Lífið

Val­gerður selur í­búðina í Vestur­bænum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Valgerður hefur undanfarin ár starfað hjá Ríkisútvarpinu.
Valgerður hefur undanfarin ár starfað hjá Ríkisútvarpinu. Valgerður

Valgerður Þorsteinsdóttir, tónlistarkona og aðstoðar pródúsent hjá RÚV, hefur sett íbúð sína við Hringbraut í Reykjavík á sölu. Eignin er á fyrstu hæð í húsi sem var byggt árið 1942. Valgerður festi kaup á eigninni árið 2020 en hyggst nú flytja sig um set.

Um er að ræða 50 fermetra eign með einu svefnherbergi og einu baðherbergi. Stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými með útgengi á svalir til suðurs. Ásett verð er 50,5 milljónir.

Fasteignaljósmyndun

Heimili Valgerðar er notalega innréttað á mínímalískan máta. Blár velúrsófi í stofunni setur skemmtilegan svip á rýmið sem annars er afar stílhreint. 

Græni liturinn virðist heilla Valgerði, en veggir í eldhúsi og á baðherbergi eru málaðir í svipuðum lit. Auk þess má sjá myntugrænan ískáp. 

„Hringbrautin mín besta er komin á sölu,“ skrifar Valgerður um eignina á Facebook.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun
Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.