Viktor Þór hvetur karla til að fara að prjóna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. mars 2020 19:30 Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór. Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Það skemmtilegasta sem Viktor Þór Reynisson í Grindavík gerir er að sitja í hægindastólnum sínum og prjóna lopapeysur. Þá segir hann prjónaskapinn hafa róandi áhrif á sig á tímum kórónaveirunnar. Það er gaman að koma á heimili Viktors og Önnu Kristínar í Grindavík og sjá allt handverkið á borðinu, sem Viktor hefur prjónað. Fallegar lopapeysur og húfur. „Þetta er bara gaman, það er betra að hafa þetta heldur en ekki neitt. Ég er mjög stoltur af mér að standa í þessu, ég vildi bara að það væru fleiri karlar í þessu að prjóna, maður verður að reyna að koma af stað einhverjum klúbb hér í Grindavík, sjá hvað gerist“, segir Viktor Þór. Lopapeysurnar og húfurnar hjá Viktori Þór eru virkilega fallegar. Hann prjónar aðallega eftir pöntunum frá vinum og vandamönnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor Þór og Anna Kristín, eiginkona hans prjóna mikið saman og sækja öll prjónakvöld sem þau komast á og hafa farið á prjónahátíðir í útlöndum. En hvað er Viktor Þór lengi að prjóna lopapeysu? „Það fer bara alveg eftir því hvað ég er iðinn, ég er alveg upp í sex vikur og upp í fimm mánuði, eins og eina peysuna, sem ég gerði með munstri frá Hjaltlandseyjum, það tók mig fimm mánuði. Anna Kristín er að sjálfsögðu mjög stolt af sínum manni enda kenndi hún honum að prjóna 2018. „Jú, ég er mjög stolt af honum, hann tók þetta með glæsibrag þegar hann byrjaði og hefur gert mjög vel og handverkið eftir hann er mjög fallegt“, segir hún. Anna Kristín og Viktor Þór einbeitt við prjónaskapinn en þau prjóna mjög mikið saman og nota þá tímann til að spjalla saman um daginn og veginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Viktor segir að nú sé upplagt fyrir alla karla að byrja að læra að prjóna því þá gleymi þeir um leið öllu veseninu í kringum kórónaveiruna, prjónaskapurinn veiti svo mikla hugarró og sé á við góðan jógatíma. „Já, þetta skiptir gríðarlegu málin fyrir hausinn á manni að geta einbeitt sér að einhverju öðru heldur en heimsins málum“, segir Viktor Þór.
Föndur Grindavík Grín og gaman Prjónaskapur Handverk Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira