Tálgað á Selfossi – kindur, kisur, karlar og fuglar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. ágúst 2021 20:15 Hluti af tálguhóp eldri borgara á Selfossi, sem kemur saman einu sinni í viku til að tálga og eiga góða stund. Leiðbeinandinn, Hafþór Ragnar er sá sem situr á borðinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fuglar, kindur, kisur, fiskar, slaufur og mannfólk er meðal þess sem nokkrir eldri borgarar á Selfossi tálga um leið og þau njóta félagsskaparins við hvort annað. Nú stendur yfir sýning á verkum hópsins á bókasafninu á Selfossi þar sem margt forvitnilegt er að sjá. Hópurinn hittist alltaf á þriðjudögum og tálgar saman í tvær til þrjár klukkustundir. Þegar veður er gott eins og það hefur verið undanfarið er stundum farið í Hellisskóg við Selfoss og tálgað þar á milli þess, sem er spjallað og hlegið saman. Leiðbeinandi hópsins, sem heitir Hafþór Ragnar Þórhallsson kemur frá Eyrarbakka. „Það er líka mikið félagsskapurinn að vera í þessu, tálga fugla og ýmislegt annað. (Það þarf ekkert að leiðbeina þeim svo mikið, þetta er svo hæfileikaríkt fólk,“ segir Ragnar og Kristinn Hermannsson bætir strax hlægjandi við. „Sá sem kemur í hópinn verður að minnsta kosti að geta sagt tvær lygasögur, allavega það, áður en hann verður tekin inn“. Hópurinn er með glæsilega sýningu sem heitir; „Föndrað í tré“ í einum glugga bókasafnsins á Selfossi þar sem má sjá fjölbreytt verk úr allskonar trjám, m.a. gullregni, birki og linditré svo eitthvað sé nefnt. „Það voru allir til í að vera með þannig að við skelltum þessu bara upp og gerðum það öll saman. Þeir sem vilja geta svo farið og skoðað allt sem við höfum verið að gera í glugganum á bókasafninu,“ segir Ásdís Hoffritz, sem átti hugmyndina að sýningunni . „Svo þurfum við að mála verkin okkar og útfæra þau, það er líka mjög skemmtilegt,“ segir Ásdís. Sýning hópsins, „Föndrað í tré“ er í einum glugga bókasafnsins og því er hægt að skoða sýninguna allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Eldri borgarar Handverk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Hópurinn hittist alltaf á þriðjudögum og tálgar saman í tvær til þrjár klukkustundir. Þegar veður er gott eins og það hefur verið undanfarið er stundum farið í Hellisskóg við Selfoss og tálgað þar á milli þess, sem er spjallað og hlegið saman. Leiðbeinandi hópsins, sem heitir Hafþór Ragnar Þórhallsson kemur frá Eyrarbakka. „Það er líka mikið félagsskapurinn að vera í þessu, tálga fugla og ýmislegt annað. (Það þarf ekkert að leiðbeina þeim svo mikið, þetta er svo hæfileikaríkt fólk,“ segir Ragnar og Kristinn Hermannsson bætir strax hlægjandi við. „Sá sem kemur í hópinn verður að minnsta kosti að geta sagt tvær lygasögur, allavega það, áður en hann verður tekin inn“. Hópurinn er með glæsilega sýningu sem heitir; „Föndrað í tré“ í einum glugga bókasafnsins á Selfossi þar sem má sjá fjölbreytt verk úr allskonar trjám, m.a. gullregni, birki og linditré svo eitthvað sé nefnt. „Það voru allir til í að vera með þannig að við skelltum þessu bara upp og gerðum það öll saman. Þeir sem vilja geta svo farið og skoðað allt sem við höfum verið að gera í glugganum á bókasafninu,“ segir Ásdís Hoffritz, sem átti hugmyndina að sýningunni . „Svo þurfum við að mála verkin okkar og útfæra þau, það er líka mjög skemmtilegt,“ segir Ásdís. Sýning hópsins, „Föndrað í tré“ er í einum glugga bókasafnsins og því er hægt að skoða sýninguna allan sólarhringinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Eldri borgarar Handverk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira