Stutt við barnafjölskyldur Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 10. maí 2024 08:00 Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna. Það má með sanni segja að hluti þeirra aðgerða sem mælt er hér fyrir miði að því að bæta hag barnafjölskyldna á landinu, enda er hér lögð sérstök áhersla á að stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. Hér er fullt tilefni til að vekja sérstaklega athygli á þeim góðu og jákvæðu skrefum sem hér eru stigin í þá átt. Vaxtastuðningur Ungt fólk sem komið hefur inn á fasteignamarkaðinn síðustu ár hefur fundið mikið fyrir auknum vaxtakostnaði síðustu mánuði. Þessi aukni kostnaður leggst sérstaklega hart á barnafólk sem samhliða því að koma undir sér og sínum þaki yfir höfuðið þarf m.a. að greiða fyrir leikskóla, fæði, íþróttir og tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Til þess að mæta auknum vaxtakostnaði verða á árinu greiddir út allt að 7 milljarðar króna í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Hámark sérstaks vaxtastuðnings mun nema 150.000 kr. fyrir einstakling, 200.000 fyrir einstæða foreldra og 250.000 fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að sérstakur vaxtastuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en að heimilt verði að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Barnabætur hækka Barnabótakerfið hefur á kjörtímabilinu verið einfaldað og stuðningur efldur, nú á að bæta um betur. Hækka á barnabætur á samningstímanum ásamt því að draga úr tekjuskerðingu, þannig mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um 10.000. Í heildina munu framlög til barnabóta hækka um 3 milljarða króna á þessu ári og um 2 milljarða króna á árinu 2025 og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Frá og með ágúst á þessu ári verða skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar út árið 2027 í samræmi við gildistíma kjarasamninga á almennum markaði. Með þessum aðgerðum munu öll börn eiga kost á hollum og góðum skólamáltíðum. Börn búa vissulega við misjöfn kjör og koma úr mismunandi aðstæðum, en holl og staðgóð næring er þýðingarmikil fyrir þroska og starfsorku og óhætt er að fullyrða að vel nærð börn séu betur undirbúin til náms. Fyrir þessu hef ég talað frá því ég hóf minn feril í stjórnmálum og voru stigin markviss skref í þessa átt kjörtímabilið 2018-2022 í Hafnarfirði þegar systkinaafsláttur var í fyrsta skipti innleiddur í skólamáltíðir grunnskólabarna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú sé skrefið stigið til fulls, en hér er að mínu mati um jafnréttis- og lýðheilsumál að ræða sem samhliða mun auka ráðstöfunartekjur venjulegs fjölskyldufólk umtalsvert. Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Til þess að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að því að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Þann 1. apríl 2024 voru þær hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Hækkun húsnæðisbóta Margar ungar barnafjölskyldur eru fastar á leigumarkaði. Til þess að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda verða húsnæðisbætur hækkaðar. Aukið tillit verður tekið til fjölskyldustærðar með fjölgun bótaflokka frá 1. júní n.k. Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda eru hækkaðar um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða þannig greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betri skilyrði fyrir barnafjölskyldur Stjórnvöld vilja skapa góð skilyrði fyrir barnafjölskyldur á Íslandi til þess að vaxa og dafna. Samhliða þessum aðgerðum leggja stjórnvöld ríka áherslu á að stuðla að minni verðbólgu og lækkun vaxta. Við sem stöfum á Alþingi vitum að róðurinn hefur verið þungur síðustu misseri og því er farið í markvissar aðgerðir sem þessar, þar sem markmiðið er að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera nú um stundir. Aðgerðirnar sem hér hefur verið farið yfir munu auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um 500 þúsund kr. á ári. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Réttindi barna Efnahagsmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Fasteignamarkaður Alþingi Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna. Það má með sanni segja að hluti þeirra aðgerða sem mælt er hér fyrir miði að því að bæta hag barnafjölskyldna á landinu, enda er hér lögð sérstök áhersla á að stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. Hér er fullt tilefni til að vekja sérstaklega athygli á þeim góðu og jákvæðu skrefum sem hér eru stigin í þá átt. Vaxtastuðningur Ungt fólk sem komið hefur inn á fasteignamarkaðinn síðustu ár hefur fundið mikið fyrir auknum vaxtakostnaði síðustu mánuði. Þessi aukni kostnaður leggst sérstaklega hart á barnafólk sem samhliða því að koma undir sér og sínum þaki yfir höfuðið þarf m.a. að greiða fyrir leikskóla, fæði, íþróttir og tómstundir svo eitthvað sé nefnt. Til þess að mæta auknum vaxtakostnaði verða á árinu greiddir út allt að 7 milljarðar króna í sérstakan vaxtastuðning til heimila með íbúðalán. Stuðningurinn tekur mið af vaxtagjöldum ársins 2023 og kemur til viðbótar almennum vaxtabótum. Hámark sérstaks vaxtastuðnings mun nema 150.000 kr. fyrir einstakling, 200.000 fyrir einstæða foreldra og 250.000 fyrir sambúðarfólk að teknu tilliti til skerðinga vegna tekna og eigna. Gert er ráð fyrir að sérstakur vaxtastuðningur greiðist beint inn á höfuðstól húsnæðisláns en að heimilt verði að óska eftir að nýta hann til lækkunar á afborgunum í tiltekinn tíma. Barnabætur hækka Barnabótakerfið hefur á kjörtímabilinu verið einfaldað og stuðningur efldur, nú á að bæta um betur. Hækka á barnabætur á samningstímanum ásamt því að draga úr tekjuskerðingu, þannig mun foreldrum sem fá stuðning með þessum hætti fjölga um 10.000. Í heildina munu framlög til barnabóta hækka um 3 milljarða króna á þessu ári og um 2 milljarða króna á árinu 2025 og verða þá orðin um 21 milljarður króna á ári. Gjaldfrjálsar skólamáltíðir Frá og með ágúst á þessu ári verða skólamáltíðir grunnskólabarna gjaldfrjálsar út árið 2027 í samræmi við gildistíma kjarasamninga á almennum markaði. Með þessum aðgerðum munu öll börn eiga kost á hollum og góðum skólamáltíðum. Börn búa vissulega við misjöfn kjör og koma úr mismunandi aðstæðum, en holl og staðgóð næring er þýðingarmikil fyrir þroska og starfsorku og óhætt er að fullyrða að vel nærð börn séu betur undirbúin til náms. Fyrir þessu hef ég talað frá því ég hóf minn feril í stjórnmálum og voru stigin markviss skref í þessa átt kjörtímabilið 2018-2022 í Hafnarfirði þegar systkinaafsláttur var í fyrsta skipti innleiddur í skólamáltíðir grunnskólabarna. Það er því sérstakt fagnaðarefni að nú sé skrefið stigið til fulls, en hér er að mínu mati um jafnréttis- og lýðheilsumál að ræða sem samhliða mun auka ráðstöfunartekjur venjulegs fjölskyldufólk umtalsvert. Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Til þess að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og stuðla að því að markmið fæðingarorlofskerfisins um samvistir barna við báða foreldra og samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs nái fram að ganga verða hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði hækkaðar í þremur áföngum á næstu tveimur árum. Þann 1. apríl 2024 voru þær hækkaðar úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Hækkun húsnæðisbóta Margar ungar barnafjölskyldur eru fastar á leigumarkaði. Til þess að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði leigjenda verða húsnæðisbætur hækkaðar. Aukið tillit verður tekið til fjölskyldustærðar með fjölgun bótaflokka frá 1. júní n.k. Grunnfjárhæðir húsnæðisbóta til leigjenda eru hækkaðar um 25% og með því að taka tillit til fjölskyldustærðar verða þannig greiddar húsnæðisbætur fyrir allt að sex heimilismenn í stað fjögurra áður. Betri skilyrði fyrir barnafjölskyldur Stjórnvöld vilja skapa góð skilyrði fyrir barnafjölskyldur á Íslandi til þess að vaxa og dafna. Samhliða þessum aðgerðum leggja stjórnvöld ríka áherslu á að stuðla að minni verðbólgu og lækkun vaxta. Við sem stöfum á Alþingi vitum að róðurinn hefur verið þungur síðustu misseri og því er farið í markvissar aðgerðir sem þessar, þar sem markmiðið er að létta þeim róðurinn sem þyngstar byrðar bera nú um stundir. Aðgerðirnar sem hér hefur verið farið yfir munu auka ráðstöfunartekjur fjölskyldna verulega á samningstímanum eða um 500 þúsund kr. á ári. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar