Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

Kane með þrennu í stórsigri Tottenham

Illa hefur gengið hjá Tottenham að undanförnu og liðið þurti því nauðsynlega á sigri að halda gegn slóvenska liðinu Mura. Tvö mörk á fyrstu átta mínútum leiksins lögðu grunninn að 4-1 sigri Lundúnaliðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn lengist meiðslalisti Tottenham

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, segir að félagið hafi verið hræðilega óheppið með meisli að undanförnu. Kantmennirnir Lucas Moura og Steven Bergwijn höltruðu báðir af velli þegar að liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Rennes í Sambandsdeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Daninn bjargaði stigi fyrir Tottenham í Sambandsdeildinni

Tottenham heimsótti franska liðið Rennes í fyrsta leiknum sínum í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar en hún er ný keppni hjá Knattspyrnusambandi Evrópu. Lokatölur 2-2, en það var danski miðjumaðurinn Pierre-Emile Højbjerg sem bjargaði stigi fyrir Lundúnaliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Kennir „hræðilegri skammsýni“ bæjaryfirvalda um vanda Blika

„Því miður er það hræðileg skammsýni bæjarfulltrúa í bæjarráði Kópavogs sem veldur því að Kópavogsvöllur stenst ekki kröfur UEFA.“ Þetta segir Pétur Hrafn Sigurðsson í grein þar sem hann gagnrýnir bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna aðstöðuleysis meistaraflokka Breiðabliks í Evrópukeppnum í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Guðni skoraði tvö en Hammarby er úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Jón Guðni Fjóluson og félagar hans í sænska liðinu Hammarby tóku á móti svissneska liðinu Basel í seinni leik liðanna um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Eftir 3-1 tap í fyrri leiknum tryggði Jón Guðni Hammarby framlengingu með tveimur mörkum, en liðið tapaði 4-3 í vítaspyrnukeppni.

Fótbolti
Fréttamynd

Tap hjá Tottenham í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur heimsótti Pacos de Ferreira frá Portúgal í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, og Lundúnaliðið hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna að viku liðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik

Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar Hrafn: Gerðu enga tilraun til að spila fótbolta

Breiðablik þarf að vinna Aberdeen með tveimur mörkum út í Skotlandi í næstu viku ætli þeir sér áfram í Sambandsdeildinni en þeir töpuðu leiknum 2-3 þar sem mörk í upphafi beggja hálfleika gerðu þeim ansi mikla skráveifu. Þrátt fyrir úrslitin geta Blikar verið bjartsýnir á að ná í þessi úrslit í næstu viku því frammistaða þeirra á löngum köflum var frábær.

Fótbolti