Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 23:01 Höskuldur var í viðtali hjá Stefáni Árna Pálssyni í Sportpakka kvöldsins. Vísir/Steingrímur Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Höskuldur hefur skorað sex mörk í Evrópukeppni með Blikum á tímabilinu. Hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri liðsins gegn Struga í Norður-Makedóníu á fimmtudag. Árni Fredriksberg hjá KÍ Klaksvík í Færeyjum hefur einnig skorað sex mörk í Evrópukeppni á tímabilinu og eru þeir tveir með flest mörk í Evrópuleikjum enda eru forkeppnirnar aðeins byrjaðar. „Það hefur gengið vel hjá okkur „collectively“. Við erum búnir að vinna sex af níu leikjum sem telst bara helvíti gott. Þegar liðinu gengur vel þá blómstra einstaklingar og maður er bara í þannig flæði núna persónulega,“ sagði Höskuldur í samtali við Stefán Árna Pálsson í Sportpakkanum á Stöð 2. Veðuraðstæður í leik Blika á fimmtudag voru heldur betur sérstakar og þá sérstaklega í síðari hálfleik. „Þetta var ekki mikill fótbolti í síðari hálfleikur. Það kom þarna fellibylur, eiginlega bókstaflega og við þurftum að aðlaga okkur að honum. Þetta var barningur í síðari hálfleik. Það var dýrmætt að vera komnir með forystu og síðan vorum við fullorðnir og þroskaðir,“ bætti Höskuldur við og sagði reynslu liðsins í Evrópu hafa talið. Á sunnudagskvöld mætir Breiðablik Víkingi í toppslag Bestu deildarinnar. Blikar óskuðu eftir frestun á leiknum en fengu neitun. Í kvöld bárust síðan fréttir þess efnis að Breiðablik hefði óskað eftir að KSÍ myndi endurskoða þá ákvörðun. „Það er bara að stíga á bensíngjöfina og það þýðir ekkert að slaka á þar. Það er allavega okkar leið hjá Breiðablik að keyra á þetta,“ bætti Höskuldur við. Allt viðtalið við Höskuld má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem Höskuldur ræðir meðal annars seinni leikinn gegn Struga á fimmtudag en þar geta Blikar orðið fyrsta íslenska karlaliðið til að tryggja sér sæti í riðlakeppni í Evrópu.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Íslenski boltinn Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti