Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Eggert Sigurbergsson skrifar 5. maí 2022 16:00 Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun