Sveitarstjórnarkosningar 2022

Fréttamynd

Oddvitaáskorunin: Festist í handmokaðri gröf

Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Lífið
Fréttamynd

Hveragerði margbreytileikans

Hveragerði er samfélag þar sem ungir sem aldnir geta lifað enn betra lífi í leik og starfi og eiga bæjaryfirvöld að styðja við fjölskylduvænt samfélag fyrir alla.

Skoðun
Fréttamynd

Skattahækkun um bakdyrnar

Meirihlutinn í Reykjavík hefur látið hjá líða að stuðla að nægilega mikilli húsnæðisuppbyggingu innan borgarmarkanna. Fulltrúar meirihlutans gera hlálegar tilraunir til þess skreyta sig með tölfræði um húsnæðisuppbyggingu borgarinnar í methæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Um hafnamál

Nú þegar styttist í kosningar er ekki úr vegi að setja saman stuttan pistil um þann hluta sveitarfélagsins Múlaþings sem fær ekki alltaf næga umfjöllun. Í Múlaþingi eru þrjár hafnir sem hver fyrir sig hefur sína eigin sérstöðu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík?

Ég á dálítið erfitt með að skilja Reykvíkinga sem kjósa Framsóknarflokkinn. Ég hreinlega man ekki til þess að sá flokkur hafi á nokkurn hátt barist fyrir hagsmunum höfuðborgarinnar, a.m.k. ekki frá því ég komst til vits og ára.

Skoðun
Fréttamynd

Fjand­sam­legur kosninga­tími

Í gær, 5. maí, kláraði ég síðasta lokaprófið mitt á fyrsta ári í háskólanum. Samhliða próflestri og vinnu hef ég varið síðustu vikum í kosningabaráttu Pírata í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstkomandi 14. maí.

Skoðun
Fréttamynd

Merki­legur minni­hluti

Eftir sveitarstjórnarkosningar 2018 fengum við í Garðabæjarlistanum þrjá fulltrúa kjörna á móti átta fulltrúum Sjálfstæðisflokks. Við fengum rétt tæplega 30% atkvæða, sem telst frábær árangur hjá framboði sem var að koma saman í fyrsta sinn.

Skoðun
Fréttamynd

Frá­bært Garða­torg – „Eins og í Garða­bæ“

Ímyndum okkur Garðabæ framtíðarinnar. Líf og leikur, fjölbreytt afþreying og þjónusta og falleg almannarými. Það er forgangsverkefni að ljúka Garðatorgi sem glæsilegum miðbæ sem skapar bæjarbrag og er mannlífsmiðja þar sem íbúar hittast og ganga erinda sinna.

Skoðun
Fréttamynd

Forðumst skipu­lags­slysin

Þessa dagana hópast fólk saman og mótmælir valdníðslu, hroka og spillingu stjórnvalda. Og ekki að ósekju. Mörgum er heitt í hamsi og efalítið líka þeim sem alla jafna hafa sig ekki mikið í frammi; fylgjast með mótmælunum úr fjarlægð heima í stofu og tuða við sjálfa sig eða aðra ef svo ber undir.

Skoðun
Fréttamynd

Út­rýmum um­önnunar­bilinu

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 14. maí næstkomandi. Sveitarfélögin gegna lykilhlutverki þegar kemur að grunnþjónustu við almenning, og því er kosið um mörg mikilvæg málefni. Leikskólamál eru meðal þeirra mála. Hið svokallaða umönnunarbil hefur verið til umræðu árum saman, en það er tíminn frá því fæðingarorlofi lýkur og þar til barn kemst í örugga dagvistun.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.

Innherji
Fréttamynd

Vilja að for­eldrar fái greitt fyrir að vera heima með börnin

Leikskólamál hafa verið til mikillar umræðu að undanförnu í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga, sem fara fram eftir rúma viku. Flestir flokkar í Reykjavík hafa til að mynda lagt áherslu á það að hægt verði að bjóða tólf mánaða gömlum börnum leikskólapláss, sem fæst sveitarfélög á landinu gera í dag.

Innlent
Fréttamynd

Jarðtengjum Reykjavík

Nú er ég veitingamaður að atvinnu, en ekki tuðari. Þó á ég bágt með að blanda mér ekki í umræðuna nú þegar líður að borgarstjórnarkosningum.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með rafrettur og munntóbak

Öllum sem láta sig forvarnir einhverju skipta hlýtur að svíða það andvaraleysi sem ríkir meðal stjórnvalda vegna sívaxandi notkunar á rafrettum (weip) eða munntóbaki meðal íslenskra ungmenna. Líklega væri rétt að tala um þetta sem faraldur og þetta mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir heilsu ungmenna í framtíðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Óhagnaðardrifin ævintýraheimur

Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál

Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum.

Skoðun
Fréttamynd

Garða­bær fyrir unga fólkið

Garðabær hefur löngum verið eftirsóttur staður á meðal ungs fólks sem er að hefja fjölskyldulíf. Þannig var það í upphafi þéttbýlismyndunar hér á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og þannig er það enn í dag. Íbúaþróun í Urriðaholti ber þess skýr merki.

Skoðun
Fréttamynd

Er Akur­eyri 50 eininga bær? Svar við skipu­lags­málum

Ég er 50 eininga maður. Ég vil eiga öruggt húsnæði fyrir mig og fjölskylduna mína. Geta brauðfætt okkur, farið mögulega í gott frí saman einu sinni á ári. Átt bíl sem kemur okkur á milli staða og geta kannski lagt nokkrar krónur fyrir mánaðarlega. Það eru mínar 50 einingar.

Skoðun
Fréttamynd

Þátt­töku- og í­búa­lýð­ræði

Við hjá Áfram Árborg leggjum mikla áherslu á íbúalýðræði, virkt samtal og samráð við alla íbúa sveitarfélagsins. Lýðræði snýst um svo miklu meira en að kjósa fulltrúa á 4ja ára fresti. Virkt þátttöku- og íbúalýðræði er stöðugt samtal við íbúa í gegnum íbúafundi, íbúakosningar og einkasamtöl.

Skoðun
Fréttamynd

Af hverju pólitík...

Í ljósi þess að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leyti, og Alþingiskosningar tiltölulega nýafstaðnar, hef ég velt því fyrir mér af hverju pólitík. Fyrir fjórum árum taldi ég mig ekki vera pólitíska og umræðan um pólitík fannst mér frekar leiðinleg og þurr ef ég á að vera hreinskilin.

Skoðun