Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 18:24 Dagur segist telja að ökumenn leggi oft illa af hreinu gáleysi. Aðsend Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Fleiri fréttir Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Sjá meira
Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend
Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Fleiri fréttir Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Stjórn segir uppbygginguna þrekvirki en frjálsíþróttirnar harma stöðuna Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Sjá meira