Meistaradeildin

Fréttamynd

Szczesny líklega ekki meira með í vetur

Þetta var svo sannarlega ekki kvöld Arsenal. Ekki bara féll liðið úr leik í Meistaradeildinni heldur verður liðið líklega án markvarðarins Wojciech Szczesny það sem eftir lifir leiktíðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Við munum sækja

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að höfuðáhersla verði lögð á sóknarleik þegar að liðið tekur á móti Arsenal í síðari viðureign þeirra í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas: Verður sérstakur leikur

Cesc Fabregas snýr í kvöld aftur til Barcelona þar sem hann mun leiða lið sitt, Arsenal, til leiks í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Persie fer með Arsenal til Spánar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, kom öllum á óvart í dag þegar hann tilkynnti að Hollendingurinn Robin Van Persie yrði í leikmannahópi félagsins gegn Barcelona í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Litlar líkur á að Bale verði með í seinni leiknum við AC Milan

Tottenham-menn eru nánast búnir að gefa upp alla von að Gareth Bale verði með í seinni leiknum á móti ítalska liðinu AC Milan í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Bale hefur ekki spilað síðan að hann fór meiddur af velli eftir níu mínútur í leik á móti Newcastle United í janúar.

Fótbolti
Fréttamynd

Claudio Ranieri: Chelsea getur unnið Meistaradeildina

Claudio Ranieri, fyrrum þjálfari Roma og Chelsea, hefur trú á því að hans gömlu lærisveinar í Chelsea eigi góða möguleika á því að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn í maí. Úrslitaleikurinn fer einmitt fram á Wembley-leikvanginum í Lundúnum en Lundúnalið hefur aldrei unnið Evrópukeppni meistaraliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Van Persie verður frá í þrjár vikur - ekki með gegn Barcelona

Robin van Persie mun missa af seinni leiknum á móti Barcelona í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildarbikarsins á móti Birmingham á Wembley um helgina.Í dag kom í ljóst að hollenski framherjinn verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur.

Enski boltinn
Fréttamynd

Markvörður Inter labbaði heim eftir Bayern-leikinn í gær

Julio Cesar, markvörður ítalska liðsins Inter Milan, var mjög svekktur út í sjálfan sig eftir 0-1 tap á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni í gær. Bayern skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir að brasilíski markvörðurinn hafði misst frá sér skot frá Hollendingnum Arjen Robben.

Fótbolti
Fréttamynd

Bayern hefndi ófaranna frá því í úrslitaleiknum síðasta vor

Mario Gomez tryggði Bayern Munchen 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í Meistaradeildinni í kvöld með því að skora sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins. Það var þá farið að stefna í að það yrðu engin mörk skoruðu í tveimur leikjum kvöldsins í 16 liða úrslitunum keppninnar því Marseille og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í Frakklandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Pep Guardiola búinn að skrifa undir

Pep Guardiola skrifaði í gær undir samning við Barcelona um það að verða þjálfari liðsins til vorsins 2012. Guardiola er á sínu þriðja tímabili með Katalóníuliðið og getur með þessum samning orðið aðeins fjórði þjálfari félagsins í sögunni sem klárar fjögur tímabil í röð með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo segist ekki vera undir pressu

Brasilíumaðurinn Leonardo mun stýra Inter í fyrsta skipti í Meistaradeildinni í kvöld er liðið mætir FC Bayern. Þarna mætast liðin sem spiluðu til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal að "stela" öðrum Fabregas frá Barcelona

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Arsenal sé á leiðinni að fá til sín efnilegan miðjumann frá Barcelona og segja þetta minna mikið á það þegar Arsenal-menn nældu í Cesc Fabregas á sínum tíma. Joan Toral er sextán ára miðjumaður sem hefur verið í unglingaliði Barcelona í mörg ár en hann vill nú fara frá spænsku meisturunum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Robben: Inter hefur ekki leikmennina til að spila sóknarbolta

Hollendingurinn Arjen Robben hjá Bayern Munchen býst ekki við sóknarbolta hjá ítalska liðinu Inter Milan þegar liðin mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram á San Siro í Mílanó á morgun en fyrir níu mánuðum mættust þessi lið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Lyon og Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli í Frakklandi

Súperskipting Jose Mourinho virtist vera að létta Lyon-álögunum af Real Madrid en Frakkarnir náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli átta mínútum fyrir leikslok í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Karim Benzema kom Real yfir á móti sínum gömlu félögum en Bafetimbi Gomis skoraði jöfnunarmark Lyon.

Fótbolti
Fréttamynd

Anelka með tvö mörk og Chelsea í flottum málum

Chelsea er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á danska liðinu FC Kaupmannahöfn á Parken í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16 liða úrslitunum en sá seinni fer síðan fram á Stamford Bridge 16. mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Arshavin afar sáttur með sigurmarkið sitt á móti Barcelona

Rússinn Andrey Arshavin býst alveg eins við því að hans verði minnst fyrir sigurmarkið sem hann skoraði á móti Barcelona í Meistaradeildinni í síðustu viku. Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum en sá seinni fer fram eftir tvær vikur.

Fótbolti