Hvalir

Fréttamynd

„Það er enn hægt að afstýra þessu“

Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­lýsing frá Anahitu Baba­ei og Elissu Bijou

Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið.

Skoðun
Fréttamynd

Líður vel á áttunda degi hungur­verk­falls

Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar.

Innlent
Fréttamynd

Hvalur 8 varð fyrri til

Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu hvalirnir veiddir

Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær.

Innlent
Fréttamynd

Segja við­brögð lög­reglunnar við mót­mælunum ó­á­sættan­leg

Konurnar sem hlekkjuðu sig fastar í möstrum tveggja hvalveiðiskipa í einn og hálfan sólarhring segja aðgerðir lögreglunnar í upphafi mótmælanna hneykslanlegar. Lögreglan hér hafi sýnt ofbeldisfyllri hegðun en önnur þeirra hafi lent í hjá írönskum kollegum þeirra. Þær telja að mótmælin hafi borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Fóru ekki út í morgun

Óhagstæð veðurskilyrði til hvalveiða hafa hindrað veiðar Hvals 8 og 9 í morgun. Afar ólíklegt er að Hval takist að veiða allan kvótann sinn að sögn líffræðings.

Innlent
Fréttamynd

„Maður fer að velta fyrir sér hvort þarna geti verið á ferðinni mann­réttinda­brot“

Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands veltir því fyrir sér hvort lögregla hafi brotið á mannréttindum annars mótmælandans í hvalveiðiskipinu með því að hafa svipt hana eigum sínum. Þá þurfi það að koma til alvarlegrar skoðunar hvort lögreglan hafi gætt meðalhófs í málinu. Fólk missi ekki mannréttindi sín við að viðhafa borgaralega óhlýðni.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á að sjúkra­lið taki við skipunum frá lög­reglu

Stuðningsmenn tveggja kvenna sem eru hlekkjaðar við tunnur í möstrum hvalveiðiskipa í Reykjavíkurhöfn segjast hafa hringt í ítrekað á sjúkrabíl vegna ástands annarrar þeirra en án árangurs í morgun. Vinur þeirra furðar sig á því að sjúkralið svari til lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

„Ef þær koma niður fá þær að drekka og borða“

Lögreglan segist hafa boðið mótmælendum á hvalveiðiskipum Hvals bæði mat og drykk, en aðeins ef þær koma niður. Hann segir lögregluna ekki með neinar aðgerðir skipulagðar vegna mótmælanna. Skipin halda ekki út til veiða í dag vegna veðurs. 

Innlent
Fréttamynd

Í hungur­verk­falli vegna á­kvörðunar Svan­dísar

Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 

Innlent
Fréttamynd

„Mjög sorg­legur dagur fyrir okkar sam­fé­lag“

„Mér finnst þetta mjög sorglegur dagur fyrir okkar samfélag,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, aðspurð um þá ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að heimila hvalveiðar á ný.

Innlent