Morð í Rauðagerði „Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Innlent 9.3.2021 13:41 Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Innlent 9.3.2021 06:45 Í tveggja vikna varðhald vegna morðsins í Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Innlent 5.3.2021 12:15 Þrír í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar hennar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Innlent 3.3.2021 16:39 Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum. Innlent 2.3.2021 16:54 Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma. Innlent 2.3.2021 14:04 Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins. Innlent 2.3.2021 11:34 Einn úrskurðaður í farbann vegna morðsins í Rauðagerði Einn var í dag úrskurðaður í átta daga farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 1.3.2021 18:43 Óvíst um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Íslendingnum Engin ný tíðindi eru af rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Margeir Sveinsson í tilkynningu frá lögreglu. Yfirheyrslur og úrvinnsla gagna haldi áfram en sé mjög tímafrekt. Innlent 1.3.2021 16:03 Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið. Innlent 26.2.2021 21:05 Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 26.2.2021 10:13 Fallist á gæsluvarðhald yfir öllum fimm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Innlent 24.2.2021 16:49 Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsókn sína á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi en tveimur var sleppt í gær en gerð krafa um farbann. Innlent 24.2.2021 11:49 Meintur fíkniefnabarón áfram í gæsluvarðhaldi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi 13. febrúar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi vikulagt gæsluvarðhald. Varðhaldið, sem rennur út 2. mars, er á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.2.2021 16:16 Nokkrum sleppt úr haldi vegna Rauðagerðismálsins Lögregla hyggst sleppa nokkrum sakborningum í Rauðagerðismálinu úr haldi í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Farið verður fram á farbann yfir mönnunum á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 23.2.2021 12:15 Lögregla telur sig vera nær því að upplýsa málið Lögreglan telur sig vera nær því að upplýsa um morðið í Rauðagerði fyrir rúmri viku síðan, en yfirheyrslur fóru fram um helgina og vinnur lögregla að því að kortleggja ferðir sakborninga. Til skoðunar er hvort einhverjir hópar tengist málinu. Innlent 22.2.2021 20:37 Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa. Innlent 22.2.2021 19:48 „Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“ Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu. Innlent 22.2.2021 15:31 Kortleggja ferðir sakborninga Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja ferðir sakborninga í Rauðagerðismálinu. Grunur beinist að ákveðnum aðilum en enginn hefur játað á sig morðið. Skotvopnið er enn ófundið. Innlent 22.2.2021 12:08 Yfirheyra sakborninga og einum sleppt Lögregla hyggst ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var handtekinn í gær í tengslum við morðið í Rauðagerði. Tveir voru handteknir vegna málsins í gær og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. Báðir koma frá Albaníu og eru í kringum þrítugt og fertugt. Innlent 21.2.2021 12:22 Taldir tengjast meintum byssumanni Tveir albanskir karlmenn voru í dag handteknir í tengslum við morðið í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu eru nú í haldi lögreglu vegna málsins. Innlent 20.2.2021 18:44 Níundi maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 26. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Innlent 20.2.2021 16:36 Tveir handteknir til viðbótar vegna morðsins við Rauðagerði Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust. Innlent 20.2.2021 11:56 „Ómögulegt fyrir okkur sem þjóð að sitja uppi með óupplýst morðmál af þessu tagi“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir morðið í Rauðagerði óhugnanlegt mál sem veki skiljanlega upp margar spurningar. Það að maður sé myrtur fyrir utan heimili sitt sé eitthvað sem þekkist ekki hér á landi. Innlent 19.2.2021 23:28 Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. Innlent 19.2.2021 20:00 Ummerki eftir skotvopn á heimili meints byssumanns Lögregla telur að einn þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði hafi skotið manninn til bana. Allir átta neita sök í málinu. Heimildir fréttastofu herma að ummerki eftir skotvopn hafi fundist á heimili mannsins, eftir að hann var handtekinn á miðvikudag. Innlent 19.2.2021 18:52 Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.2.2021 15:17 Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. Innlent 19.2.2021 12:47 Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. Innlent 19.2.2021 12:06 Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Innlent 18.2.2021 19:34 « ‹ 1 2 3 4 5 ›
„Við erum að rannsaka morðmál hérna“ Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem fer fyrir rannsókn Rauðagerðismálsins gefur lítið fyrir ummæli Steinbergs Finnbogasonar í Fréttablaðinu í morgun þess efnis að lögreglan vilji losna við Steinberg sem verjanda. Innlent 9.3.2021 13:41
Lögreglan vill yfirheyra verjanda í Rauðagerðismálinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt fram kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þess efnis að Steinbergur Finnbogason, verjandi Íslendings sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði, verði kallaður til sem vitni í málinu. Innlent 9.3.2021 06:45
Í tveggja vikna varðhald vegna morðsins í Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tvær vikur vegna rannsóknar lögreglunnar á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Innlent 5.3.2021 12:15
Þrír í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Þrír voru í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna rannsóknar hennar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Innlent 3.3.2021 16:39
Ekki talinn geta spillt sönnunargögnum Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á morðinu við Rauðagerði þann 13. febrúar, segir þá aðila sem látnir hafa verið lausir úr gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu ekki talda geta spillt sönnunargögnum. Innlent 2.3.2021 16:54
Íslendingurinn laus úr haldi en sætir farbanni Karlmaður á fimmtugsaldri sem verið hefur í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn hefur verið látinn laus úr haldi. Hann sætir þó fjögurra vikna farbanni og má því ekki fara úr landi á þeim tíma. Innlent 2.3.2021 14:04
Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins. Innlent 2.3.2021 11:34
Einn úrskurðaður í farbann vegna morðsins í Rauðagerði Einn var í dag úrskurðaður í átta daga farbann, eða til þriðjudagsins 9. mars, í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það er gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 1.3.2021 18:43
Óvíst um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Íslendingnum Engin ný tíðindi eru af rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þetta segir Margeir Sveinsson í tilkynningu frá lögreglu. Yfirheyrslur og úrvinnsla gagna haldi áfram en sé mjög tímafrekt. Innlent 1.3.2021 16:03
Málið umfangsmikið og rannsókn rétt að hefjast Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn segir rannsókn á morðinu í Rauðagerði gríðarlega umfangsmikla og langt í land að hún klárist. Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í tengslum við málið. Innlent 26.2.2021 21:05
Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að morðinu Karlmaður á fimmtugsaldri var í morgun úrskurðaður í áframhaldandi vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við rannsókn Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar. Í tilkynningu frá lögreglu segir að úrskurðurinn sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 26.2.2021 10:13
Fallist á gæsluvarðhald yfir öllum fimm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsóknina á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Innlent 24.2.2021 16:49
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fimm karlmönnum í tengslum við rannsókn sína á morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Þegar mest var voru níu í gæsluvarðhaldi en tveimur var sleppt í gær en gerð krafa um farbann. Innlent 24.2.2021 11:49
Meintur fíkniefnabarón áfram í gæsluvarðhaldi Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi 13. febrúar, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í áframhaldandi vikulagt gæsluvarðhald. Varðhaldið, sem rennur út 2. mars, er á grundvelli rannsóknarhagsmuna að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 23.2.2021 16:16
Nokkrum sleppt úr haldi vegna Rauðagerðismálsins Lögregla hyggst sleppa nokkrum sakborningum í Rauðagerðismálinu úr haldi í dag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Farið verður fram á farbann yfir mönnunum á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 23.2.2021 12:15
Lögregla telur sig vera nær því að upplýsa málið Lögreglan telur sig vera nær því að upplýsa um morðið í Rauðagerði fyrir rúmri viku síðan, en yfirheyrslur fóru fram um helgina og vinnur lögregla að því að kortleggja ferðir sakborninga. Til skoðunar er hvort einhverjir hópar tengist málinu. Innlent 22.2.2021 20:37
Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa. Innlent 22.2.2021 19:48
„Er ekki einhver með allt niðrum sig í þessum málum?“ Fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir heiðarlega lögreglumenn og almenning árum saman hafa bent á tiltekinn Íslending sem auðgast hefur gífurlega án þess að sýna skýranlega afkomu. Innlent 22.2.2021 15:31
Kortleggja ferðir sakborninga Lögreglan vinnur nú að því að kortleggja ferðir sakborninga í Rauðagerðismálinu. Grunur beinist að ákveðnum aðilum en enginn hefur játað á sig morðið. Skotvopnið er enn ófundið. Innlent 22.2.2021 12:08
Yfirheyra sakborninga og einum sleppt Lögregla hyggst ekki fara fram á gæsluvarðhald yfir karlmanni sem var handtekinn í gær í tengslum við morðið í Rauðagerði. Tveir voru handteknir vegna málsins í gær og var annar þeirra úrskurðaður í gæsluvarðhald. Báðir koma frá Albaníu og eru í kringum þrítugt og fertugt. Innlent 21.2.2021 12:22
Taldir tengjast meintum byssumanni Tveir albanskir karlmenn voru í dag handteknir í tengslum við morðið í Rauðagerði um síðustu helgi. Tíu eru nú í haldi lögreglu vegna málsins. Innlent 20.2.2021 18:44
Níundi maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna manndráps við Rauðagerði Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í sex daga gæsluvarðhald, eða til föstudagsins 26. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Innlent 20.2.2021 16:36
Tveir handteknir til viðbótar vegna morðsins við Rauðagerði Albanskur karlmaður á fertugsaldri er grunaður um að hafa ráðið Armando Beqirai bana fyrir utan heimili hans við Rauðagerði í Reykjavík um síðustu helgi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann var handtekinn á miðvikudag og húsleit gerð á heimili hans, þar sem ummerki eftir skotvopn fundust. Innlent 20.2.2021 11:56
„Ómögulegt fyrir okkur sem þjóð að sitja uppi með óupplýst morðmál af þessu tagi“ Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félags- og afbrotafræði við Háskóla Íslands, segir morðið í Rauðagerði óhugnanlegt mál sem veki skiljanlega upp margar spurningar. Það að maður sé myrtur fyrir utan heimili sitt sé eitthvað sem þekkist ekki hér á landi. Innlent 19.2.2021 23:28
Þriðjungur gripið til aðgerða til að verja heimili sín fyrir afbrotum Um þriðjungur landsmanna hefur gripið til einhverra aðgerða til að verja heimili sitt fyrir afbrotum, samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Afbrotafræðingur telur að morðið í Rauðagerði muni hafa áhrif á fólk og jafnvel vekja sérstakan ótta hjá sumum. Innlent 19.2.2021 20:00
Ummerki eftir skotvopn á heimili meints byssumanns Lögregla telur að einn þeirra átta sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði hafi skotið manninn til bana. Allir átta neita sök í málinu. Heimildir fréttastofu herma að ummerki eftir skotvopn hafi fundist á heimili mannsins, eftir að hann var handtekinn á miðvikudag. Innlent 19.2.2021 18:52
Grunaður morðingi áfram í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti eftir hádegið kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um áframhaldandi fimm daga gæsluvarðhald yfir litháskum karlmanni á fertugsaldri sem grunaður er um aðild að morðinu í Rauðagerði að kvöldi laugardagsins 13. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.2.2021 15:17
Átta nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins í Rauðagerði Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á fertugsaldri í fimm daga gæsluvarðhald, eða til miðvikudagsins 24. febrúar, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í gær. Innlent 19.2.2021 12:47
Bílar haldlagðir, húsleit víða og farsímagögn til skoðunar Gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem grunaður er um aðild að morðinu við Rauðagerði rennur út í dag. Lögregla hefur lagt hald á að minnsta kosti þrjá bíla í tengslum við morðið og skoðar nú símagögn út frá símamöstrum á svæðinu. Innlent 19.2.2021 12:06
Þeir handteknu frá Íslandi, Litháen, Albaníu og Spáni Lögregla verður að ákveða í kvöld hvort farið verði fram á lengra gæsluvarðhald yfir manninum sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morð í Rauðagerði um helgina. Mennirnir sem eru í haldi lögreglu vegna málsins eru frá fjórum löndum; Litháen, Albaníu, Spáni og Íslandi. Gerð hefur verið húsleit á nokkrum stöðum í dag, lagt hald á fleiri muni og málsaðilar yfirheyrðir. Innlent 18.2.2021 19:34