílastæðakerfin eru þegar komin upp og hafa verið gerð virk í Kolaporti, Vitatorgi og Stjörnuporti og uppsetning á kerfunum stendur yfir í Traðarkoti og Vesturgötu.

Bílar
Fréttamynd

Nýjungar bætast við Parka appið

Opnað verður fyrir fyrirtækjaáskrift í Parka snjallforritinu á næstu dögum. Í þróun eru fleiri spennandi lausnir úr smiðju fyrirtækisins Computer Vision sem sérhæfir sig í gervigreind. 

Samstarf