Fasteignamarkaður

Fréttamynd

Ó­háður saman­burður á fast­eigna­lánum

Í vikunni skrifuðu Félag fasteignasala og Aurbjörg undir samning sem gerir öllum notendum fasteignavefs Félags fasteignasala sem er inni á visir.is mögulegt að leita gjaldfrjálst eftir hvar hagstæðustu húsnæðislánin eru að finna.

Samstarf
Fréttamynd

Raun­verð í­búða­verðs lækkar og kaup­keðjur oftar að rofna

Raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um þrjú prósent síðastliðna tólf mánuði. Merki eru um að verulega sé farið að ganga á stofn nýrra íbúða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þá benda tölur til að kaupkeðjur séu oftar að rofna en einnig fjölgunar íbúða sem teknar eru af sölu án þess að seljast.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Andrea Róberts selur í Garða­bænum

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri hjá FKA, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Tjarnarflöt í Garðabæ á sölu. Húsið var byggt árið 1967 og er á einni hæð. Ásett verð er 189 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Heildarfasteignamat í Grinda­vík um 107 milljarðar

Hávær krafa er um  að ríkissjóður bæti Grindvíkingum tjón sem íbúar í bænum hafa orðið fyrir vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Ýmsar tölur hafa verið nefndar um hvert verðmæti þeirra sé. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur nú tekið saman heildarfasteignamat bæjarins sem nemur um 107 milljörðum króna.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu úr mið­bænum í ein­staka náttúru­para­dís

Heiðar Logi Elíasson brimbrettakappi og kærastan hans, Anný Björk Arnardóttir kvikmyndagerðarkona, fluttu nýverið úr miðbæ Reykjavíkur og festu kaup á sumarhúsi í landi Miðdals við Silungatjörn í Mosfellsbæ. Húsið er staðsett á 5000 fermetra eignarlóð með einstöku útsýni og veiðileyfi í tjörninni.

Lífið
Fréttamynd

Anna Ei­ríks selur ein­býli með heilsu­rækt

Líkamsræktar- og heilsufrömuðurinn Anna Eiríksdóttir hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt við Fannafold í Grafarvogi á sölu. Húsið er 275 fermetrar að stærð og var byggt árið 1984. Ásett verð fyrir eignina er 174 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Anton vill tæpar 600 milljónir fyrir nýja einbýlið

Anton Kristinn Þórarinsson hefur sett verðmiða á risastórt einbýlishús sem hann hefur verið með í smíðum á Arnarnesinu undanfarin ár. Anton Kristinn vill 590 milljónir króna fyrir húsið en fasteignamat þess er upp á 258 milljónir króna. Húsið er það langdýrasta til sölu á Íslandi um þessar mundir.

Lífið
Fréttamynd

Álf­hildur selur sjarmerandi útsýnisperlu í Vestur­bænum

Álfhildur Ösp Reynisdóttir læknir ogt tveggja barna móðir hefur sett sjarmerandi íbúð sína í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Eignin á þriðju hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi með stórbrotnu útsýni til suðvesturs og norður. Ásett verð er 73,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Helga í Góu selur höll í Hafnar­firði

Við Erluás 58 í Hafnarfirði er fallegt og tignarlegt einbýlishús á tveimur hæðum til sölu. Húsið var byggt árið 2002 og hefur verið vel við haldið síðastliðin ár. Ásett verð fyrir eignina er 199 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Andri er nýr fram­kvæmda­stjóri Landmark

Andri Sigurðsson, fasteignasali og einn eig­enda LANDMARK fasteignamiðlunar ehf., hef­ur verið ráðinn fram­kvæmda­stjóri fé­lags­ins. Tek­ur hann við af Þóreyju Ólafsdóttur, fasteignasala sem hef­ur gegnt starf­inu undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Staðan á byggingar­markaði versnar og gjald­þrotum fjölgar mikið

Staða á byggingarmarkaði hefur versnar mikið sem lýsir sér í að minna er flutt inn af byggingarhráefnum, skuldsetning byggingarverktaka hefur aukist og gjaldþrotum í byggingariðnaði hefur fjölgað mikið. Sölutími lítilla íbúða hefur styst samfellt frá í apríl, en merki eru um að jafnvægi sé að nást á fasteignamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Arnór Dan og Vig­dís Hlíf selja slotið

Arnór Dan Arnarson, söngvari í hljómsveitinni Agent Fresco, og Vigdís Hlíf Jóhönnudóttir í markaðsdeild Landsbankans hafa sett hæð sína við Laugarnesveg í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 109,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Magnús Scheving selur slotið við Sunnuflöt

Magnús Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Íshesta og fyrrverandi forstjóri Klakka, og eiginkona hans, Þórey Edda Heiðarsdóttir, sviðsstjóri mats og rýni hjá Virk, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Sunnuflöt 37 í Garðabæ á sölu. Ásett verð er 225 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Toni setur ókláraða höll á Arnar­nesi á sölu

Anton Kristinn Þórarinsson, einnig þekktur sem Toni, hefur sett glæsilegt einbýlishús sitt á Arnarnesinu í Garðabæ á sölu. Húsið, sem er enn í byggingu, telur rúma 620 fermetra á tæplega 1500 fermetra lóð, en fasteignamat þess er 258 milljónir króna, og brunabótamat tæpar 138 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

GDRN selur í­búðina

Tónlistarkonan Guðrún Ýr Eyfjörð, þekkt sem GDRN, og kærasti hennar Árni Steinn Steinþórsson hafa sett fallega íbúð sína við Hraunbæ 196 til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 59,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Guð­jón hættir sem for­stjóri í apríl

Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, hefur tilkynnt stjórn félagsins að hann muni láta af störfum sem forstjóri félagsins 1. apríl næstkomandi. Hættir hann í framhaldi af aðalfundi félagsins sem fram fer 6. mars.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lekker listamannaíbúð í Vestubænum

Glæsileg og mikið endurnýjuð sérhæð við Víðimel 58 í Vesturbæ Reykjavíkur er til sölu. Eignin er um 139 fermetrar að stærð með sérinngangi og bílskúr. Ásett verð er 115,9 milljónir. 

Lífið
Fréttamynd

Bein út­sending: Met­fjöldi um­sókna um hlut­deildar­lán

Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Georg í Sigur Rós selur slotið

Georg Holm bassaleikari hljómsveitarinnar Sigur Rós og eiginkona hans Svanhvít Tryggvadóttir framleiðandi hafa sett fallegt parhús sitt við Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á sölu. Ásett verð er 158 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Joey Christ og Alma selja bjarta hæð

Listamaðurinn Jóhann Kristófer Stefánsson, betur þekktu sem Joey Christ, og kærasta hans Alma Gytha Huntingdon-Williams jarðfræðingur, hafa sett fallega íbúð sína við Skeggjagötu í Reykjavík á sölu. Ásett verð er 63,8 milljónir.

Lífið