Handverk

Fréttamynd

Glæsilegur handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi

Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla Kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar.

Innlent
Fréttamynd

Prjónahátíð á Blönduósi um helgina

Fjölmenni er á Blönduósi um helgina, þó aðallega konur á öllum aldri því þar stendur yfir prjónahátíð. Markmiðið hátíðarinnar er að sameina prjónafólk og skapa því vettvang til þess að hittast og miðla prjónasögum, nýjum hugmyndum og aðferðum við prjónaskapinn.

Innlent
Fréttamynd

Hefur saumað ellefu þjóðbúninga á Akranesi

Þjóðbúningar og allt í kringum þá er í miklu uppáhaldi hjá húsmóður á Akranesi en hún hefur saumað ellefu slíka búninga og á eftir að sauma einn í viðbót. Hún hvetur, sem flesta að læra að gera sér þjóðbúning og klæðast þeim við hátíðleg tækifæri.

Innlent
Fréttamynd

Töfratálgari í Hveragerði

Útskurðarhnífar Andrínu Guðrúnar í Hveragerði hljóta að vera einhverskonar töfrahnífar því fuglarnir, sem hún tálgar verða svo fallegir í höndunum á henni. Mesta áskorun Andrínu er að tálga hrafninn.

Innlent
Fréttamynd

Öflugt hand­verks­fólk á Suður­nesjum

Handverksfólk af öllum Suðurnesjum hefur nú meira en nóg að gera fyrir jólin við að framleiða vörur á markað, sem hópurinn stendur að í Grófinni í Keflavík. Tuttugu og fjórir handverksmenn standa að markaðnum, sem er opinn allt árið.

Innlent
Fréttamynd

Handprjónarar bæta hag íslenskra sauðfjárbænda

Sauðfjárbændur gleðjast núna yfir hærra ullarverði en íslenskt handprjónaband hefur slegið í gegn meðal prjónafólks, bæði hérlendis og erlendis. Ullarvinnslufyrirtækið Ístex hefur ekki undan við framleiðsluna.

Innlent
Fréttamynd

Tálgað á Selfossi – kindur, kisur, karlar og fuglar

Fuglar, kindur, kisur, fiskar, slaufur og mannfólk er meðal þess sem nokkrir eldri borgarar á Selfossi tálga um leið og þau njóta félagsskaparins við hvort annað. Nú stendur yfir sýning á verkum hópsins á bókasafninu á Selfossi þar sem margt forvitnilegt er að sjá.

Innlent
Fréttamynd

Eldfjallateppi heklað sem rúmteppi á 280 klukkutímum

Ragnheiður Þorsteinsdóttir, sem býr í Luton í Bretlandi er ótrúlega manneskja þegar kemur að handverki en hún var að ljúka við að hekla rúmteppi með myndum af gosinu á Reykjanesi. Ragnheiður er fædd og uppalinn á Snæfellsnesi en flutti í Breiðholti á unglingsárum og flutti svo til Bretlands þar sem hún býr í dag.

Innlent
Fréttamynd

Auðlindin virkar vel á Selfossi

Auðlindin, sem er virkni og atvinnutengd fjölsmiðja fyrir ungt fólk í Árborg, sem lent hefur utan vinnumarkaðar og þarfnast þjálfunar fyrir almennan vinnumarkað hefur gefist mjög vel enda biðlisti eftir að komast þangað inn. Sextán ungmenni mæta þar daglega þar sem þau fást við fjölbreytt og skapandi verkefni.

Innlent
Fréttamynd

85 ára með beinar útsendingar frá Lírukassanum sínum

Jóhann Gunnarsson, áttatíu og fimm ára íbúi í Hveragerði lætur ekki deigan síga þó hann geti ekki spilað á lírukassann sinn opinberlega vegna heimsfaraldursins því í staðinn hefur hann boðið upp á beinar útsendingar frá tónleikum sínum í gegnum Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Fluguhnýtingarkassar smíðaðir af föngum

Fluguhnýtingar kassar smíðaðir af föngum á Litla Hrauni renna út eins og heitar lummur til veiðimanna, sem þurfa að geyma flugurnar sínum á góðum stað. Efni úr gömlu varðstjóraborði á Litla Hrauni er meðal annars notað í kassana.

Innlent
Fréttamynd

Hannyrðir á tímum kórónuveirunnar

Munið þið eftir hruninu sem varð árið 2008? Með tilheyrandi erfiðleikum og von um að Guð myndi nú blessa Ísland. Fólk hamstraði dósamat og gekk í gegnum erfiða tíma, og því miður eru margir enn að eiga við afleiðingar þeirra tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Smíðar lírukassa og orgel í bílskúr í Hveragerði

Jóhann Gunnarsson, áttatíu og þriggja ára íbúi í Hveragerði kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að smíði hljóðfæra því hann hefur smíðað orgel og tvo lírukassa í bílskúrnum hjá sér við Bjarkarheiði 12 þar sem hann eyðir miklum tíma í í smíða allskonar hljóðfæri.

Innlent