Fótbolti

Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gabriel Montano var valinn í bólivíska landsliðið síðsta haust og sést hér á æfingu liðsins. Þetta var þó ekki Gabriel heldur eldri bróðir hans Diego.
Gabriel Montano var valinn í bólivíska landsliðið síðsta haust og sést hér á æfingu liðsins. Þetta var þó ekki Gabriel heldur eldri bróðir hans Diego. AFP/AIZAR RALDES

Bólivíska knattspyrnusambandið hefur sett leikmann í tveggja ára bann en ástæðan fyrir því hefur vakið heimsathygli.

Leikmaðurinn heitir Gabriel Montano en sök hans er að þykjast vera látinn bróður sinn.

Gabriel stal nafni og upplýsingum bróður síns sem lést fyrir nokkru.

Montano ætlaði sér að vera atvinnumaður í fótbolta en var orðinn 25 ára gamall. Aldurinn var því ekki að vinna með honum en hann ætlaði sér samt að komast áfram í boltanum.

Hann sá sér því miður leik á borði og tók upp nafn (og aldur) bróður síns sem var fimm árum yngri.

Gabriel heitir nefnilega ekki Gabriel heldur Diego. Hann er ekki fæddur 15. febrúar 2005 heldur 23. júní 1999.

Þessi fölsun skilaði Montano meira að segja sæti í bólivíska landsliðinu fyrir leiki á móti Venesúela og Síle í ágúst í fyrra.

Það komst upp um kauða og nú er refsingin klár. Hann má ekki spila aftur fótbolta fyrr en árið 2027. Þetta kemur fram í Diario Ole.

Auk refsingar hans voru 33 stig tekin af félaginu hans, Aurora, og enn fremur var eigandi félagsins settur í þriggja ára bann fyrir að hafa hjálpað til við svindlið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×