Rúmlega sjö hundruð Grindvíkingar vilja selja Jakob Bjarnar skrifar 18. apríl 2024 12:06 Örn Viðar, framkvæmdastjóri Þórkötlu, segir allt gert sem í mannlegu valdi stendur til að mæta kröfum Grindvíkinga. vísir/vilhelm/stjr Búið er að samþykkja kaup á 126 eignum Grindvíkinga en Þórkötlu, fasteignafélagsins sem stofnað var til að annast kaup á þessum eignum, hefur borist 711 umsóknir. Eigendur 711 fasteigna hafa sótt um að Þórkatla kaupi íbúðir þeirra eða íbúðarhús í Grindavík. Stjórn Þórkötlu hóf afgreiðslu umsókna í lok síðustu viku og hefur nú þegar samþykkt kaup á 126 eignum fyrir alls um 9,2 milljarða króna. Frágangur og afgreiðsla einstakra viðskipta mun taka mislangan tíma en stefnt er að því að samþykkja um 150 umsóknir til viðbótar í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórkötlu eftir fyrirspurn. Þar segir jafnframt að vonast sé til að kaupin gangi hraðar fyrir sig eftir að reynsla er komin á ferlið. Þegar hafi verið gengið frá kaupsamningum við 11 umsækjendur en 115 umsækjendur fá í dag tilkynningu um að umsókn þeirra hafi verið samþykkt í stjórn Þórkötlu. Athygli vekja ummæli Arnar Viðars Skúlasonar framkvæmdastjóra Þórkötlu frá 9. apríl að lögð verði áhersla á að „eiga samstarf um mögulega leigu og eftir atvikum afnot eða aðgengi að húsnæðinu eftir að kaupin ganga í gegn.“ Semja þarf við 18 ólíka lánveitendur Frágangur er að hefjast vegna kaupsamninga við áðurnefndan hóp og ætti greiðsla sem nemur 95 prósentum af kaupverði að berast seljendum innan fimm virkra daga frá undirritun og þinglýsingu kaupsamnings. Nokkrir umsækjendur hafa þegar fengið kaupsamningsgreiðsluna millifærða á reikninga sína. Örn Viðar segir: „Við vitum að þorri Grindvíkinga er í þröngri stöðu í sínum húsnæðismálum. Margir eru búnir að reyna að festa sér eignir annar staðar og bíða eftir að geta selt. Það er skiljanlegt að þolinmæði þeirra sé lítil og að þau hafi vonast eftir hraðari afgreiðslu sinna umsókna.“ Hann segir jafnframt að fasteignaviðskipti séu í eðli sínu flókið ferli og það er margt að mörgu að huga. „Verkefnið í Grindavík er enn flóknara en hefðbundin fasteignaviðskipti þar sem Þórkatla annast yfirtöku og uppgjör lána fyrir hönd seljenda og þarf að útfæra það vinnulag í samráði við 18 ólíka lánveitendur. Það er afar mikilvægt að það ríki jafnræði meðal Grindvíkinga gagnvart þessari björgunaraðgerð stjórnvalda og mörg hundruð einstök fasteignaviðskipti, þar sem málin eru oft mjög ólík, fela í sér áskoranir að þessu leyti.“ Allt gert til að koma til móts við Grindvíkinga Að sögn Arnars Viðars er unnið þétt að þessu en rétt eins og í fasteignaviðskiptum almennt þá getur sitthvað komið upp sem tefur. „Við viljum forðast í lengstu lög að eitthvað fari úrskeiðis við kaup þessara fasteigna sem leiða kann til eftirmála síðar. Algeng spurning sem við höfum fengið er hvort fólk muni fá afgreiðslu sinna mála í sömu röð og það sótti um. Svarið við því er að við erum almennt að taka umsóknir til skoðunar í þeirri röð sem þær bárust, en þar sem málin eru misflókin, þá er ekki hægt að ábyrgjast að afgreiðsla þeirra verði í sömu röð.“ Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal Grindvíkinga með ganginn í sölumálum. En í tilkynningunni segir að passað sé vel upp á að lögunum sé fylgt og að þessir tugum milljarða sem Þórkatla hefur til ráðstöfunar verði varið á þann hátt sem Alþingi ákvað. „Við virðum rétt Grindvíkinga til að láta í sér heyra og við heyrum svo sannarlega í þeim. Við tökum skilaboðunum sem frá þeim berast sem hvatningu til að vinna verkið hratt, en við vitum líka að bæði Grindvíkingar og aðrir landsmenn vilja að við vinnum það vel.“ Tölvupóstur til Grindvíkinga Þeir umsækjendur hjá Þórkötlu sem hafa fengið kaup á eign sinni samþykkt munu fá eftirfarandi tölvupóst núna í hádeginu: Kæri umsækjandi, Umsókn þín um sölu á fasteign til Fasteignafélagsins Þórkötlu hefur verið samþykkt. Unnið er að uppsetningu kaupsamnings og stefnt að frágangi á honum með undirritun og þinglýsingu í næstu viku. Eftir því sem við á, mun félagið kalla eftir stöðu áhvílandi lána hjá viðkomandi lánastofnun. Staða mála hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands verður könnuð. Ef um er að ræða fjöleignarhús, þ.e. hefðbundið fjölbýlishús, raðhús eða parhús þarf seljandi að skila inn yfirlýsingu húsfélags eða staðfesta að ekki sé starfandi húsfélag. Nánari upplýsingar um yfirlýsingu húsfélags má finna á síðu Þórkötlu hjá island.is Fasteignafélagið Þórkatla | Ísland.is (island.is) Þegar kaupsamningurinn er tilbúinn færð þú SMS-skilaboð í símann þinn og tölvupóst. Þar getur þú lesið kaupsamninginn og í kjölfarið undirritað hann rafrænt. Þegar undirritun og þinglýsingu er lokið fer fram uppgjör og ætti greiðsla að berast fimm (virkum) dögum síðar. Með kveðju, Fasteignafélagið Þórkatla Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Rekstur hins opinbera Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Byrja að kaupa fasteignir Grindvíkinga í vikunni Fasteignafélagið Þórkatlar byrjar að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík í þessari viku. Stefnt er að því að klára afgreiðslu þorra á sjöunda hundrað umsókna sem hafa borist í þessum mánuði. 9. apríl 2024 14:01 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Eigendur 711 fasteigna hafa sótt um að Þórkatla kaupi íbúðir þeirra eða íbúðarhús í Grindavík. Stjórn Þórkötlu hóf afgreiðslu umsókna í lok síðustu viku og hefur nú þegar samþykkt kaup á 126 eignum fyrir alls um 9,2 milljarða króna. Frágangur og afgreiðsla einstakra viðskipta mun taka mislangan tíma en stefnt er að því að samþykkja um 150 umsóknir til viðbótar í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þórkötlu eftir fyrirspurn. Þar segir jafnframt að vonast sé til að kaupin gangi hraðar fyrir sig eftir að reynsla er komin á ferlið. Þegar hafi verið gengið frá kaupsamningum við 11 umsækjendur en 115 umsækjendur fá í dag tilkynningu um að umsókn þeirra hafi verið samþykkt í stjórn Þórkötlu. Athygli vekja ummæli Arnar Viðars Skúlasonar framkvæmdastjóra Þórkötlu frá 9. apríl að lögð verði áhersla á að „eiga samstarf um mögulega leigu og eftir atvikum afnot eða aðgengi að húsnæðinu eftir að kaupin ganga í gegn.“ Semja þarf við 18 ólíka lánveitendur Frágangur er að hefjast vegna kaupsamninga við áðurnefndan hóp og ætti greiðsla sem nemur 95 prósentum af kaupverði að berast seljendum innan fimm virkra daga frá undirritun og þinglýsingu kaupsamnings. Nokkrir umsækjendur hafa þegar fengið kaupsamningsgreiðsluna millifærða á reikninga sína. Örn Viðar segir: „Við vitum að þorri Grindvíkinga er í þröngri stöðu í sínum húsnæðismálum. Margir eru búnir að reyna að festa sér eignir annar staðar og bíða eftir að geta selt. Það er skiljanlegt að þolinmæði þeirra sé lítil og að þau hafi vonast eftir hraðari afgreiðslu sinna umsókna.“ Hann segir jafnframt að fasteignaviðskipti séu í eðli sínu flókið ferli og það er margt að mörgu að huga. „Verkefnið í Grindavík er enn flóknara en hefðbundin fasteignaviðskipti þar sem Þórkatla annast yfirtöku og uppgjör lána fyrir hönd seljenda og þarf að útfæra það vinnulag í samráði við 18 ólíka lánveitendur. Það er afar mikilvægt að það ríki jafnræði meðal Grindvíkinga gagnvart þessari björgunaraðgerð stjórnvalda og mörg hundruð einstök fasteignaviðskipti, þar sem málin eru oft mjög ólík, fela í sér áskoranir að þessu leyti.“ Allt gert til að koma til móts við Grindvíkinga Að sögn Arnars Viðars er unnið þétt að þessu en rétt eins og í fasteignaviðskiptum almennt þá getur sitthvað komið upp sem tefur. „Við viljum forðast í lengstu lög að eitthvað fari úrskeiðis við kaup þessara fasteigna sem leiða kann til eftirmála síðar. Algeng spurning sem við höfum fengið er hvort fólk muni fá afgreiðslu sinna mála í sömu röð og það sótti um. Svarið við því er að við erum almennt að taka umsóknir til skoðunar í þeirri röð sem þær bárust, en þar sem málin eru misflókin, þá er ekki hægt að ábyrgjast að afgreiðsla þeirra verði í sömu röð.“ Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal Grindvíkinga með ganginn í sölumálum. En í tilkynningunni segir að passað sé vel upp á að lögunum sé fylgt og að þessir tugum milljarða sem Þórkatla hefur til ráðstöfunar verði varið á þann hátt sem Alþingi ákvað. „Við virðum rétt Grindvíkinga til að láta í sér heyra og við heyrum svo sannarlega í þeim. Við tökum skilaboðunum sem frá þeim berast sem hvatningu til að vinna verkið hratt, en við vitum líka að bæði Grindvíkingar og aðrir landsmenn vilja að við vinnum það vel.“ Tölvupóstur til Grindvíkinga Þeir umsækjendur hjá Þórkötlu sem hafa fengið kaup á eign sinni samþykkt munu fá eftirfarandi tölvupóst núna í hádeginu: Kæri umsækjandi, Umsókn þín um sölu á fasteign til Fasteignafélagsins Þórkötlu hefur verið samþykkt. Unnið er að uppsetningu kaupsamnings og stefnt að frágangi á honum með undirritun og þinglýsingu í næstu viku. Eftir því sem við á, mun félagið kalla eftir stöðu áhvílandi lána hjá viðkomandi lánastofnun. Staða mála hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands verður könnuð. Ef um er að ræða fjöleignarhús, þ.e. hefðbundið fjölbýlishús, raðhús eða parhús þarf seljandi að skila inn yfirlýsingu húsfélags eða staðfesta að ekki sé starfandi húsfélag. Nánari upplýsingar um yfirlýsingu húsfélags má finna á síðu Þórkötlu hjá island.is Fasteignafélagið Þórkatla | Ísland.is (island.is) Þegar kaupsamningurinn er tilbúinn færð þú SMS-skilaboð í símann þinn og tölvupóst. Þar getur þú lesið kaupsamninginn og í kjölfarið undirritað hann rafrænt. Þegar undirritun og þinglýsingu er lokið fer fram uppgjör og ætti greiðsla að berast fimm (virkum) dögum síðar. Með kveðju, Fasteignafélagið Þórkatla
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Rekstur hins opinbera Fasteignamarkaður Húsnæðismál Tengdar fréttir Byrja að kaupa fasteignir Grindvíkinga í vikunni Fasteignafélagið Þórkatlar byrjar að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík í þessari viku. Stefnt er að því að klára afgreiðslu þorra á sjöunda hundrað umsókna sem hafa borist í þessum mánuði. 9. apríl 2024 14:01 Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Byrja að kaupa fasteignir Grindvíkinga í vikunni Fasteignafélagið Þórkatlar byrjar að kaupa íbúðarhúsnæði í Grindavík í þessari viku. Stefnt er að því að klára afgreiðslu þorra á sjöunda hundrað umsókna sem hafa borist í þessum mánuði. 9. apríl 2024 14:01
Fyrstu kaup Þórkötlu í Grindavík gengin í gegn Fasteignafélagið Þórkatla gekk í dag frá fyrstu kaupsamningunum um kaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur munu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í næstu viku. 12. apríl 2024 15:15