Þarf að skila skýrslu um tvískotinn hval innan tveggja virkra daga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2023 12:01 Hvalur 9 hefur lagt við bryggju í Hvalfirði. Skipið veiddi tvær langreyðar í fyrstu veiðiferð þessa tímabils. snapshot-photography/B.Niehaus Þrjár langreyðar hafa verið veiddar af hvalveiðiskipunum Hvali 8 og 9. Dýraverndunarsinni sem fylgst hefur með starfsemi Hvals í Hvalfirði segir einn hvalanna hafa verið skotinn minnst tvisvar með skutli og veiðarnar því ekki í samræmi við nýja reglugerð. Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður. Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Hvalveiðiskipin Hvalur 8 og Hvalur 9 eru nú bæði komin í höfn eftir fyrsta veiðitúr þessa tímabils. Saman hafa þau veitt þrjár langreyðar en þau héldu út á miðin á miðvikudag. Hvalur 8 landaði fyrstu langreyðinni í nótt. „Sá hvalur hafði verið skotinn minnst tvisvar með hvalskutlum. Síðan þá hefur Hvalur 9 einnig lagst við bryggju með tvo hvali til viðbótar,“ segir Robert Reed, framkvæmdastjóri dýraverndarsamtakanna Paul Watson Foundation í Bretlandi. „Þessi fyrsti hvalur sem var veiddur sannar það að hvorki er hægt að drepa hvali samstundis né hratt.“ Hvalur þurfi að skila skýrslu innan tveggja daga Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun segir í samtali við fréttastofu að þegar atvik sem þetta komi upp þurfi Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem hann skal lýsa atviki og greina mögulegar orsakir þess. Atvikið verði rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Stofnunin meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar halda áfram. Þóra bendir á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot er að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Fara fram á stöðvun hvalveiða „Hvalveiðarnar standast ekki lög um dýravelferð. Og ef þú getur hvorki drepið dýr á mannúðlegan hátt né hratt ætti ekki að drepa þau yfir höfuð,“ segir Rob. Haft var eftir stöðvarstjóra á hvalstöðinni í Hvalfirði í frétt sem birtist á mbl.is í morgun að veiðarnar hafi gengið vel þrátt fyrir blindþoku og leiðindaveður. Í reglugerð matvælaráðherra sem tók gildi 1. september segir að veiðarnar megi ekki fara fram nema við góð veðurskilyrði. Þóra segir að í reglugerðinni sé ekki kveðið á um hvað teljist til góðra veðurskilyrða. Eftirlitsmenn í skipunum eigi eftir að skila skýrslum sínum þar sem veðuraðstæður eru skráðar í þaula. Náttúruverndarsamtök Íslands hafa nú, með bréfi til Matvælastofnunar, farið fram á tafarlausa stöðvun hvalveiða. Vísa samtökin til þess að einn hvalurinn hafi verið skotinn í það minnst í tvígang og að hvalveiðar hafi farið fram við slæmar veðuraðstæður.
Hvalir Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33 Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31 Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Segja eitt dýrið hafa verið skotið tvisvar Þrjár langreyðar voru skotnar í fyrsta túr hvalskipanna Hvals 8 og 9 sem héldu til veiða á miðvikudag eftir að mótmælastöðu tveggja kvenna sem höfðu hlekkjað sig við hvalbátana var hætt. 8. september 2023 07:33
Hvalur 8 varð fyrri til Áhöfnin á Hval 9 hyggst freista þess að veiða aðra langreyði áður en haldið verður til hafnar í Hvalfirði. Tvær langreyðar veiddust í dag og voru það fyrstu hvalirnir sem veiddir hafa verið á yfirstandandi vertíð. 7. september 2023 20:31
Fyrstu hvalirnir veiddir Tvær langreyðar hafa verið veiddar á hvalveiðivertíðinni sem nú stendur yfir. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 sigldu út á miðin í gær. 7. september 2023 18:01