Óhagnaðardrifin ævintýraheimur Ómar Már Jónsson skrifar 5. maí 2022 16:16 Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í ævintýrasögum þarf enginn að taka upp peninga og aldrei er talað um skatta og gjöld, hvað þá rekstur. Þar býr fólk í höllum og hlustar á fagra tóna innan um mikilfengleg listaverk. En þetta eru ævintýri, ekki alvöru heimur með alvöru fólki. Meirihlutaflokkarnir í Reykjavík boða húsnæðisstefnu sem miðar að óhagnaði. Með öðrum orðum, enginn á að hagnast á húsnæði. Enginn á að græða og allir eru glaðir og hamingjusamir! Því þetta er svo flott orð. „Óhagnaðardrifið.“ En þegar meirihlutinn er beðinn um að útskýra hvað í þessu orði felst vandast málið og þá kemur einhver óskiljanlegur orðaflaumur sem enginn skilur. Það munu vera dæmi þess að einhver félagasamtök hafi fengið afslætti frá gjöldum og niðurfelld lóðagjöld og geti fyrir vikið afhent húsnæði til sinna félaga án þess að hagnast á því. Félagið græðir á því að hafa fullt af meðlimum sem vonast til að fá ódýrt húsnæði og mest þeir félagsmenn sem vinna í happadrættinu um húsnæði. Þegar dregið er í happdrættinu mætir borgarstjóri með blóm og fjölmiðlar fagna. Við hin horfum á fréttirnar með börnum og barnabörnum og veltum fyrir okkur í hvaða félag eigi að skrá þau svo þau fari á réttan biðlista. Raunveruleiki eða ævintýri Svo er annar valkostur. Hann er sá að hætta að horfa á ævintýramyndir og horfast í augu við raunveruleikann. Raunveruleikinn felst í að úthluta lóðum og byggja hús á lóðinni. Miðflokkurinn ætlar að gera það. Við í Miðflokknum ætlum að auka lóðaframboð hratt í Reykjavík og skipuleggja hratt ný hverfi og höfum rakið hvernig við ætlum að gera það. Úthlutum lóðum og það nægjanlega mörgum til að hægt sé að fullnægi þeirri þörf sem borgarbúar hafa. Önnur verkefni þarf svo að leysa. Eins og að reisa leikskóla, grunnskóla, vegi, afla vatns og rafmagns og tryggja að frárennsli sé í lagi. Alvöru verkefni sem eru verkefni borgarstjórnar og i þágu íbúa. Það er ekki okkar kjörinna fulltrúa að segja fólki hvernig það á að búa og hvar eða hvaða farartæki það á að nota. Það þarf að gera fólki kleift að búa, vinna og ferðast í borginni sem það vill búa í. Þannig búum við X-Meiri borg. Höfundur er oddviti lista Miðflokksins til borgarstjórnar og fyrrverandi sveitarstjóri
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun