Lífið

Jón Jóns­son selur glæsihús á Sel­tjarnar­nesi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Húsið var byggt árið 1950.
Húsið var byggt árið 1950. Vísir/Samsett

Söngvarinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jón Jónsson hefur sett húsið sitt að Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, verönd, heitum potti og góðri grillaðstöðu.

„Einstaklega sjarmerandi og fallegt fimm herbergja 231,5 fm. einbýlishús á tveimur hæðum við Lindarbraut 19, 170 Seltjarnarnesi, þar af sérstæður 59,0 fm bílskúr sem býður upp á ýmsa möguleika. Vel við haldið hús sem hefur verið mikið endurnýjað í gegnum tíðina,“ segir í lýsingu fasteignavef Vísis.

Í bílskúr hefur verið innréttað fjölskyldurými með salerni og eldhúshorni. Á fasteignavefnum kemur fram að lítið mál væri að útbúa þar útleigurými eða unglingaherbergi.

„Fallegur garður umlykur húsið ásamt hellulögðum stéttum/veröndum. Verönd þar sem hægt er að taka morgunverðin í góðu skjóli með morgunsólinni og önnur mjög skjólgóð verönd á annarri hlið hússins, þar sem sólin getur verið frameftir kvöldi.“

Þess má geta að Jón er ekki eini skemmtikrafturinn sem átt hefur heima í þessu húsi en Íþróttaálfurinn sjálfur, Magnús Scheving, átti þarna heima um árabil.

REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala
REMAX fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.