Innlent

Fagnar inni­lega en spyr hvers vegna Hvalur 9 var ekki stöðvaður

Oddur Ævar Gunnarsson og Telma Tómasson skrifa
Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina segir það ekki hafa verið fyrirséð að MAST myndi stöðva hvalveiðar.
Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina segir það ekki hafa verið fyrirséð að MAST myndi stöðva hvalveiðar. Vísir/Arnar

Val­gerður Árna­dóttir, tals­maður Hvala­vina, fagnar því að Mat­væla­stofnun hafi tekið á­kvörðun um að stöðva tíma­bundið veiðar Hvals 8. Hún segist vona að þetta verði til þess að hinn hval­veiði­báturinn, Hvalur 9 verði einnig stöðvaður. Á­kvörðunin hafi alls ekki verið fyrir­séð.

„Ég fagna því að þetta skip hafi verið stöðvað. Samt auð­vitað spurði ég mig sjálfa strax að því af hverju bæði skipin hafi ekki verið stöðvuð og hef ein­hvern veginn ekki fengið skýringar á því,“ segir Val­gerður í sam­tali við frétta­stofu.

Eins og fram hefur komið tilkynnti stofnunin um tímabundna stöðvun á veiðum Hvals 8 vegna alvarlegra brota á lögum um velferð dýra við veiðar á langreyði. Stöðvunin hefur gildi þar til úrbætur hafa farið fram og verið sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu.

„En þetta eru stór tíma­mót, að MAST skuli yfir­höfuð nota þau verk­færi sem þau hafa til þess að fram­fylgja lögum um dýra­vel­ferð þannig að við fögnum því alveg inni­lega og vonum bara að þetta verði til þess að Hvalur 9 verði líka stöðvaður og að þetta verði til þess að hval­veiðar stöðvist til fram­búðar.“

Val­gerður segist fagna þessum á­fanga. Þó segist hún ekki vita hver verði næstu skref. Hún voni það besta.

Var þetta fyrir­séð?

„Nei, þetta var alls ekki fyrir­séð. Sam­kvæmt okkar fólki og þeim sem hafa lesið reglu­gerðina þá ein­mitt virtust ekki vera viður­lög við því að brjóta lög í reglu­gerðinni sem við gátum séð en greini­lega er eitt­hvað sem MAST telur sig geta gert sam­kvæmt nýrri reglu­gerð og það er bara mjög á­nægju­legt að þau séu að gera það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×